bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Að vera með bíl á erlendum númerum á Íslandi?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=15229
Page 1 of 1

Author:  Djofullinn [ Thu 27. Apr 2006 14:47 ]
Post subject:  Að vera með bíl á erlendum númerum á Íslandi?

Eru einhverjar reglur eða lög í sambandi við að vera með bíla á erlendum númerum á íslandi?
Eru einhver hámarkstími sem bíllinn má vera hérlendis í einu?
Þarf að fá eitthvað sér leyfi?
Er bíllinn alveg löglegur á íslenskum götum? (þ.e.a.s ef hann væri með fulla skoðun erlendis frá)

Þá er ég að miða við að eigandi sé búsettur erlendis.

Author:  drolezi [ Thu 27. Apr 2006 16:26 ]
Post subject: 

Bifreiðin þarf að vera tryggð. T.d. með alþjóðlegt tryggingaskírteini.

Author:  Djofullinn [ Thu 27. Apr 2006 16:49 ]
Post subject: 

drolezi wrote:
Bifreiðin þarf að vera tryggð. T.d. með alþjóðlegt tryggingaskírteini.
S.s ekki nóg að hún sé á tryggingum í því landi sem hún er skráð?
Þarf s.s auka alþjóðlega tryggingu?
Vita menn eitthvað hvað slíkt myndi kosta í þýskalandi? Eða í öðrum löndum til þess að fá einhverja hugmynd.
En er það ekki rétt hjá mér að ef þú ert með bíl á íslenskum númerum þá ert þú tryggður erlendis?

Author:  Thrullerinn [ Thu 27. Apr 2006 18:02 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
drolezi wrote:
Bifreiðin þarf að vera tryggð. T.d. með alþjóðlegt tryggingaskírteini.
S.s ekki nóg að hún sé á tryggingum í því landi sem hún er skráð?
Þarf s.s auka alþjóðlega tryggingu?
Vita menn eitthvað hvað slíkt myndi kosta í þýskalandi? Eða í öðrum löndum til þess að fá einhverja hugmynd.
En er það ekki rétt hjá mér að ef þú ert með bíl á íslenskum númerum þá ert þú tryggður erlendis?


Tryggingar á Íslandi eru ekki háar miðað við önnur lönd, ef þú ert með
"grænt kort" frá viðkomandi tryggingafélagi(hvort sem það er innlent eða
erlent) þá ætti allt að vera í góðu lagi..

Spurning um að tjékka bara á tryggingafélögunum..

Einnig er "hert" eftirlit á bílum á erlendum númerum hér.. Minnir endilega
að ég hafi lesið grein í mbl. fyrir hálfu ári eða svo þess efnis að fólk hefði
verið að nota erlenda bifreið til einkanota eða eitthvað álíka. Man ekki
alveg.... :roll:

Author:  Bjarkih [ Thu 27. Apr 2006 18:04 ]
Post subject: 

Það eina sem þú þarft er að spyrja tryggingafélagið hvort að Ísland sé ekki í góðu lagi, flest félög á EES svæðinu ættu að vera í góðu lagi. Ég spurði mitt félag nú um daginn og þetta var np. Varði aksturstíma á Íslandi þá færðu tímabundið akstursleyfi þega bíllinn kemur til landsins, þarft að vera með ljótann límmiða í framrúðunni. Eftir mánuð þarf að framlengja það hjá sýslumanni, nauðsynlegt að geyma miðann sem maður fær þegar bíllinn fær leyfið í byrjun. Ég held að þú getir verið í allt að 6 mánuði á svona tímabundnu.

Author:  Spiderman [ Thu 27. Apr 2006 19:53 ]
Post subject: 

Benni seldi nú 911 Targa bíl sem var hér allavega tvö sumur á erlendum númerum eða tollnúmerum áður en hann var skráður á íslensk númer. Eigandinn hefur sparað sér helling í vörugjöld og vsk, þar sem nývirðið hlýtur að vera niðurfært við útreikning á þessu :!:

Author:  Alpina [ Thu 27. Apr 2006 23:26 ]
Post subject: 

Íslendingur fær ,,,,,,,,,,,,,,,,,EKKI,,,,,,,,,,,,,, leyfi til að aka á erlendum plötum nema að vera með búsetu erlendis,,(((((skráða)))) eða að maki viðkomandi sé skráður erlendis


þetta gildir um ,,,akstursleyfi..

ekki að fá að prófa bíl á erlendum plötum

Author:  gstuning [ Thu 27. Apr 2006 23:50 ]
Post subject: 

Alpina wrote:
Íslendingur fær ,,,,,,,,,,,,,,,,,EKKI,,,,,,,,,,,,,, leyfi til að aka á erlendum plötum nema að vera með búsetu erlendis,,(((((skráða)))) eða að maki viðkomandi sé skráður erlendis


þetta gildir um ,,,akstursleyfi..

ekki að fá að prófa bíl á erlendum plötum


hundleiðinlegar reglur :)

Author:  Bjarkih [ Fri 28. Apr 2006 14:19 ]
Post subject: 

Svo stendur í reglunum sem fylgdu með akstursleifinu þegar ég kom til landsins að það megi ekki lána bílinn.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/