bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hraðamyndavélar að aukast :) https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=15502 |
Page 1 of 4 |
Author: | ValliFudd [ Thu 11. May 2006 18:00 ] |
Post subject: | Hraðamyndavélar að aukast :) |
http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1200982 skemmtileg stafsetningarvilla undir myndinni, var smá stund að átta mig á orðinu hehe.. Quote: Til stendur að setja fastar hraðamyndavélar á hraðastursstöðum í Reykjavík.
|
Author: | Geirinn [ Thu 11. May 2006 18:05 ] |
Post subject: | |
Beið eftir þessu. Þetta hefur verið sett upp á mörgum stöðum í Evrópu og það er þvílíkt leiðinlegt hvað maður endar alltaf í halarófu við svona aðstæður. Skiljanlegt en leiðinlegt. |
Author: | Ketill Gauti [ Thu 11. May 2006 18:07 ] |
Post subject: | |
Fólk lærir nú á þetta með tímanum og fer að hægja á sér þar sem myndavélarnar eru. En persónulega finnst mér þetta bara gott mál að það eigi að setja upp þessar myndavélar ![]() |
Author: | bimmer [ Thu 11. May 2006 18:12 ] |
Post subject: | |
Hraðaksturinn flyst bara á aðra staði þar sem aðstæður eru jafnvel verri ![]() |
Author: | IceDev [ Thu 11. May 2006 18:13 ] |
Post subject: | |
Foj, að setja svona upp og það er ekki einusinni til braut...slappt! |
Author: | arnibjorn [ Thu 11. May 2006 18:20 ] |
Post subject: | |
Með tímanum verður þetta eins og þetta er núna í hvalfjarðagöngunum, þeir sem þekkja á myndavélarnar bruna í áttina að vélunum, negla niður og brunar svo aftur af stað... svona gengur þetta alla leiðina þar sem að myndavélar eru. Svona verður þetta síðan og á örugglega bara eftir að skapa meiri hættu þar sem að brjálaðingarnir negla niður þar sem myndavélarnar eru staðsettar ![]() Edit: vonum samt að þetta verði ekki raunin ![]() |
Author: | bjahja [ Thu 11. May 2006 18:35 ] |
Post subject: | |
Já, af því þetta virkaði svo vel í bretlandi..............asnar |
Author: | Geirinn [ Thu 11. May 2006 18:46 ] |
Post subject: | |
Er ekki nóg að vera með 1stk radarvara sem minnir mann á svona ? Þá ætti maður að geta bremsað og gefið í á réttum tímum. Get ekki séð að þetta sé einhver undralausn... það þarf þá haug af staurum til að halda umferðinni alveg niðri. En maður ætti þá að geta verið viss um að þar sem staurarnir eru er engin lögregla þannig maður ætti safely að geta talað í símann, keyrt með þokuljósin og verið með annan skæting þar sem staurarnir eru..... neeema maður gleymi sér. Æji veit ekki með þetta. |
Author: | Fjarki [ Thu 11. May 2006 19:39 ] |
Post subject: | |
Held að maður fari nú bara að taka frammmmmm gammla góða reiðhjólið eða stilla cruisið á 50 og keyra svoleiðis um höfuðborgina. |
Author: | Schulii [ Thu 11. May 2006 19:51 ] |
Post subject: | |
Mér finnst bara að allt sem stuðlar að auknu öryggi í umferðinni sé af hinu góða. Það er ekki verið að fara fram á að maður keyri eins og líkbíll. Þessar myndavélar byrja að sekta þegar maður er kominn í 85km hraða þar sem er 60km hámarkshraði og þá væntanlega 105 þar sem er 80 eins og í Ártúnshöfðanum. Held að ég hafi ekkert að gera við að keyra hraðar innanbæjar eins og umferðin er orðin þétt og hættuleg. |
Author: | Ketill Gauti [ Thu 11. May 2006 20:00 ] |
Post subject: | |
Myndavélarnar taka mynd þegar maður er kominn í 82 km/klst í hvalfjarðargöngunum. Þannig að það er ekki alveg + 15 km/klst |
Author: | Jss [ Thu 11. May 2006 20:34 ] |
Post subject: | |
bjahja wrote: Já, af því þetta virkaði svo vel í bretlandi..............asnar
Geri ráð fyrir að þetta sé sagt í kaldhæðni. ![]() Rosalega misjafnar niðurstöður sem komið hafa útúr könnunum á þessu í Bretlandi. Dauðaslysum sagt fjölga í nokkrum sem og öðrum slysum en sagt hafa fjölgað eða staðið í stað í öðrum (útgefnum af lögreglunni í Bretlandi). |
Author: | siggir [ Thu 11. May 2006 20:48 ] |
Post subject: | |
Jss wrote: bjahja wrote: Já, af því þetta virkaði svo vel í bretlandi..............asnar Geri ráð fyrir að þetta sé sagt í kaldhæðni. ![]() Rosalega misjafnar niðurstöður sem komið hafa útúr könnunum á þessu í Bretlandi. Dauðaslysum sagt fjölga í nokkrum sem og öðrum slysum en sagt hafa fjölgað eða staðið í stað í öðrum (útgefnum af lögreglunni í Bretlandi). Þetta er greinilega sagt í kaldhæðni. Jeremy Clarkson talaði eitthvað um þetta. Banaslysum fjölgaði víst í einhverju skíri þar sem þetta er mikið notað. "The only place people are looking is on the speedo and in to bushes." |
Author: | bebecar [ Thu 11. May 2006 20:48 ] |
Post subject: | |
Allt sem eykur umferðaröryggi er af hinu góða. Hinsvegar bendir flest til þess að myndavélar í þéttbýli geri bara hið gagnstæða. Gangandi vegfarendur og aðrir vegfarendur verða kærulausari þar sem hámarkshraði er of lágur, margir stóla á myndavélarnar og það hefur valdið aukinni slysatíðni víða í UK. Ég hugsa samt að þetta virki á Sæbrautinni. |
Author: | bjahja [ Thu 11. May 2006 21:15 ] |
Post subject: | |
Já þetta var að sjálfsögðu kaldhæðni ![]() Sá það eftirá hvernig þetta gat hljómað. Ég var að meina að stjórnvöldin væru asnar ekki þið ![]() ![]() ![]() |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |