Sælir fann hérna gamla grein sem ég hafði látið frá mér en ekki verið birt
þannig að hér er hún í smá samantekt
FERRARI- Station 456 GTA ESTATE
Ferrari station.....hmmm nei þannig bíll er ekki til.. en jú svoleiðis bill fyrirfinnst og það fleiri en einn.
Þeir sem eru efnaðir eða ultra auðugir eins og i þessu tilviki vilja gjarnan eiga eitthvað sem aðrir eiga ekki möguleika á að eignast,, og þannig er það i þessu tilfelli,
heil sjö stykki voru framleidd að þessum ,,afar ,, sérstæða bíl og var grunnurinn 456 GT,, Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti snillingurinn Sergio Pininfarina að búa til ,,næstum ,, nýjan bíl. Bætt var við 2 hurðum og svo auðvitað afturhlera sem er það eina sem er ekki úr málmi,, heldur koltrefjum, Allir fletir bílsins eru Stansaðir úr málmi og var bíllinn lengdur á milli hjóla um heila 20 cm. Stytta þurfti framhurðirnar svo að glæsileg hönnun bílsins fengi að halda sér í hlutfalli við nýja útlitið
Byrjað var frá grunni eins og um nýjan bíl væri að ræða og kostaði herlegheitin heil ósköp, ekkert vandamál var með greiðslur þar sem greiðandin var Sóldán-embættið BRUNEI.
Þar á bæ eru menn ekki uppiskropa með skotsilfur enda á embættið án nokkurns vafa eitt mesta bílasafn veraldar með þvílíkt magn af sjaldgæfum bílum að menn sem eru vel kunnugir í bílaheiminum reka í rogastans er þeir sjá slíka
dýrðarsýn.
7 bílar voru framleiddir af þessum stórkostlega bíl en af einhverjum orsökum vildi hans hátign ekki nema 6 þegar framleiðslu lauk. Allir bílarnir voru í sama lit,Dökkgrænn með ljósgrænu leðri og sjálfskiptir, stýrið er hægra megin. Sjöundi og síðasti bíllinn var seldur til Englands og var ekki deilt um verðið á þeim bíl, enda eini bíllinn sinnar tegundar í veröldinni sem var ,,fræðilega til sölu. Enda ekki leiðinlegt að spóka sig um á þeim ,EINA, Talað er um að bíllinn sé tæplega 1.000.000 EURO virði enda sjaldgæfari en hvítur hrafn. Að öðrum Ferrari bílum ólöstuðum er þetta einn af merkilegstu bílum fyrirtækisins í sögunni og gæti fræðilega verið ,síðasti, special-build Ferrari bíllinn
sem þeir í Maranello láta frá sér fara
Sóldán embættið á einnig 4dyra úgáfu ásamt Cabrio í 456 útliti,, undirritaður hefur aldrei séð myndir af þeim bílum
Að mati undirritaðs er þetta einn flottasti Ferrari bíll allra tíma og er það einnig notagildi bílsins sem heillar.
Aðeins 288 GTO er ofar á listanum ásamt 250 GT0
Vélin í þessum sniðuga ,, verslunarvagni,, er sú sama og í 456 GT V 12 5474 ccm 442hö//550nm 1700 kg 0-100 5.5 sek hámarkshraði 290 km/klst,
Alveg í góðu lagi að fara í Kringluna á þessu
Sveinbjörn Hrafnsson
Vitnað er í bókina Legenden om FERRARI sem er eftir Danska bílablaðamanninn Christin Frost og er það gert með góðfúslegu leyfi af hans hálfu
_________________ Sv.H E30 CABRIO V12 M70B50 ///ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507 E34 550 V12 JML(OO[][]OO) http://alpina.123.is/pictures/Sabine Schmitz wrote: "Fear disturbs your concentration."
|