Ég og Gunni gst bróðir áttum eftirfarandi á okkar uppeldisárum:
AMSTRAD CPC-464
Áttum þessa þegar við vorum sennilega 8 og 10 ára.
Fengum hana af "skiptimarkaði" sem var í Skipholti 50 á þeim árum.
Ég man alltaf þegar við fórum að kaupa hana, sérstaklega eftir þessum
skiptimarkaði. Þarna voru allskonar tæki, sjónvörp, vhs/beta, græjur etc..
Þótt ég hafi verið aðeins 8 ára gamall þarna, þá fannst mér svo gaman að skoða þetta dót, að manni langaði bara ekkert að fara.
En allavega, áttum þessa tölvu í nokkur ár. Notuð eingöngu i leiki
Svo nokkrum árum seinna gaf afi okkur IBM PC 086, með öflugum 6,66mhz örgjörva, 5.25" floppy drifi, 21mb hörðum diski
og 12-13" CGA skjár fylgdi græjunni.
Upphaflega var í henni DOS 2.0 eða 3.0 og svarthvítt Windows 3.0.
Það voru ekki litir í Windowsinu heldur mismunandi köflóttir svartir fletir notaðir til að skilgreina hina ýmsu hluti.
Sama vandamál hrjáði okkur og Þórð, það var diskaplássið. Eingöngu 21mb 5.25" harður diskur (Algjör hlunkur btw, vegaði eflaust 1 kg).
Við gerðum tilraunir með drivespace, sem þjappaði gögnin á disknum til að
koma sem mestu í hverja clustera.
Drivespace var óttarlega minnisfrekt apparat og það er slæmt þegar maður hefur um 512kb í minni
Við náðum nú samt einhverjum 80mb út úr þessum harða disk, með drivespace.
Svo endaði þessi græja með Windows 3.11 og Dos 4/5.
Þar á eftir keyptum við okkur sitthvora tölvuna.
Nota bene, vorum aðeins 12 og 14 ára gamlir þannig að fjármögnunin fór
fram í boði glitnis og við borguðum skuldabréfin með blaðburðarpeningum
Við þræddum alla Reykjavík nokkrar helgarferðirnar í röð í leit að bestu tölvunni.
Fyrir valinu varð 100 Mhz Leo Predator vél frá ACO í Skipholti, þegar það lifði þar. 100 Mhz Intel pentium örgjörvi, 1 gb Seagate diskur, 3.5" floppy, QUAD speed Creative cd drif, 4mb Virge DX skjákort, Windows 95.
Hvor um sig kostaði árið 1995 um 215.000 kr svo við vorum fastir í blaðburði í nokkur ár. En það var þess virði
Ekki má gleyma því að árinu seinna versluðum við Multitech 28.8kpbs Multitech módem, sem kostaði litlar 27.000 kr
Gömlu góðu dagarnir sko
Þórður, í þessari nostalgíu, ekki gleyma tilkomu Trumpet Winsock
