bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Undirskriftar listi fyrir akstursbraut á Íslandi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=14486
Page 1 of 2

Author:  Einarsss [ Wed 15. Mar 2006 09:40 ]
Post subject:  Undirskriftar listi fyrir akstursbraut á Íslandi

http://www.petitiononline.com/braut/petition.html

Sá þetta áðan á L2C

Um að gera skrifa undir

Author:  bjahja [ Wed 15. Mar 2006 09:42 ]
Post subject: 

Ég skrifaði undir þetta, en rosalega finnst mér þetta illa orðað :?

Author:  Einarsss [ Wed 15. Mar 2006 09:43 ]
Post subject: 

Já verð að vera sammála þér þar... En ef þetta skilar einhverjum árangri þá munar lítið um að skrifa undir

Author:  gstuning [ Wed 15. Mar 2006 09:51 ]
Post subject: 

kannski sletta nokkrum kommum í textann
,,,,,, hérna eru nokkrar ;)

Ég signaði þetta

Author:  jens [ Wed 15. Mar 2006 09:55 ]
Post subject: 

Númer 120

Author:  pallorri [ Wed 15. Mar 2006 10:16 ]
Post subject: 

Ég skrifaði undir þetta en ég er alveg sammála ykkur með textann.
Held að það verði lítið tekið mark á þessu svona. Væri ekki miklu öflugra að
ganga með lista í bænum frekar og láta fólk skrifa undir með sínum réttu
undirskriftum? Og að auki þarna er ekkert sagt um æfingarbraut fyrir
nýnema í umferðinni sem hafa enga reynslu, bara talað um braut sem fólk
getur svalað hraðaþörfinni sinni.

Var ekki minningaraksturinn líka til þess að vekja áhuga á því að það vantaði
æfingarbraut fyrir þá sem hefðu enga reynslu í umferðinni?


Kveðja

Author:  bebecar [ Wed 15. Mar 2006 10:18 ]
Post subject: 

Ég skrifa undir þegar það er búið að laga textann...

Ég legg til eitthvað í þessa átt hér.

Áskorun til yfirvalda.

Að gefnu tilefni skorum við undirrituð, á ríkisstjórn, borgarstjórn og sveitarstjórnir, að taka ábyrgð á umferðaröryggi landsmanna og stuðla að bættri ökuþjálfun og meira umferðaröryggi með því að koma upp á Íslandi akstursbraut. Aðstöðuleysi til ástundunar akstursíþrótta veldur sífellt meiri hættu á slysum, og brýnt er að bregðast við með uppbyggingu svæðis þar sem ökumenn geta fundið mörk sín og bílsins án þess að stefna öðrum vegfarendum í hættu.

EF að ykkur lýst vel á þetta þá meila ég þessu á forsvarsmann undirskriftarlistans og sting upp á þessu.

Author:  bjahja [ Wed 15. Mar 2006 10:21 ]
Post subject: 

ORÐ bebe 8)

Author:  Djofullinn [ Wed 15. Mar 2006 10:27 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
ORÐ bebe 8)
I second that 8)

Author:  Chrome [ Wed 15. Mar 2006 10:29 ]
Post subject: 

Sammála skafa gelið aðeins af þessu þá er ég game!

Author:  zazou [ Wed 15. Mar 2006 10:32 ]
Post subject: 

Hér er tillaga: Vel flestir ef ekki allir alþingismenn eru með heimasíður og tölupóstföng, hvernig væri að skrifa þeim bréf hver og einn?

Þeir eru jú fulltrúar fólksins og ekki heilagir.

Ég veit bara ekki hversu áhrifaríkt það er að afhenda samgönguráðherra einhvern netundirskriftalista og fá 30 sek í fréttatímanum.

Author:  bebecar [ Wed 15. Mar 2006 11:27 ]
Post subject: 

bara gera bæði!

Author:  arnibjorn [ Wed 15. Mar 2006 17:56 ]
Post subject: 

http://www.petitiononline.com/okubraut/petition.html

Tók þetta af b2.is...
eitthvað kannast ég við textan þarna :lol:
bebecar wrote:
Ég skrifa undir þegar það er búið að laga textann...

Ég legg til eitthvað í þessa átt hér.

Áskorun til yfirvalda.

Að gefnu tilefni skorum við undirrituð, á ríkisstjórn, borgarstjórn og sveitarstjórnir, að taka ábyrgð á umferðaröryggi landsmanna og stuðla að bættri ökuþjálfun og meira umferðaröryggi með því að koma upp á Íslandi akstursbraut. Aðstöðuleysi til ástundunar akstursíþrótta veldur sífellt meiri hættu á slysum, og brýnt er að bregðast við með uppbyggingu svæðis þar sem ökumenn geta fundið mörk sín og bílsins án þess að stefna öðrum vegfarendum í hættu.

EF að ykkur lýst vel á þetta þá meila ég þessu á forsvarsmann undirskriftarlistans og sting upp á þessu.

Author:  Gunni [ Wed 15. Mar 2006 18:55 ]
Post subject: 

Ég held að það vanti líka kennitölur þeirra sem skrifa undir ef einhver
á að taka þetta alvarlega.

Author:  Geirinn [ Wed 15. Mar 2006 19:18 ]
Post subject: 

Ég held nú að það verði ekkert af þessu nema að einhver ríkur náungi komi með arðbæra tillögu að þessu og hreinlega geri þetta sjálfur í samráði við yfirvöld. Engu að síður allt í lagi að láta á þetta reyna.

Svona undirskriftarlistar eru oftar en ekki bara bull. Hver tekur mark á undirskriftarlista sem ~2000 manns hafa skrifað undir og þar sem annað hvort entry er eitthvað fishy og auk þess kennitölulaust ?

Og að gefa í skyn að það eigi að færa "þvílíkt hættulega hegðan okkar yfir á braut svo við getum hagað okkur illa þar" á ekki eftir að gera shit.

Ég veit að það kemur braut hingað... en haugur af 17-25 ára og "nokkrir" eldri eiga ekki eftir að breyta tímasetningunni neitt. Það er bara hlustað á fólkið sem á peningana :)

Mikið svakalega er gaman að vera svartsýnn/raunsær.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/