bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 17:05

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 01:51 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 18:17
Posts: 33023
Location: Ascari // Nürburgring
Sælir fann hérna gamla grein sem ég hafði látið frá mér en ekki verið birt
þannig að hér er hún í smá samantekt


FERRARI- Station 456 GTA ESTATE

Ferrari station.....hmmm nei þannig bíll er ekki til.. en jú svoleiðis bill fyrirfinnst og það fleiri en einn.
Þeir sem eru efnaðir eða ultra auðugir eins og i þessu tilviki vilja gjarnan eiga eitthvað sem aðrir eiga ekki möguleika á að eignast,, og þannig er það i þessu tilfelli,
heil sjö stykki voru framleidd að þessum ,,afar ,, sérstæða bíl og var grunnurinn 456 GT,, Til að þetta væri framkvæmanlegt þurfti snillingurinn Sergio Pininfarina að búa til ,,næstum ,, nýjan bíl. Bætt var við 2 hurðum og svo auðvitað afturhlera sem er það eina sem er ekki úr málmi,, heldur koltrefjum, Allir fletir bílsins eru Stansaðir úr málmi og var bíllinn lengdur á milli hjóla um heila 20 cm. Stytta þurfti framhurðirnar svo að glæsileg hönnun bílsins fengi að halda sér í hlutfalli við nýja útlitið
Byrjað var frá grunni eins og um nýjan bíl væri að ræða og kostaði herlegheitin heil ósköp, ekkert vandamál var með greiðslur þar sem greiðandin var Sóldán-embættið BRUNEI.
Þar á bæ eru menn ekki uppiskropa með skotsilfur enda á embættið án nokkurns vafa eitt mesta bílasafn veraldar með þvílíkt magn af sjaldgæfum bílum að menn sem eru vel kunnugir í bílaheiminum reka í rogastans er þeir sjá slíka
dýrðarsýn.
7 bílar voru framleiddir af þessum stórkostlega bíl en af einhverjum orsökum vildi hans hátign ekki nema 6 þegar framleiðslu lauk. Allir bílarnir voru í sama lit,Dökkgrænn með ljósgrænu leðri og sjálfskiptir, stýrið er hægra megin. Sjöundi og síðasti bíllinn var seldur til Englands og var ekki deilt um verðið á þeim bíl, enda eini bíllinn sinnar tegundar í veröldinni sem var ,,fræðilega til sölu. Enda ekki leiðinlegt að spóka sig um á þeim ,EINA, Talað er um að bíllinn sé tæplega 1.000.000 EURO virði enda sjaldgæfari en hvítur hrafn. Að öðrum Ferrari bílum ólöstuðum er þetta einn af merkilegstu bílum fyrirtækisins í sögunni og gæti fræðilega verið ,síðasti, special-build Ferrari bíllinn
sem þeir í Maranello láta frá sér fara
Sóldán embættið á einnig 4dyra úgáfu ásamt Cabrio í 456 útliti,, undirritaður hefur aldrei séð myndir af þeim bílum
Að mati undirritaðs er þetta einn flottasti Ferrari bíll allra tíma og er það einnig notagildi bílsins sem heillar.
Aðeins 288 GTO er ofar á listanum ásamt 250 GT0
Vélin í þessum sniðuga ,, verslunarvagni,, er sú sama og í 456 GT V 12 5474 ccm 442hö//550nm 1700 kg 0-100 5.5 sek hámarkshraði 290 km/klst,
Alveg í góðu lagi að fara í Kringluna á þessu

Sveinbjörn Hrafnsson

Vitnað er í bókina Legenden om FERRARI sem er eftir Danska bílablaðamanninn Christin Frost og er það gert með góðfúslegu leyfi af hans hálfu

_________________
Sv.H

E30 CABRIO V12 M70B50 ///
ALPINA B10 BITURBO 346 @ 507
E34 550 V12 JML


(OO[][]OO)

http://alpina.123.is/pictures/
Sabine Schmitz wrote:
"Fear disturbs your concentration."


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 02:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 10. Jan 2004 15:22
Posts: 10993
Location: Keflavík, BMW hverfinu
Fáum við ekki mynd af svona tryllitæki?

_________________
Skúli R
E24 628Csi '81 | E28 535i '87 | E28 533i '82 | E23 735i '84 | E32 740 | E36 320i x 2 | E46 330i Tour | E46 330d Tour
Partaðir: E28 3x518, 2x520 & 525 # E30 325ix # E32 2x730, 2x735 & 4x750 # E34 520, 3x525, 2x525ix, 2x540T # E36 6x316, 3x318, 318is, 6x320, 1x323 # E38 728, 735 & 740 # E39 2x523, 530d, 540 # E46 316 & 3x318, 320d


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 02:18 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Flott grein, það kemur alltaf upp mikill slef pollur þegar maður les eða sér myndir af bílaflota Sóldansins af Brunei.
Ég fann um daginn síðu þar sem eru myndir af ferrari sem eiga að vera í eigu hans, skal láta þær fljóta að tilefni ;) :D


Ferrari 550 Barchetta
Image


Ferrari 456 GTA Estate
Image

Image

Image

Image

Image

Image


Ferrari 456 GTA Venice Sedan by Pinifarina
Image

Image

Ferrari 456 GTA Venice Cabriolet by Pinifarina
Image


Ferrari F50-Bolide

Image

Image

Image
Þessi er FREKAR rosalegur að mínu mati 8)

Maður veit náttúrlega ekki hvað er rétt eða ekki, kanski að Sveinbjörn geti verpað einhverju ljósi á það :D

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 02:40 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 25. Feb 2005 21:41
Posts: 1045
Location: Spánn
ImageImage
ImageImage
ImageImage
ImageImage
ImageImage


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 05:29 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
F456 er einn fallegasti Ferrari ever IMO. Veit ekki með blæjuna, en Estate og 4doorinn virka alveg.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 05:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
vá veistu þegar ég las greinina átti ég von á eitthverju ógeði en sá svo myndirnar og.....

já hann lookar bara nokkuð vel

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 11:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
Magnaður! Hef oft heyrt af honum en aldrei séð hann :)
Einhverra hluta vegna finnst mér samt F40 tróna alltaf yfir öllum öðrum Ferrari :king:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 14:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 22. Nov 2004 13:31
Posts: 1905
Location: RVK
Þótt þetta sé ferrari og allt það þá finnst mér liturinn á leðrinu bara :puke:

Eins og að keira um í sundlaug eða heitum potti.. :roll:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 14:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 01. Nov 2003 13:43
Posts: 2610
Location: London
Looks like að Peugeot :oops:

_________________
Brynjar
Alfa Romeo 159

Gamalt:
Jaguar XJ8
Daimler Double Six
Jaguar XJ12 Sovereign

Vísitölubílar eru SATANS


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 14:45 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
Mér finnst þetta algjörlega mögnuð innrétting 8)

Image

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 14:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
zazou wrote:
Looks like að Peugeot :oops:


Its the other way aroung.

Græna leðrið er ekki að gera sig.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 15:44 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Mér finnst þessi innrétting alveg geggjuð!!!
Og ég er EKKI þekktur fyrir að fíla græna bíla eða grænar innréttingar.
Það er bara e-ð svo fallegt og stílhreint við hana.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 16:14 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Næstum því alveg sami litur og er á innréttingunna minii :lol:

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 17:05 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
Er ég sá eini hérna sem finnst þetta 0 flott? :lol:

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 16. Apr 2006 18:27 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 12. Nov 2003 11:52
Posts: 5326
Location: Keflavík
zazou wrote:
Looks like að Peugeot :oops:


Akkurat það sem mér datt fyrst í hug þegar ég sá myndirnar!

_________________
Danni

'01 E46 330iA
'99 E46 320i
'98 Honda Civic 1.5i
'17 VW Polo 1.2 TSi


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 22 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 41 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group