bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Rvk löggan með laser?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=15785
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Sun 28. May 2006 22:50 ]
Post subject:  Rvk löggan með laser?

Sá tvær mótorhjólalöggur að mæla með græju sem þeir héldu á á Sæbraut nýlega. Svo í gær voru löggur að mæla í Ártúnsbrekku á staðnum var bíll og mótorhjól og þeir voru með græjuna fyrir utan bílinn. Mælimerkið fór því ekki í gegnum rúðu. Í bæði skiptin var þurrt veður úti og góð birta. Var í hvorugt skiptið með radarvara þannig ég veit ekki hvaða mælitæki þeir voru að nota.
Í síðaraskiptið þá hélt ég að þeir væru að taka mig og var búinn að stoppa þegar hann benti mér að fara í burtu. Ekkert smá sem mér létti því ég var á leiðinni í próf og var á svona 120km hraða þegar ég sá þá og var að skella á mig beltinu, alveg í ruglinu bara og svona mátulega seinn í prófið.... :roll:
En þessir laserar eru algjör dauði því maður fær ekki neitt merki um þessar mælingar. Eina sem ég hef séð gegn þessu laser-scrambler, græja sem sendir út merki og brenglar þeirra mælingu án þess að brjóta fjarskiptalög!!

Author:  Litli_Jón [ Sun 28. May 2006 23:54 ]
Post subject: 

ja þessir radarar ná að læsa á þig úr broti á sek.... og einginn radarvari dugir á þetta... han byrjar samnt að væla og öskra þegar bláu ljósin kvikna

og svo er maður búinn að heyra mismunandi sögur af þessum scramblerum þetta virkar ekkert á nýja laserinn....

www.radartest.com

Author:  Aron Andrew [ Sun 28. May 2006 23:54 ]
Post subject: 

Þeir hafa verið svolítið mikið með þennan laser undanfarið, en eg hef tekið eftir því að það er alltaf í björtu, þurru og góðu skyggni.

Author:  Fjarki [ Sun 28. May 2006 23:55 ]
Post subject: 

já mikið rétt, alltaf bara í mjög góðu veðri, núna seinast í kvöld á Gullinbrú

Author:  Epicurean [ Sun 28. May 2006 23:59 ]
Post subject: 

Aron Andrew wrote:
Þeir hafa verið svolítið mikið með þennan laser undanfarið, en eg hef tekið eftir því að það er alltaf í björtu, þurru og góðu skyggni.


Ekki hægt að nota laser í rigningu og ekki hægt að skjóta í gegnum rúðu.

Author:  Stanky [ Mon 29. May 2006 01:15 ]
Post subject: 

Minn radarvari pikkar upp laser.... lenti í því að það kom LASER og ótrúleg óhljóð!

Author:  Bjarki [ Mon 29. May 2006 01:16 ]
Post subject: 

Epicurean wrote:
Ekki hægt að nota laser í rigningu og ekki hægt að skjóta í gegnum rúðu.


nope, ég var tekinn svona í DK með laser, þá var líka gott veður og þeir voru uppi á brú yfir hraðbrautina!
Þetta er getur verið dýrt spaug.

Author:  @li e30 [ Mon 29. May 2006 02:19 ]
Post subject: 

Pabbi var tekinn á bílnum mínum í Ártúnsbrekkunni um daginn .. radarvarinn tók við sér og pabbi bremsaði um leið .. þegar löggan stoppaði hann fór hann að gera athugasemd við ljósin, að þau mættu ekki vera svona blá (er með Xenon 9000).. Bíllinn var nýkominn úr skoðun svo það var allt í besta lagi með það. en það virðist vera sem ljósin hafi eitthvað ruglað mælinguna því pabbi hélt að hann hafi verið á meiri hraða en þeir tóku hann á.

Author:  Bjarki [ Mon 29. May 2006 02:39 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Minn radarvari pikkar upp laser.... lenti í því að það kom LASER og ótrúleg óhljóð!


Minn tekur líka laser en það dugir ekki neitt við þessu dæmi

http://www.beltronicspro.com/rx65.html

Stendur í öllum prófunum og umfjöllunum og mín reynsla er líka sú að þetta getur mjög ólíklega bjargað manni frá laser skoti. A.m.k. ef sá sem notar laser'inn kann á græjuna.

Author:  nitro [ Mon 29. May 2006 11:31 ]
Post subject: 

Þetta á víst að virka vel á laserinn, mikið talað um þetta í fjölmiðlum í sviþjóð hvað löggan gæti ekkert gert og svona.

Standard radar ruglari er ólöglegur því hann sendir út bylgjur á tiðnum sem óbreyttir borgarar mega ekki nota, en hinsvegar laser "jammer" eða scrambler sendir út ljósbylgjur sem er ekki geng lögum. (mér vitandi, enda erfitt að banna dioður).

En þetta virkar á mjög sniðugan hátt. Skynjari við númmeraplötu (þar sem löggan miðar laserinn) sem nemur þegar löggan skýtur á bilin og kveikir þá á dioðunum sem truflar byssuna hjá löggunni og litið tæki sem er tengt inni bil vælir, og gefur þér svona 5 sec til að hægja á þér og slekkur þá á sér til að leyfa löggunni að mæla þig á löglegum hraða svo hún geti ekki verið viss um að þú sért með svona tæki.

Þetta er lika gert til að spara IR (infrared) dioðurnar sem brenna fljótt út ef þær eru alltaf í gangi.

Annars eru þessar byssur hjá löggunni ekki laser heldur infrared. (i think)


http://www.blinder.dk/

Author:  Geirinn [ Mon 29. May 2006 14:03 ]
Post subject: 

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=15107&highlight=laser

Held að manni yrði skullfuckað ef maður væri tekinn með svona.

Engu síður svakalega kúl ef þetta virkar.

Author:  nitro [ Mon 29. May 2006 14:32 ]
Post subject: 

ég veit að sænska löggan tekur þetta af fólki og sektar man um 20þús ef þeir geta sannað að þú sért með þetta í bilnum. Las viðtal við einhver rikan gæja sem keyrir á porsche að hann geti keyrt eins og hann vill og þarf bara að kaupa nýtt svona tæki en missir aldrei prófið...

Author:  nitro [ Mon 29. May 2006 14:52 ]
Post subject: 

Svo er spurning með að fá svona : Veil Anti Laser Stealth Coating, sett yfir ljósin og númmera plötu, sem dregur úr hæfni LIDAR byssu löggunar um 50%. litið hægt að banna þetta...

En þú þarft samt helst að hafa nýjasta Beltronics eða Escort radar varan sem skynjar laser vel til að þetta virki eitthvað ef þú tekur ekki eftir löggunni sjálfur.

Spurning um að taka sig nokkrir saman og panta einhvern slatta og gera svo alla bmw á landinu StealthBMW ;)
Veil will treat up to 5-6 vehicles or one vehicle 5-6 times equating to less than $20 per vehicle.

VEIL is a laser absorbent stealth paint whose purpose is to hamper LIDAR's ability to obtain a speed reading, at a typical targeting distance of 800-1300 feet (240m-400m). Reductions of the effective targeting range can exceed 50% or 700 feet (210m). That equates to about 7 seconds of reaction time at 70mph (120kph) and about 10 seconds at 50mph (85kph), allowing those VEILed more time to slow down.



Image

http://www.radarbusters.com/products/coatings/veil.asp

Author:  arnibjorn [ Mon 29. May 2006 14:55 ]
Post subject: 

Allt þetta radarvara og laservara crap er svo mikið vesen! Keyra bara á löglegum hraða strákar! :lol:

Author:  ValliFudd [ Mon 29. May 2006 15:13 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Allt þetta radarvara og laservara crap er svo mikið vesen! Keyra bara á löglegum hraða strákar! :lol:



now where's the fun in that :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/