bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Æfingarbraut – Herinn burt – smá hugmynd! – nokkrar myndir.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=14571
Page 1 of 3

Author:  Svessi [ Sun 19. Mar 2006 23:49 ]
Post subject:  Æfingarbraut – Herinn burt – smá hugmynd! – nokkrar myndir.

Þetta er smá lesning en please, fyrst maður er að hafa fyrir þessu.

Æfingar/kappaksturbraut

Í sambandi við þetta brautartal sem hefur komið upp, og svo að auki fréttirnar af því að varnaliðið sé að fara. Þá hafa komið upp hugmyndir hvort ekki sé hægt að nota flutbrautinar sem herinn hefur verið að nota, en þar sem þær flugbrautir eru sjálfur Keflavíkurflugvöllur þá er ég ekki alveg að sjá þann möguleika fyrir mér á næstunni.

Hinsvegar veit ég um gamlann her-flugvöll sem löngu er kominn úr service en meinaður er aðgangur að vegna sprengjuhættu!!! :shock: :hmm: #-o [-X :-s

Þessi flugvöllur heitir/hét Patterson og er í Njarðvíkurfitjum. Heitinn eftir bandarískum hershöfðingja sem fórst í flugslysi á Fagradalsfjalli.

Tekið af www.ferlir.is
-Patterson flugvöllur
Ljóst var að flytja þyrfti mikinn fjölda flugvéla frá Bandaríkjunum til Bretlands til þátttöku í styrjöldinni í Evrópu. Lagning flugvallanna tveggja, Patterson á Njarðvíkurfitjum og Meeks á Háaleiti hófst snemma árs 1942. Var Patterson flugvöllur tilbúinn til takmarkaðrar umferðar strax um sumarið er flugvélum 8. flughersins bandaríska var flogið til Bretlands með viðkomu á Grænlandi og Íslandi. Meeks flugvöllur, er við þekkjum nú sem Keflavíkurflugvöll, var tekinn í notkun í apríl 1943 og framkvæmdum við flugvellina lokið þá um haustið.
Patterson flugvöllur þjónaði orrustuflugvélum Bandaríkjamanna sem önnuðust loftvarnir á suðvesturhorni landsins til stríðsloka, en Meeks var áningarstaður í millilandaflugi eins og æ síðan. Einu umsvif Breta á Keflavíkurflugvelli (Meeks) voru starfsemi Liberator flugvéla, sem flogið var til stuðnings skipalestum og aðgerðum gegn þýskum kafbátum. Þessar flugvélar, sem aðsetur höfðu í Reykjavík, voru stórar og þungar til að geta athafnað sig þar fullhlaðnar við allar aðstæður. Lögðu þær því gjarna upp í eftirlitsflug frá Keflavík, þar sem þær höfðu aðsetur í Geck flugskýlinu, en lentu í Reykjavík að ferðinni lokinni þar sem áhafnirnar höfðu aðsetur.
Rekstri Pattersen flugvallar var hætt að styrjöldinni lokinni sumarið 1945, en fámennt herlið annaðist rekstur Meeks flugvallar til ársins 1947, en bandarískir borgarlegir starfsmenn tóku við rekstrinum samkvæmt Keflavíkursamningnum, sem gerður var milli Íslands og Bandaríkjanna haustið 1946.


Ég ætla að biðja ykkur um að taka öllu því sem hérna er með góðum fyrirvara um að þetta sé ekki mögulegt, því þetta er bara gælu-hugmynd sem ég persónulega fékk.

Ég veit að byggingar á flugvellinum voru notaðar sem sprengiefnageymslur. Skilst að þær séu tómar í dag. En hver veit. Svo eru byggingar þarna á svæðinu sem eru girtar af með girðingum sem virðast ekki vera neitt rosalega gamlar.
Ég hef ekki hugmynd um hvort völlurinn/svæðið sé notað eitthvað í dag, en ég hefði mikinn áhuga á að fá frekari upplýsingar um það.
Er mikil hætta á því að það séu ósprungnar sprengur út um allt svæðið þarna?
Svo í síðasta lagi hvort ástandið á vellinum sé svo að hann sé nokkuð fýsilegur kostur undir brautargerð.

Hérna eru nokkrar “spy”-photos sem ég tók um daginn af svæðinu.
Því miður eru nokkrar þeirra teknar á out-of-focus-areas, svo sumar myndirnar eru því miður hmmm, já ....out of focus!

Image
Þetta er Keflavíkurflugvöllur þarna þessi stóri, og svo bærinn er Reykjanesbær. Og þessi braut er fyrir sunnan Bónus í Njarðvík.
Image
Ég setti þarna inn go-kart brautina í Njarðvík til að þið mynduð átta ykkur betur á stæðinni á þessu. Þetta er í réttum hlutföllum.
Svo líka ef þið rínið vél í myndina þá getið þið séð gamla flugbraut þarna sem liggur á ská SuðVestur (úr vinstra neðra horni myndarinnar) í NorðAustur (hægri efri hluta myndarinnar), ég var búinn að horfa lengi á myndina áður en ég tók eftir þessu.
Og til þess að þið áttið ykkur enn betur á stæðinni þá er Norður/Suðuðr brautin, sú sem liggur lóðrétt á myndinni er sirka 1400 metra löng sem gerir það að verkum að hún er nógu löng til að geta verið kvartmílubraut.
Vestur/Austur brautin, sú sem liggur lágrétt er sirka er sirka 1500 metrar.
Image
Ég hef aðeins pælt í þessu, og þetta er mín skemmtilegasta hugmynd um braut þarna. Ég reiknaði út með grófum mælingum að þessi braut væri um 6000-6500 metrar sem er í stærra lagi fyrir braut að þessu tagi. Algengar lengdir á brautum úti í heimi er í kringum 4500-5500 metrar.
Bara svona til gamans þá er beini kaflinn þar sem ég hefði hugsað mér að setja ráspólinn um 900 metra langur.
Einnig var ég með þá hugmynd að hægt væri að nýta fyrrverandi Vestur/Austur braut sem kvartmílubraut og væri þá startað í Austurenda og væru fyrrverandi sprengiefnageymslur notaðar sem bráðarbyrða áhorfendastúkur.
Svo sjáið þið að ég bjó til pit (viðgerðarsvæði) þarna og bílastæðunum stal ég frá Leifstöð og þau eru í réttum stærðarhlutföllum og svo hefði ég hugsað mér undirgöng þarna á norðaverði brautinni. Gætu þessvegna verið einbreið undirgöng með umferðarljósum. Stærri bílar gætu fengið að keyra inn á brautina þegar ekkert væri í gangi.
Mjóu rauðu línurnar eru vegir sem gæti verið hægt að nota til að búa til minni hringi, semsagt stytta brautina.
Image
Hérna er horft inn á Norðurenda NorðurSuður brautarinnar.
Image
Þessi mynd er svo mikið out of focus að ég ákvað að hafa hana með!
Image
Hérna er horft inn á Vesturenda VesturAustur brautarinnar.
Og sjáið bara þessar tilvöldu áhorfendastúkur.
Image
Image
Image
Þetta hús er við Norðurenda NorðurSuður brautarinnar, ég veit ekkert hvað er í þessu húsi en það virðir vera viðhald á húsinu og girðingin virðist ekki vera gömul sem er í kringum það, það voru einhver viðvörunnar skilti á girðingunni en ég las þau ekki.
Image
Image
Sjáið þetta!!! Þetta bara bíður uppá það að þetta verði áhorfenda"hólar"
Image
Því miður eru þessi skilti á við og dreif um svæðið.
Image
Image
Svæðið er þó ekki meira lokað en það að þetta er lokunin sem er við Vestur enda vestur/austur brautarinnar.
Image
Þetta er vegurinn að Norður enda Norður/Suður brautarinnar og eins og þið sjáið þá er engin keðja þarna og það er ekkert skilti þarna sem bannar manni að fara inn á svæðið eða varar við sprengjum.
En þetta er ekki í nema 300 metra sjónlínu frá aðalhliði varnaliðsins. Svo ég var ekkert að fíblast með því að fara þarna inná.
Reyndar virðist malbikið þarna ekki vera neitt rosalega gamalt.

En svo eru því miður fleyri ljón í veginum.
Eitt er að á þessu svæði er mikið um steingerðar skeljar og gamlar jarðleyfar frá síðustu ísöld sem var fyrir um 10.000 árum.
Einnig er þessi flugvöllur í raun gömul Hernaðar-minjar sem sennilega einhverjir myndi segja að mætti ekki skemma!

Svo í þriðja og síðasta lagi að þótt fengist leyfi til að gera þarna braut þá er ekki þar með sagt að hægt væri að fara þarna og taka kappakstur. Það er fullt af rusli á svæðinu, girðingar sem þyrfti að rífa upp og einnig er rafmagnslína yfir brautina sem þyrfti að færa til. Svo þyrfti að malbika stórann hluta ef ekki mestallann hlutann uppá nýtt og malargötur sem eru á milli. Búa til aðstöðu/pit og bílastæði.

En eins og ég er búinn að segja þá er þetta bara hugmynd sem á hef haft í nokkurn tíma og áhvað að útfæra hana hérna fyrir ykkur núna.

Author:  Stefan325i [ Mon 20. Mar 2006 00:01 ]
Post subject: 

þetta er alls ekki galinn hugmynd og við suðurnesja menn vitum alveg af þessum stað, það er búið að reyna áður að komast þarna inn en nú þegar herinn er á förum þá gæti verið meiri séns að fá þetta landi.

Undir lagið er gott, það þarf bara að malbika, þetta er sennilega ódyrasti kosturinn hér á landi til að byrja með.

Author:  bjahja [ Mon 20. Mar 2006 00:21 ]
Post subject: 

haha, ég fór akkúrat á google earth þegar það var tilkynnt að herinn færi og fann einmitt þetta svæði :lol:
Þetta væri mega flottur grunnur, síðan væri að sjálfsögðu hægt (þyrfti eiginlega) að bæta við beygjum og gera svolítið flott.
Veit samt því miður takmarkað hversu vel yrði tekið í svona pælingar hjá stjórn landsins :?
En virkilega flottar pælingar :D

Author:  Danni [ Mon 20. Mar 2006 00:40 ]
Post subject: 

Vel úthugsað og vel kannað! Og það yrði náttúrulega draumur í dós ef þetta færi í gagnið og það myndi vera komin svona braut eftir nokkur ár!

Author:  xzach [ Mon 20. Mar 2006 00:42 ]
Post subject: 

Þeir eru ennþá að finna sprengjur þarna. Svo ég giska að þeir fari ekkert að hleypa neinni umferð þarna inn :(

Author:  bebecar [ Mon 20. Mar 2006 08:35 ]
Post subject: 

Mjööööög skemmtilegar pælingar.

Þú gleymir að minnast á eitt atriði sem við reyndar flest öll vitum af og örugglega þú líka, og það er að svona hafa flestar brautir í UK t.d. orðið til... gamlir herflugvellir sem hætt er að nota 8) Þannig að því ekki?

Author:  gstuning [ Mon 20. Mar 2006 08:49 ]
Post subject: 

xzach wrote:
Þeir eru ennþá að finna sprengjur þarna. Svo ég giska að þeir fari ekkert að hleypa neinni umferð þarna inn :(


finna sprengjur?
Hafa þeir verið að missa þær útum allt eða hvað?
Heldurðu að þetta sé ekkert skráð hvar sprengjur hafa verið geymdar

Author:  Djofullinn [ Mon 20. Mar 2006 08:51 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
xzach wrote:
Þeir eru ennþá að finna sprengjur þarna. Svo ég giska að þeir fari ekkert að hleypa neinni umferð þarna inn :(


finna sprengjur?
Hafa þeir verið að missa þær útum allt eða hvað?
Heldurðu að þetta sé ekkert skráð hvar sprengjur hafa verið geymdar
Ég var einmitt að spá í það? Fóru einhverjir hermenn á fyllerí og plöntuðu sprengjum útum allt :lol:

Author:  Þórir [ Mon 20. Mar 2006 08:57 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
xzach wrote:
Þeir eru ennþá að finna sprengjur þarna. Svo ég giska að þeir fari ekkert að hleypa neinni umferð þarna inn :(


finna sprengjur?
Hafa þeir verið að missa þær útum allt eða hvað?
Heldurðu að þetta sé ekkert skráð hvar sprengjur hafa verið geymdar


Sælir.

Þetta hefur með það að gera að þegar heræfingar fara fram spirngur bara ákveðin prósenta af þeim sprengjum sem er varpað. Þess vegna eru að finnast "live" sprengjur út um allt. Gráa húsið sem er mynd af er skotæfingahús hersins.

Author:  Svessi [ Mon 20. Mar 2006 09:18 ]
Post subject: 

Eins og Þórir bendir á eru þetta sprengjur eftir æfingar. Við erum að tala um að þarna geta legið sprengur allt frá árinu 1942 eða frá því herinn settist þarna að.

Reyndar hef ég heyrt að það sé meira um menn hafi fundið sprengjur sunnan við Reykjanesbrautina á hæðinni nálægt Grindarvíkurafleggjaranum, að þar einhverstaðar sé gamalt æfingarsvæði.

Svo hef ég líka heyrt af fólki sem hefur fengið leyfi til að fara inn á hluta af svæðinu til að skoða jarðlög og steina. Ekki bara farið inn á svæðið í leyfisleysi heldur virkilega fengið leyfi til þess að fara inn á svæðið.

Og takk fyrir þessar upplýsingar um húsið, en veistu afhverju það þarf að vera svona girt af?

EDIT:
Og bebecar, þetta er bmwkraftur.is 8)

Author:  gstuning [ Mon 20. Mar 2006 09:37 ]
Post subject: 

Ég hef búið í keflavík í 26ár og hef unnið á vellinum flest mín vinnandi ævi.
Og hef ég aldrei heyrt neitt um þetta eða getgátur af neinu tagi um
sprengjur á þessu svæði.
Hvaðann eruð þið að fá ykkar upplýsingar?

Herinn kom 1952

Í raun er það billegast af öllu að fá þetta svæði, það er malbik þarna nú
þegar og eina sem þarf er að viðhalda malbikinu,

Author:  bjahja [ Mon 20. Mar 2006 10:49 ]
Post subject: 

Það ætti nú líka að vera hægt að kemba bara svæðið og finna þessar sprengjur og losa sig við þær. Ég trúi ekki að pælingin sé bara að skilja þær eftir þarna :lol:

Author:  xzach [ Mon 20. Mar 2006 12:20 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Það ætti nú líka að vera hægt að kemba bara svæðið og finna þessar sprengjur og losa sig við þær. Ég trúi ekki að pælingin sé bara að skilja þær eftir þarna :lol:


Held frekar að þetta sé leti hjá stjórnvöldum um að finna það út hver á að borga brúsan fyrir að kemba svæðið. Kostar helvíti mikinn pening að fá sérþjálfaða menn og búnað til þess að kemba svæðið. Veit samt ekki um það mál.

Svo kom bandaríski herinn 1952. Breski kom á undan.

Author:  Stanky [ Mon 20. Mar 2006 13:51 ]
Post subject: 

xzach wrote:
bjahja wrote:
Það ætti nú líka að vera hægt að kemba bara svæðið og finna þessar sprengjur og losa sig við þær. Ég trúi ekki að pælingin sé bara að skilja þær eftir þarna :lol:


Held frekar að þetta sé leti hjá stjórnvöldum um að finna það út hver á að borga brúsan fyrir að kemba svæðið. Kostar helvíti mikinn pening að fá sérþjálfaða menn og búnað til þess að kemba svæðið. Veit samt ekki um það mál.

Svo kom bandaríski herinn 1952. Breski kom á undan.


Bandaríski herinn kom hingað fyrst, settust að í reykjavík, byrjuðu að byggja flugvöllin þar. Breski herinn tók við af þeim og var hérna alveg til lok 1947 (minnir mig). Svo var her USA plantað á keflavík, eins og GSTuning segir 1952 að sökum kaldastríðsins. :)

Ekki rugla saman hernáminu í WW2 og svo "kaldastríðshernáminu"! :D

Author:  Kristjan [ Mon 20. Mar 2006 15:57 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
xzach wrote:
bjahja wrote:
Það ætti nú líka að vera hægt að kemba bara svæðið og finna þessar sprengjur og losa sig við þær. Ég trúi ekki að pælingin sé bara að skilja þær eftir þarna :lol:


Held frekar að þetta sé leti hjá stjórnvöldum um að finna það út hver á að borga brúsan fyrir að kemba svæðið. Kostar helvíti mikinn pening að fá sérþjálfaða menn og búnað til þess að kemba svæðið. Veit samt ekki um það mál.

Svo kom bandaríski herinn 1952. Breski kom á undan.


Bandaríski herinn kom hingað fyrst, settust að í reykjavík, byrjuðu að byggja flugvöllin þar. Breski herinn tók við af þeim og var hérna alveg til lok 1947 (minnir mig). Svo var her USA plantað á keflavík, eins og GSTuning segir 1952 að sökum kaldastríðsins. :)

Ekki rugla saman hernáminu í WW2 og svo "kaldastríðshernáminu"! :D


Smartass,,, verið að monta sig af því að vera í gettu betur liði hehe wiseguy

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/