bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

BMW gæðingur ?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=15795
Page 1 of 3

Author:  finnbogi [ Mon 29. May 2006 14:49 ]
Post subject:  BMW gæðingur ?

sá þetta í afturrúðu á E34 upp í vöku um daginn
kannast einhver við þetta er þetta gamalt verkstæði fyrir BMW?
Image

Author:  saemi [ Mon 29. May 2006 17:27 ]
Post subject: 

Gamalt verkstæði... ehemmm.

Þetta var umboðið fyrir BMW áður en B&L tók við því!

Author:  bebecar [ Mon 29. May 2006 20:35 ]
Post subject: 

saemi wrote:
Gamalt verkstæði... ehemmm.

Þetta var umboðið fyrir BMW áður en B&L tók við því!


hehe - :lol: Djö er maður orðin gamall :wink: Ég man eftir því að hafa legið á gluggunum þarna... og svo má ekki gleyma því að það kom eitt umboð í millitíðinni sem ég man ekki lengur hvað heitir, en þar fékk ég að keyra minn fyrsta BMW, splunkunýjan 520 1989 módel :lol: sem var alveg það flottasta á landinu!

Author:  jens [ Mon 29. May 2006 21:27 ]
Post subject: 

Hét það ekki Bílaumboðið Krókhálsi 1, þar sem blái 850i bíllinn var sýndur 8).

Author:  Schulii [ Mon 29. May 2006 21:43 ]
Post subject: 

Júbb mikið rétt!! Þetta hét Bílaumboðið Krókhálsi áður en B&L fékk umboðið en á undan þvi hét þetta víst Kristinn Guðnason HF.

Margar góðar minningar frá Bílaumboðinu Krókhálsi. Eins og t.d. BMW sýningin sem var minnir mig 1992 þegar blái 850i bíllinn var sýndur ásamt mörgum öðrum flottum bílum.

Author:  arnibjorn [ Mon 29. May 2006 21:45 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Júbb mikið rétt!! Þetta hét Bílaumboðið Krókhálsi áður en B&L fékk umboðið en á undan þvi hét þetta víst Kristinn Guðnason HF.

Margar góðar minningar frá Bílaumboðinu Krókhálsi. Eins og t.d. BMW sýningin sem var minnir mig 1992 þegar blái 850i bíllinn var sýndur ásamt mörgum öðrum flottum bílum.


Mér líður eins og algjöru smábarni núna þegar þið talið svona! :lol: Árið '92 var ég 5 ára 8-[

Nei annars.... ég er algjört smábarn! :lol:

Author:  finnbogi [ Mon 29. May 2006 22:05 ]
Post subject: 

hehe sama hér ég var svo ungur á þessum tíma og í þokkabót búsettur í hveragerði ekki skrítið að ég kannaðist ekki við þetta :oops:

Author:  bimmer [ Mon 29. May 2006 22:11 ]
Post subject: 

Man VEL eftir bláa 850 bílnum.... ekki lítið slefað yfir honum!!

Author:  jens [ Mon 29. May 2006 22:20 ]
Post subject: 

Bara gaman af þessu, ég keypti E30 323i bílinn minn hjá þeim og var gestkomandi á verkstæðinu hehe. En er það ekki rétt munað að með 850i bílnum kom formúlu 1 bíll sem átti að vera trompið hjá BMW á sýningunni en 850i bíllinn hafði varanleg áhrif á alla en hver man eftir f1 bílnum.

Author:  HAMAR [ Tue 30. May 2006 00:12 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Júbb mikið rétt!! Þetta hét Bílaumboðið Krókhálsi áður en B&L fékk umboðið en á undan þvi hét þetta víst Kristinn Guðnason HF.

Margar góðar minningar frá Bílaumboðinu Krókhálsi. Eins og t.d. BMW sýningin sem var minnir mig 1992 þegar blái 850i bíllinn var sýndur ásamt mörgum öðrum flottum bílum.

Þar var líka E32 730iL ´91 sem þótti alveg svaðaleg lúxuskerra 8)
Ég á ennþá til boðsmiðann á þessa sýningu sem var haldin í tilefni 75 ára afmæli BMW
Á þessum tíma átti ég BMW 325i ´86 sem þótti rosa flott (og þykir enn) 8)

Author:  jens [ Tue 30. May 2006 17:01 ]
Post subject: 

HAMAR skrifar:
Quote:
Á þessum tíma átti ég BMW 325i ´86 sem þótti rosa flott (og þykir enn)

Hehe nokkuð gaman að því.

Author:  bebecar [ Tue 30. May 2006 17:52 ]
Post subject: 

Og þarna var líka sýndur Z1 :wink:

Author:  Schulii [ Tue 30. May 2006 18:21 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Og þarna var líka sýndur Z1 :wink:


Ég var með videotökuvél á þessari sýningu. Ég gæti átt upptökurnar einhversstaðar. Ef ég finn þær gæti verið gaman að deila myndbandinu með ykkur. Ég held að ég hafi verið um 15 ára, að þetta hafi frekar verið 1991. BMW áhuginn byrjaði mj0g snemma. 8)

Author:  bebecar [ Tue 30. May 2006 19:41 ]
Post subject: 

Það yrði verulega gaman að sjá það :lol:

*edit, svei mér ef ég man ekki eftir einhverjum með vídeóvél á lofti þarna 8)

Author:  JOGA [ Tue 30. May 2006 22:55 ]
Post subject: 

Endilega koma myndbandinu á netið...

Ég átti nú heima í Hafnarfirði á þessum tíma og var bara 10-11 ára en mig rámar í umboðið.

Voru þeir ekki líka með Renault?

Var kominn með vott að BMW dellu strax þá. Fékk svo þvílíka dellu fyrir 2002
bimmum stuttu seinna. Fékk meira að segja sendan lista með öllum 1502,1602 og 2002 á landinu og keypti mér Haynes manual um þá.

(Þeim fannst mjög skondið í umferðarstofu/Skráningarstofunni þegar að einhver gutti hringdi og bað um þennan lista)

Svo byrjaði ég að hringja og ég man að það endaði með því að ég fann station bíl á Akureyri.

Það var kona sem átti bílinn og hún vildi endilega leyfa mér að fá hann. Ég man að ég var að gera pabba óðan.

En það gekk ekki alveg :lol:

Spurning um hvað varð af þessum bíl? Væri gaman að sjá einn flottan station...

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/