bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Vörubílstjórar og umgengni þeirra
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=14536
Page 1 of 2

Author:  Thrullerinn [ Fri 17. Mar 2006 15:55 ]
Post subject:  Vörubílstjórar og umgengni þeirra

Síðastliðnar vikur hefur mér fundist hálfgerður yfirgangur að hálfu vöru-
bílstjóra á höfuðborgarsvæðinu.

Þó svo að mikið af þeim sandi og möl séu í raun uppspólað malbik(að
miklu leyti eftir nagladekkin) þá er augljóslega mikið af grjótum að hoppa
og skoppa af pöllunum hjá þessum mönnum.

Gilda engar reglur um þetta??? :evil:

Author:  Geirinn [ Fri 17. Mar 2006 15:59 ]
Post subject: 

Ég veit það ekki en ég keyrði á grjót um daginn og það er í annað skiptið síðan í vetur. Ég er ANDSKOTI pirraður á þessu... skekkti felgu í fyrra skiptið en í seinna skiptið lenti það bara á gúmmíi og virðist hafa sloppið.

(Einhverja óskiljanlega tilhneigingu hef ég til að MIÐA á helvítis steinana, jæja.)

Mér finnst.. og ég skil ekki afhverju það er ekki... en þessir menn ættu ALLTAF að hafa segl yfir svona flutningum. Sama gildir með asnana sem fara með TROÐFULLAR kerrur á haugana og eru að missa drasl af alla leiðina.

Fáránlegt hugsunarleysi í gangi.

Og ég tala ekki um fávitana sem eru á stórum trukkum á vinstri akrein.

Verð bara reiður að hugsa um þetta :x

Minnir mig á dúddan sem missti skóflu af jeppanum sínum fyrir nokkrum árum í Ártúnsbrekkunni. Hann stoppar og býr til fjöldaárekstur.

Author:  noyan [ Fri 17. Mar 2006 16:23 ]
Post subject: 

Þetta er alveg óþolandi, ég veit ekki hvort einhverjir af ykkur hafi keyrt upp salahverfið nýlega en vegirnir hérna eru útataðir í mold og drullu. Alveg ómögulegt að halda bílnum hreinum :evil:

Author:  pallorri [ Fri 17. Mar 2006 16:26 ]
Post subject: 

noyan wrote:
Þetta er alveg óþolandi, ég veit ekki hvort einhverjir af ykkur hafi keyrt upp salahverfið nýlega en vegirnir hérna eru útataðir í mold og drullu. Alveg ómögulegt að halda bílnum hreinum :evil:


Ég er algjörlega sammála þér!
Það er ekki hægt að keyra þarna í gegn

Verð að taka þvílíka krókaleið til þess að komast þarna inn í
Vatnsendahverfið til þess að fá ekki fimmtíu kíló af mold á bílinn :evil:

Author:  PGK [ Fri 17. Mar 2006 17:04 ]
Post subject: 

Ég keyrð framhjá risa vörubíl áðan við á kringlumýrabrautinni sem löggan var búin að stoppa og hann var með svona risagrjót á pallinum og ekki einusinni svona lok á skúffunni að aftan. Ég vona að löggan hafi verið að stoppa hann út af því. Fáránlegt að menn geri svona. Ég veit um eitt dæmi héðan af íslandi þar sem kunningi minn var á svona Benz vinnubíl með palli að aftan svona eins og borgin er búinn að nota í mörg ár, hann var að keyra á eftir svona vörubíl sem var með svona grjót í skúffunni og allt í einu dettur svona risa hnullungur aftan af pallinum hjá vörubílnum og skoppar inn um rúðuna á Benznum og lendir í farþega sætinu. Sem betur fer var hann einn í bílnum því ef einhver hefði verið með hefði hann kramist til dauða. Svo sá ég líka einhverntíma einhvern frétta þátt frá USA þar sem var verið að fjalla um hvað það látast margir í umferðinni bara út af því sem dettur aftan af svona vörubílum, ég man ekki statistík nákvæmlega en það var skuggalega mikið af banaslysum út af þessu.

Author:  íbbi_ [ Fri 17. Mar 2006 17:42 ]
Post subject: 

ég var að keyra á eftir einum áðan með möl á pallinum og ekkert lok.. það sallaðist alltaf sona smá af hjá honum...

en mölin á götuni og drullan er alveg ekki hægt... fékk stein í framrúðuna hjá mér og þessa myndalegu stjörnu innanbæjar

Author:  oldschool. [ Fri 17. Mar 2006 18:25 ]
Post subject: 

noyan wrote:
Þetta er alveg óþolandi, ég veit ekki hvort einhverjir af ykkur hafi keyrt upp salahverfið nýlega en vegirnir hérna eru útataðir í mold og drullu. Alveg ómögulegt að halda bílnum hreinum :evil:


vörubílstjórunum er örugglega "drullusama" :roll: :lol:

Author:  Alpina [ Fri 17. Mar 2006 18:39 ]
Post subject: 

Trukkamenn þeir troða oss
traðka nú og gera
þröstur þrálátt býður koss
þreyttur vill þá þéra

:P :P :P :P :P :P :P :P :P

engin leiðindi.........

Author:  Kristjan [ Fri 17. Mar 2006 19:04 ]
Post subject: 

Image

Svona er vegurinn hérna í sveitinni hjá mér að verða eftir áratug af trukkum sem aka OFT á dag leiðina heim til mín. Geðveikt pirrandi malarflutningar.

Author:  Bjarki [ Fri 17. Mar 2006 19:27 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
Svona er vegurinn hérna í sveitinni hjá mér að verða eftir áratug af trukkum sem aka OFT á dag leiðina heim til mín. Geðveikt pirrandi malarflutningar.


Er þessi mynd ekki tekin í bretlandi?

Author:  arnibjorn [ Fri 17. Mar 2006 19:29 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Kristjan wrote:
Svona er vegurinn hérna í sveitinni hjá mér að verða eftir áratug af trukkum sem aka OFT á dag leiðina heim til mín. Geðveikt pirrandi malarflutningar.


Er þessi mynd ekki tekin í bretlandi?


hehe ég var einmitt að spá í þessu... af hverju er vörubílstjórinn á vitlausum vegarhelmingi :hmm:

Author:  Eggert [ Fri 17. Mar 2006 19:31 ]
Post subject: 

Hann situr allavega réttu megin í bílnum..

Author:  Chrome [ Fri 17. Mar 2006 19:38 ]
Post subject: 

Bjarki wrote:
Kristjan wrote:
Svona er vegurinn hérna í sveitinni hjá mér að verða eftir áratug af trukkum sem aka OFT á dag leiðina heim til mín. Geðveikt pirrandi malarflutningar.


Er þessi mynd ekki tekin í bretlandi?

hehe nibb þetta er litla ísland...sá sem myndina tók var sennilega parkeraður í kantin til að taka hana...;)

Author:  Hemmi [ Fri 17. Mar 2006 19:38 ]
Post subject: 

arnibjorn wrote:
Bjarki wrote:
Kristjan wrote:
Svona er vegurinn hérna í sveitinni hjá mér að verða eftir áratug af trukkum sem aka OFT á dag leiðina heim til mín. Geðveikt pirrandi malarflutningar.


Er þessi mynd ekki tekin í bretlandi?


hehe ég var einmitt að spá í þessu... af hverju er vörubílstjórinn á vitlausum vegarhelmingi :hmm:


Sennilega afþví að Kristjan er svo nálægt hægri akrein.

Author:  Kristjan [ Fri 17. Mar 2006 19:41 ]
Post subject: 

Af því að ég stóð við vegkantinn þá vék hann frá.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/