bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Kastljós
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=15194
Page 1 of 4

Author:  arnibjorn [ Tue 25. Apr 2006 19:42 ]
Post subject:  Kastljós

Eruð þið að horfa á þetta núna á stöð 1?

Author:  bjahja [ Tue 25. Apr 2006 19:48 ]
Post subject: 

Missti af byrjuninni, sá þegar þau voru að tala um að vantaði æfingarbraut og nauðsynlega akstursíþróttarsvæði líka.
Var þetta um götukappakstur?

Author:  arnibjorn [ Tue 25. Apr 2006 19:51 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Missti af byrjuninni, sá þegar þau voru að tala um að vantaði æfingarbraut og nauðsynlega akstursíþróttarsvæði líka.
Var þetta um götukappakstur?


Aðallega bara hraðaakstur og jú götukappakstur var líka mikið talað um þarna :?

En þetta virðist nú stefna í rétt átt núna með þessu ökugerði og talað var um að aksturbraut fyrir menn sem vilja stunda þetta sé algjörlega nauðsynleg.

Svo var líka verið að tala um að setja bílprófið í ákveðin þrep eins og þú megir ekki keyra ákeðið kraftmiklum bíl strax eftir bílpróf og slíkt.

Og líka talað um að herða afleiðingar vegna hraðaaksturs.

Author:  Arnarf [ Tue 25. Apr 2006 19:53 ]
Post subject: 

Hann var líka að benda á að einhversstaðar þyrfti maður að vera orðinn 20 ára til að keyra bíl með turbo..

Ætli það gildi bara um bensín bíla? Trúi ekki að það sé þá bannað dísel turbo bíla þá. Eru ekki allir nýlegir dísel bílar með turbo?

Author:  Geirinn [ Tue 25. Apr 2006 20:05 ]
Post subject: 

Já, margt þarna satt og margt þarna...... svona fullorðinshugsunarháttur sem maður veit nú aðeins meira um kannski.

Sko flestir held ég eru ekkert að standa bílinn sinn upp í 200+. Fyrir mitt leiti sækist ég mun meira eftir hröðun en hraða og það að eiga 200-300 hestafla bíl eins og þau töluðu um þýðir ekki endilega að ég standi bílinn þangað til hann þolir ekki meir.

Það sem er sjálfsagt hættulegast er þegar fólk keyrir um á einhverjum dollum sem þola ekkert, held þá að það sé skárra að vera á 200-300 hestafla bíl sem þolir þá einhvern árekstur. VANDAMÁLIÐ er samt að fólk er ekki endilega að drepa sjálft sig, heldur annað fólk og oft VINI sína.

OG hvað er málið. Vissi að þetta 'sorgardæmi' myndi misskiljast. Ég stóð allavega í þeirri trú að þeir sem tóku þátt í sorgarakstrinum væru meðal annars að benda á það að það vantaði akstursbraut fyrir þá sem þurfa útrás. Svo talaði löggimann um það að þeir sem hefðu m.a. mætt í sorgardæmið væru upp til hópa þeir sem stæðu í þessum hraðakstri. Veit að þetta er asnalega sagt hjá mér, gat ekki komið þessari klausu almennilega frá mér en ég tók ekki þátt í þessu m.a. vegna þess að ég vissi að ég væri algjör hræsnari ef ég myndi mæta.

Þetta er nú dáldið líka í höndum foreldra. Fyrir mitt leiti get ég sagt að það leið dágóður tími þar til ég fór að taka á 133 hestafla bílnum hennar mömmu og svo eru sjálfsagt aðrir hérna sem hafa farið beint upp í bílinn og 'slegið hraðamet vinar síns.'

Hvaða leiðir mynduð þið telja að væru bestar til að fá fólk til að bera virðingu fyrir skirteininu ?

Eins og löggimann sagði þá eru nýjir ökumenn m.a. í Bretlandi (og í Noregi) látnir keyra með L skilti á bílnum, annar staðar er bannað að hafa farþega og svo er líka til að það þurfi sérréttindi á turbo bíla.

Ég veit ekki hvort að þetta sé eitthvað sem einhver lætur stoppa sig. Hver er t.d. munurinn á 200-300 hestafla bíl með og án bínu ? Turbolagg.

Hins vegar má snefjan sem lét taka sig á ~200km/klst á 10unda degi eftir að hann fékk skirteinið éta skít.

Reyndar hugsa ég að það komi ekki útrásarbraut í bráð.... en hvað veit ég :roll:

Author:  Lindemann [ Tue 25. Apr 2006 20:41 ]
Post subject: 

Mig minnir að það hafi bara verið fréttakonan sem minntist á þetta með turbobílana.... Enda væri það bara byggt á fáfræði að ætla að takmarka bílprófið bara við túrbó bíla.

Það væri eins og að banna fólki að fá sér rauða bíla en það megi bara fá sér hvíta...............

Author:  _Halli_ [ Tue 25. Apr 2006 23:11 ]
Post subject: 

Einhvernveginn efast ég um að ef unglingum er bannað að keyra ákveðið kraftmikla bíla skili sér eins og þetta fólk vonast til...

Mjög oft sé ég unga krakka á 1400cc-2000cc bílum (Toyota Corolla, Nissan Almera, janvel Yaris) alveg í hvínandi botni þeysa um götur borgarinnar og bílinn skrikandi til jafnvel í minnstu beygjunum.

Þótt þeir séu nú ekki endilega komnir hættulega nálægt 200km/h þá er mun auðveldara að missa 1300kg fjölskyldubíl á 19 cm breiðum tuðrum út af veginum heldur en jafn þungan eða léttari "sportbíl" á 25cm+ breiðum low profile dekkjum sem oftar en ekki er "gerður" fyrir álíka aksturslag.

Ég er allavega smeykari að keyra við hliðina á töppum sem eru á fjölskyldubílnum með nokkra vini og vinkonur í bílnum og keyra í hvínandi útslætti heldur en "sportbílum" :roll:


En.. auðvitað er margt rétt í þessu hjá lögreglunni, maður má ekki hugsa bara um rassgatið á sjálfum sér í þessum málum.

Author:  bjahja [ Tue 25. Apr 2006 23:24 ]
Post subject: 

Þetta er mjög góður punktur hjá þér _Halli_ eins og bebecar sagði einusinni, yaris á 120 fer framúr m5 á 90.
Það var margt mega gott sem kom fram þarna og margt sem var spes, en gott að akstursbraut sé kominn í umfjöllun af alvöru :D

Author:  finnbogi [ Wed 26. Apr 2006 04:35 ]
Post subject: 

Lindemann wrote:
Mig minnir að það hafi bara verið fréttakonan sem minntist á þetta með turbobílana.... Enda væri það bara byggt á fáfræði að ætla að takmarka bílprófið bara við túrbó bíla.

Það væri eins og að banna fólki að fá sér rauða bíla en það megi bara fá sér hvíta...............


How women see cars :lol:
Image

Author:  Stanky [ Wed 26. Apr 2006 08:45 ]
Post subject: 

Fannst þessi umræða í raun út í hött.

Að vera skamma þá sem standa fyrir svona spyrnukvöldum, að vera færa sig á staði þar sem er engin umferð og þá sérstaklega engin gangandi umferð.

Svo sagði lögreglukallinn að það séu bílar að vakta svæðið fyrir lögreglu, held nú að þeir séu að vakta svæðið fyrir lögreglu og öðrum bílum.
Má líka horfa á jákvæðu hliðina af þessu, að þessir ákveðnu einstaklingar séu að hópa sig saman og gera þetta á afskektum stað.

Þessi akstursbraut verður líklega ekki fyrr en um 2010 eða 2012 eða eitthvað, ef maður þekkir þetta hyski rétt.

Það að banna fólki á ákveðnum aldri að keyra kraftmikla bíla er út í hött, það er eins og að banna fólki að pissa. Þetta er frjálst land, þar sem hver og einn getur og á að geta keypt hvað sem hann vill, með þvi jú að framfylgja lögum, en það á ekki að bitna á öllum, þó að svartir sauðir séu innan okkar og eru að nýta öll þessi 200-400 hestöfl, á öllum stöðum og alltaf.

Það varðar engum við, hvað minn bíll er kraftmikill og það er í mínum höndum að framfylgja hraðalögum, þó svo að maður sé á 500hp bíl eða 100hp bíl. Einn fjölskyldumeðlimur hérna á bæ, var tekinn 6 sinnum, á Toyotu Corollu 1600, safnaði öllum sínum punktum þar, fór svo á kraftmeiri bíl og hefur aldrei verð tekinn eftir það.

kv,
haukur

Author:  Daníel [ Wed 26. Apr 2006 10:14 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Fannst þessi umræða í raun út í hött.

Að vera skamma þá sem standa fyrir svona spyrnukvöldum, að vera færa sig á staði þar sem er engin umferð og þá sérstaklega engin gangandi umferð.

Svo sagði lögreglukallinn að það séu bílar að vakta svæðið fyrir lögreglu, held nú að þeir séu að vakta svæðið fyrir lögreglu og öðrum bílum.
Má líka horfa á jákvæðu hliðina af þessu, að þessir ákveðnu einstaklingar séu að hópa sig saman og gera þetta á afskektum stað.

Þessi akstursbraut verður líklega ekki fyrr en um 2010 eða 2012 eða eitthvað, ef maður þekkir þetta hyski rétt.

Það að banna fólki á ákveðnum aldri að keyra kraftmikla bíla er út í hött, það er eins og að banna fólki að pissa. Þetta er frjálst land, þar sem hver og einn getur og á að geta keypt hvað sem hann vill, með þvi jú að framfylgja lögum, en það á ekki að bitna á öllum, þó að svartir sauðir séu innan okkar og eru að nýta öll þessi 200-400 hestöfl, á öllum stöðum og alltaf.

Það varðar engum við, hvað minn bíll er kraftmikill og það er í mínum höndum að framfylgja hraðalögum, þó svo að maður sé á 500hp bíl eða 100hp bíl. Einn fjölskyldumeðlimur hérna á bæ, var tekinn 6 sinnum, á Toyotu Corollu 1600, safnaði öllum sínum punktum þar, fór svo á kraftmeiri bíl og hefur aldrei verð tekinn eftir það.

kv,
haukur


Þó að fólk sem stundar þetta sé að færa sig á afskekktan stað eða ekki breytir ekki þeirri staðreynd að þetta er bannað.

Nú veit ég ekki hvað er til í því sem löggimann er að segja, þ.e. að þetta sé gert með jafn skipulögðum hætti og hann segir, en það er samt satt sem bent hefur verið á að þegar einhverjir hópa sig saman til að gefa aðeins í að þá vil það vinda upp á sig.

Mér fannst mjög gott að sjá þessa umræðu og vona að þetta komi til með að knýja fram einhverjar breytingar.

Author:  Stanky [ Wed 26. Apr 2006 10:32 ]
Post subject: 

KLyX wrote:
Stanky wrote:
Fannst þessi umræða í raun út í hött.

Að vera skamma þá sem standa fyrir svona spyrnukvöldum, að vera færa sig á staði þar sem er engin umferð og þá sérstaklega engin gangandi umferð.

Svo sagði lögreglukallinn að það séu bílar að vakta svæðið fyrir lögreglu, held nú að þeir séu að vakta svæðið fyrir lögreglu og öðrum bílum.
Má líka horfa á jákvæðu hliðina af þessu, að þessir ákveðnu einstaklingar séu að hópa sig saman og gera þetta á afskektum stað.

Þessi akstursbraut verður líklega ekki fyrr en um 2010 eða 2012 eða eitthvað, ef maður þekkir þetta hyski rétt.

Það að banna fólki á ákveðnum aldri að keyra kraftmikla bíla er út í hött, það er eins og að banna fólki að pissa. Þetta er frjálst land, þar sem hver og einn getur og á að geta keypt hvað sem hann vill, með þvi jú að framfylgja lögum, en það á ekki að bitna á öllum, þó að svartir sauðir séu innan okkar og eru að nýta öll þessi 200-400 hestöfl, á öllum stöðum og alltaf.

Það varðar engum við, hvað minn bíll er kraftmikill og það er í mínum höndum að framfylgja hraðalögum, þó svo að maður sé á 500hp bíl eða 100hp bíl. Einn fjölskyldumeðlimur hérna á bæ, var tekinn 6 sinnum, á Toyotu Corollu 1600, safnaði öllum sínum punktum þar, fór svo á kraftmeiri bíl og hefur aldrei verð tekinn eftir það.

kv,
haukur


Þó að fólk sem stundar þetta sé að færa sig á afskekktan stað eða ekki breytir ekki þeirri staðreynd að þetta er bannað.

Nú veit ég ekki hvað er til í því sem löggimann er að segja, þ.e. að þetta sé gert með jafn skipulögðum hætti og hann segir, en það er samt satt sem bent hefur verið á að þegar einhverjir hópa sig saman til að gefa aðeins í að þá vil það vinda upp á sig.

Mér fannst mjög gott að sjá þessa umræðu og vona að þetta komi til með að knýja fram einhverjar breytingar.


Auðvitað er það ólöglegt! En við sjáum nú allir að það er mun betra, sem þýðir að þeim er ekki sama hvar þetta sé gert. :)

Author:  zazou [ Wed 26. Apr 2006 10:48 ]
Post subject: 

Arnarf wrote:
Hann var líka að benda á að einhversstaðar þyrfti maður að vera orðinn 20 ára til að keyra bíl með turbo..

Ætli það gildi bara um bensín bíla? Trúi ekki að það sé þá bannað dísel turbo bíla þá. Eru ekki allir nýlegir dísel bílar með turbo?

Ætli menn séu nú ekki með ákveðnar loftprezzur í huga þegar þeir sletta svona :lol:

Author:  Geirinn [ Wed 26. Apr 2006 12:41 ]
Post subject: 

Reyndar eru ákveðnir aðilar sem kaupa sér bíla með það eingöngu að markmiði að spyrna. Ekkert ride komfort, eyðir ógeðslega miklu og það þarf að smyrja þá á 5000km fresti . . . . . . . :roll: :D

Author:  IvanAnders [ Wed 26. Apr 2006 12:43 ]
Post subject: 

Ég er fylgjandi því að afltakmarkanir verði settar á unga ökumenn! Ég veit vel að maður getur keyrt 400hö bíl án þess að nota helminginn af þeim, en staðreyndin er sú að flestir kaupa 400hö bíl til þess að nota 400hö!

Það er bara bull að eins og ökukennsla er í dag, að þú getur sleppt æfingarakstri, farið í 16 ökutíma (margir komast upp með að fara í færri) Fara í bóklegt í viku, bóklegt próf, keyra svo í 40mín til að sanna að þú skiljir hvað stendur á skiltunum og að þú kunnir á stefnuljós, eftir það ferðu niðrá lögreglustöð og sækir bráðabirgðarskírteini og ferð svo að rúnta um á STi, sem að er hvað 4.9sek 0-100km/klst

Ég þakka fyrir að hafa ekki haft aðgang að öflugum bíl þegar að ég fékk prófið því að ég væri annað hvort dauður eða búinn að drepa einhvern!

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/