bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
e34 535 vs 530 v8? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=15780 |
Page 1 of 3 |
Author: | zneb [ Sun 28. May 2006 19:06 ] |
Post subject: | e34 535 vs 530 v8? |
Sælir, veit ekkert hvar ég á að setja þetta en allavega... ...núna stefnir allt í að maður taki einn eðalvagninn inn til landsins en ég er ekki alveg viss hvað ég á að taka. Eftir miklar pælingar er þetta niðurstaðan, semsagt e34 535/530 v8, beinskiptir að sjálfsögðu. Þannig að ég spyr, hvor heillar ykkur meira og af hverju? Gamla m30 sleggjan heillar mig fyrir það hvað hún er rómuð og skemmtileg, alvöru mótor, mjög "mekanísk". Endist mjög vel með réttu viðhaldi og er einföld. Nokkuð auðvelt að redda varahlutum. m60 þykir víst líka mjög góð skilst mér og á að vera skemmtileg, meira tog og náttúrulega v8, reyndar spurning hvort menn líta á það sem kost eða galla. Maður er líklega að taka aðeins meiri séns með henni, ef einhvað klikkar þá verður það væntanlega MJÖG dýrt? Hendi hérna inn smá könnun ![]() |
Author: | gunnar [ Sun 28. May 2006 19:54 ] |
Post subject: | |
M60 klárlega.. |
Author: | Einsii [ Sun 28. May 2006 19:56 ] |
Post subject: | |
M30 Klárlega. |
Author: | gunnar [ Sun 28. May 2006 20:00 ] |
Post subject: | |
Einsii wrote: M30 Klárlega.
Gleymdir einum punkt.. M30 Klárlega.., svona þá erum við alveg gjörsamlega ósammála ![]() |
Author: | Geirinn [ Sun 28. May 2006 20:01 ] |
Post subject: | |
Hvernig væri að fá rök ? ![]() |
Author: | íbbi_ [ Sun 28. May 2006 20:23 ] |
Post subject: | |
ég hef mesta reynslu af akkurat þessum tveimur mótorum í þeim bimmum sem ég hef átt eða verið innanum. m30 mótorinn er miklu eldri mótor, eyðir meira, ódýrari í viðhaldi, virkilega skemmtilegur mótor samt, mér finnst 3.5l m30 vinna betur en 3.0l m60, munar þá sérstaklega um togið, þegar þú ert kominn á v8 bíl ertu kominn á mikið nýrri bíl, og ef ég ætti að velja tækji ég v8 bílin, nýrri tæknilegri og margt flr, kom líka smá facelift á bílana með mótorskiptunum, |
Author: | Steinieini [ Sun 28. May 2006 20:38 ] |
Post subject: | |
Soldið lélegt að hafa ekki samanburð og vera að predika eitthvað...eins og ég ![]() ![]() |
Author: | IvanAnders [ Sun 28. May 2006 21:35 ] |
Post subject: | |
530 V8! |
Author: | Hannsi [ Sun 28. May 2006 21:48 ] |
Post subject: | |
535i all the way ![]() |
Author: | Djofullinn [ Sun 28. May 2006 21:54 ] |
Post subject: | |
En ef þú ert að spá í M60, afhverju ekki 540 þá? Enda þeir ekki hvort eð er í svipuðum upphæðum komnir til landsins? |
Author: | Bjarkih [ Sun 28. May 2006 21:55 ] |
Post subject: | |
Ég kaus 540 ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Bjarki [ Sun 28. May 2006 22:42 ] |
Post subject: | |
Hann er að tala um beinskiptan 530i m60, það hljóta að vera nokkuð skemmtilegir bílar. e34 komu aldrei með 3,5l m60 vél þannig valið stendur á milli m30 eða m60. Gætir náttúrlega keypt þér 540iA e34 og svo m60 5gíra kassa, flywheel, kúpplingu, skiptistöng, skiptiarm, kúpplingspedala, þræl og pressu. Þá ertu kominn með mjög skemmtilegan bíl og átt eitt stykki m60 skiptingu til sölu. m60 5g kassa því þeir eru miklu ódýrari heldur en 6gíra kassarnir og kaupa 540iA bíl og standa í öllu þessu veseni því 540i 6gíra eru svo dýrir og lítið til af þeim. ![]() |
Author: | Jón Ragnar [ Sun 28. May 2006 23:16 ] |
Post subject: | |
530i er örugglega skemmtilegur bíll.. En 535i er ALGJÖR SNILLD ![]() Væri til í að testa 530 samt |
Author: | Bjarki [ Sun 28. May 2006 23:24 ] |
Post subject: | |
Jón Ragnar wrote: Væri til í að testa 530 samt
sammála þar hef ekki prófað 530i bara heyrt og lesið hvað Skúli segir um sinn 730i e32. |
Author: | Bjarkih [ Sun 28. May 2006 23:39 ] |
Post subject: | |
Bjarki wrote: Hann er að tala um beinskiptan 530i m60, það hljóta að vera nokkuð skemmtilegir bílar. e34 komu aldrei með 3,5l m60 vél þannig valið stendur á milli m30 eða m60.
Gætir náttúrlega keypt þér 540iA e34 og svo m60 5gíra kassa, flywheel, kúpplingu, skiptistöng, skiptiarm, kúpplingspedala, þræl og pressu. Þá ertu kominn með mjög skemmtilegan bíl og átt eitt stykki m60 skiptingu til sölu. m60 5g kassa því þeir eru miklu ódýrari heldur en 6gíra kassarnir og kaupa 540iA bíl og standa í öllu þessu veseni því 540i 6gíra eru svo dýrir og lítið til af þeim. ![]() Það er líka þannig lagað séð ekkert mikið að gera með 6. gírinn hérna á Íslandi. Ágætis sparnaðargír á langkeyrslu að vísu, hann er á eitthvað um 1700 rpm á svona 95-100 mynnir mig. |
Page 1 of 3 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |