bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Eurovision - Silvía Nótt
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=15605
Page 1 of 3

Author:  bimmer [ Tue 16. May 2006 23:31 ]
Post subject:  Eurovision - Silvía Nótt

Jæja, styttist í þetta árlega helv. :)

Hverju spáið þið um árangur Íslands?

Ég ætla að skjóta á 4. sæti.

Author:  Henbjon [ Tue 16. May 2006 23:38 ]
Post subject: 

"The vote is in, I fucking win"

Ég held ég skjóti bara á fyrsta sætið. Frekar óraunhæft en samt, ef allir fatta djókið með þennan karakter, og geta hlegið að þessu eigum við meiri líkur. Jafnvel fólk sem hatar þessa keppni mun kannski kjósa útaf sílvíu sem er í raun að gera grín af keppninni. Ef allt þetta gerist gætum við alveg náð í 1 sæti. En nokkrum sætum neðar er aðeins raunhæfara.

Ég hef allavega ástæðu til að horfa á Eurovision þetta árið.

Current líkur fyrir því að Ísland vinni eru:
16 - 1

Hér er hægt að fylgjast með spá landanna

Author:  Geirinn [ Tue 16. May 2006 23:38 ]
Post subject: 

Ég segi fimmta sæti.

Author:  arnibjorn [ Tue 16. May 2006 23:40 ]
Post subject: 

Ég gerði mjög óraunhæfur og valdi fyrsta sætið því mig langar að sjá hana vinna!!

Hins vegar ef ég er raunhæfur þá er ég ekki einu sinni viss um að hún komist í aðalkeppnina.. :roll:

Author:  pallorri [ Tue 16. May 2006 23:41 ]
Post subject: 

Langar að vitna í hann Svessa

Svessi wrote:
Finnst þetta vera farið að hljóma dálítið eins og brandarinn sem var í fóstbræðrum, “Þú varst kíldur í magann” og allir eiga að brosa og hlægja á eftir.
Nú finnst mér bara búið að kíla mig svo oft í magann að mig er farið að verkja svo mikið að ég er hættur að brosa þegar eitthvað nýtt gerist í kringum hana og jafnvel orðinn frekar pirraður stundum.


Vona að Silvía Nótt lendi í þremur neðstu sætunum til þess að hún fatti hversu bjánaleg hún er :x
Ég er ekkert bitur gaur, bara þoli þessa persónu ekki. Og ekki koma með að þetta sé bara karakter.

Kveðja ;)

Author:  Steini B [ Tue 16. May 2006 23:50 ]
Post subject: 

Hún kemst ekki einusinni úr forkeppninni.... :roll:

Author:  Lindemann [ Tue 16. May 2006 23:51 ]
Post subject: 

það er ekkert sem skiptir máli....hún er ekki þarna til að vinna, heldur til að hræra í liðinu.

auðvitað væri það bara snilld ef hún myndi vinna, en mér er svosem sama. Vona bara að hún komist í aðalkeppnina og þá er ég sáttur.

Author:  mattiorn [ Wed 17. May 2006 00:05 ]
Post subject: 

Fínt að senda svona ruglukolla í þessa keppni, Silvía For The Win!!!!

Author:  bjahja [ Wed 17. May 2006 08:59 ]
Post subject: 

Hún dansaði heillengi á línunni við að vera of óviðeigandi, það var fyndið.
En mér finnst þetta bara 0 fyndið lengur, þegar því var lofað að hún myndi árita á esso og mætti síðan ekki og fullt af litlum krökkum voru mættir þarna. Ekki fyndið lengur að mínu mati.

Held að hún komist ekki áfram

Author:  Einarsss [ Wed 17. May 2006 09:10 ]
Post subject: 

ég verð feginn þegar allt þetta Silvíu Nótt æði er liðið hjá .. orðið þreytt og karakterinn orðinn einum of ýktur... var það nógu mikið fyrir en þetta er komið útí vitleysu ;)

Author:  Erica [ Wed 17. May 2006 10:03 ]
Post subject: 

finnst þetta engan vegin fyndið lengur..

Sjáið það að meðlimir Ske eru búin að gefast upp á því að bíða eftir henni og segja bara að Ágústa Eva sé horfin af yfirborði jarðar og réðu inn Höskuld úr Quarashi..crap hét hann það ekki annars?

og ein stæðsta aðdáenda síða hennar er búin að loka til að mótmæla hennar hegðun upp á síðkastið..

Þetta uppátæki upp á Essó er bara henni til skammar og ætla ég að vona að þegar hún kemur aftur á klakann verður þetta gleymdur karekter..

Margir líka sem halda því fram að hún sé búin að gera okkur öll að fíflum þarna úti...

svo ég vona að hún komist ekki áfram annað kvöld

Author:  Einsii [ Wed 17. May 2006 10:41 ]
Post subject: 

Fyrsta.. og í frammhaldi skammast samband evrópskra sjónvarpsstöðva sín svo mikið að þeir hætta þessari vitleysu! :D

Author:  Einsii [ Wed 17. May 2006 10:46 ]
Post subject: 

Niðurstaðan einsog er, er svo lýsandi fyrir love/hate dæmið sem er í gangi með þessa persónu.. það er næstum enginn millivegur :)

Author:  JOGA [ Wed 17. May 2006 11:47 ]
Post subject: 

Ég er alveg kominn með nóg af þessari „fígúru” en verð að hrósa þeim fyrir frábært gróða brall.

Spáið í því:

Hvað eru margir sem horfa á Eurovision?

Segjum slatti ...

Silvía hegðar sér eins og fífl og hneykslar allar. Það verður skrifað um hana í blöðin og fólk tekur eftir.

Hún er búinn að útbúa CD og bók (sem er á ensku er það ekki?).

Segjum að 100.000 manns ákveði að þetta sé fyndið og kaupi bókina. Til að hafa þetta einfalt segjum að hver bók/CD kosti 1000kr.

100.000 x 1000 = 100.000.000

Sem sagt 100 milljónir fyrir það að láta eins og fífl. Ég er ekki frá því að henni takist þetta.

Og ég spái því að hún væri glöð og ánægð (Ágústa og co) ef Silvía yrði rekin úr keppni og fái þar með enn meiri umfjöllun.

Þess vegna spái ég því að hún eigi eftir að leggja sig alla fram við að hneyksla í þessari keppni sinni.

Author:  fart [ Wed 17. May 2006 11:57 ]
Post subject: 

5. sæti, ef hún kemst áfram.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/