| bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ | |
| bílaleigubílar í Evrópu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=15239 | Page 1 of 1 | 
| Author: | gunnar [ Thu 27. Apr 2006 23:31 ] | 
| Post subject: | bílaleigubílar í Evrópu | 
| vitið þið hvað maður þarf að vera gamall til að geta leigt sér bílaleigubíl í Evrópu? það stendur ekkert um það á Hertz eða Avis.. | |
| Author: | Geirinn [ Thu 27. Apr 2006 23:49 ] | 
| Post subject: | |
| Á Íslandi eru reglurnar svona: Leigutaki/ökumaður fólksbíls þarf að vera orðin 20 ára og hafa haft ökuskírteini minnst 1 ár. Leigutaki/ökumaður jeppa þarf að vera orðin 23 ára og hafa haft ökuskírteini minnst 1 ár. Leigutaki/ökumaður lúxusbíla þarf að vera orðinn 29 ára og hafa haft ökuskírteini minnst 1 ár. Leigutaki/ökumaður bíla sem taka fleiri en 8 farþega eða eru meira en 3,5 tonn að heildar þyngd þarf að hafa öðlast ökuréttindi fyrir 1.mars 1988 eða hafa meirapróf / rútupróf til þess að mega aka slíkum bíl. Það sem ég fann um útlönd er þetta: >> Hertz Írland Minimum Age 23/24 
 25 Years 
 30 Years + 
 Maximum Age 79 years. >> Avis Bretland Age 
 Googla bara 'nafn á fyrirtæki terms' .. virðist vera mismunandi miðað við lönd. | |
| Author: | Gunni [ Fri 28. Apr 2006 11:17 ] | 
| Post subject: | |
| Gilda ekki svipaðar reglur hjá bílaleigum í Evrópu og Bandaríkjunum ? Í Bandaríkjunum þarf almennt að vera orðinn 25 ára, en ef þú ert yngri geturðu samt leigt bíl, þarf bara að borga hærra gjald. | |
| Author: | Stanky [ Fri 28. Apr 2006 11:18 ] | 
| Post subject: | |
| Gunni wrote: Gilda ekki svipaðar reglur hjá bílaleigum í Evrópu og Bandaríkjunum ? Í Bandaríkjunum þarf almennt að vera orðinn 25 ára, en ef þú ert yngri geturðu samt leigt bíl, þarf bara að borga hærra gjald. Var á florida um jólin og foreldrarnir ætluðu að skrá mig sem ökumann líka. En ég var ekki orðinn 25 ára, og kostaði því töluvert meira að skrá mig sem með-ökumann. Man ekki nákvæmlega verðið, en það var alveg öruglega tvöfallt verð, að mig minnir best. | |
| Author: | Bjarki [ Fri 28. Apr 2006 13:32 ] | 
| Post subject: | |
| Tékkaðu www.sixt.com hægt að taka minnstu bílana þar 18 ára, var a.m.k. þannig. | |
| Page 1 of 1 | All times are UTC | 
| Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ | |