bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Léleg þjónusta
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=14458
Page 1 of 1

Author:  Stebbtronic [ Mon 13. Mar 2006 13:00 ]
Post subject:  Léleg þjónusta

Þannig var að það kom óhljóð í fjölskyldubílinn hjá mér sem er volvo v40 og reyndist það vera brotin ballance-stangar festing. Ég fer og kaupi nýjar og spyr hjá brimborgu hvað sé langur biðtími í að komast á verkstæðið en það er uþb 3 vikur svo að ég leita að öðru verkstæði sem gæti tekið þetta að sér fyrr en brimborg og fyrir valinu varð verkstæði sem er í götunni fyrir neðan vöku uppi á höfða. Ég næ í bílinn seinna sama dag og tek eftir að óhljóðið er farið þeim megin sem það var og er nú komið hinum megin í bílinn þetta fannst mér svo skrítið að ég rúlla á tengdapabba og fæ að stinga bílnum þangað inn og kíkja á þetta og það sem ég sá var að þeir höfðu þurft að losa spyrnuna til að komast að festingunum og nú var spyrnan laflaus farþegamegin og annar boltinn af tveim dottinn úr henni. tók svosem ekkert langan tíma að redda þessu en maður er að borga fyrir svona hluti til að sleppa alveg við svona bullshit. Ég vildi með þessu láta í ljós óánægju mína á þessu verkstæði og koma þannig kannski í veg fyrir að fleiri lendi í svipuðu

Author:  aronjarl [ Mon 13. Mar 2006 15:08 ]
Post subject: 

Er ekki betra að fara á verkstæðið og segja þeim frá þessu og athuga hvað þeir vilja gera fyrir þig áður en þú ferð að auglýsa þetta hér á netinu.

Það geta allir gert mistök. Og vilja flest verkstæði bæta upp fyrir þau.!

Ef ekki þá gerðir þú mistök á að fara þangað. :idea:

kveðja..

Author:  gstuning [ Mon 13. Mar 2006 15:09 ]
Post subject: 

aronjarl wrote:
Er ekki betra að fara á verkstæðið og segja þeim frá þessu og athuga hvað þeir vilja gera fyrir þig áður en þú ferð að auglýsa þetta hér á netinu.

Það geta allir gert mistök. Og vilja flest verkstæði bæta upp fyrir þau.!

Ef ekki þá gerðir þú mistök á að fara þangað. :idea:

kveðja..


Þetta hjá honum hljómar verra en léleg þjónusta heldur vanræksla í starfi
að skilja eftir spyrnu lausa er ekki léleg þjónusta

Author:  BMWaff [ Mon 13. Mar 2006 16:39 ]
Post subject: 

[quote="aronjarl"]
Ef ekki þá gerðir þú mistök á að fara þangað. :idea:
[quote]

Það er náttúrulega Engin leið að vita svona hluti fyrirfram!

Author:  IvanAnders [ Tue 14. Mar 2006 00:19 ]
Post subject: 

Sæll -Stebbtronic-

Ívar Andri Ívarsson heiti ég og er starfsmaður á umræddu verkstæði!

Ég vill byrja á að segja þér hversu >virkilega leiðinlegt< mér og öðrum starfsmönnum þykir að þetta hafi komið uppá :!:

Í öðru lagi vil ég koma inná það hversu ómálefnalegt mér finnst að menn svari fullum hálsi eftir að hafa heyrt aðeins aðra hlið málsins!

Ég vill einnig að aðrir heyri okkar hlið málsins en sagan er svona:

Þú komst til okkar fyrir 2-3 vikum síðan (man ekki dagsetningu, get gáð að því á morgun ef óskað er) og sagðist vera með volvo sem að þyrfti aðhlynningu.
Þú varst mjög almennilegur, kurteis og hress í fasi og útskýrðir fyrir mér að Brimborg hefði ekki haft tíma til þess að vinna verkið og að max1 hefði ekki viljað gera þetta því að þetta væri óvenjumikið mál miðað við aðgerð og tímafrekt.
Ég og einn vinnufélagi minn vorum einir á verkstæðinu og enginn stjórnandi/yfirmaður á staðnum sem að undantekningarlaust sjá um að skrá niður tíma og gera áætlun um verkið!
Við ákváðum að taka bílinn þinn inn á staðnum og ráðast strax í þetta, sem að við gerum vanalega ekki! (það heitir ekki slæm þjónusta í mínum bókum, og miðað við hvernig þú brást við að þá skildist mér að þú værir mjög sáttur við það!)

Einhver misskilningur virðist vera á ferð um þessa spyrnu, því að við losuðum spyrnurnar ekki. Hins vegar þurfti að skrúfa rammann, sem að meðal annars heldur spyrnunum, niður en hann þurfti þó ekki að taka alveg undan. Þess vegna dreg ég þá ályktun að því miður hafi gleymst að herða einn boltann í rammanum til fulls. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að þetta atriði er ekki það sem að skiptir máli, en betra er að hafa málin á hreinu.

Þegar að unnið er á verkstæðum, sem og öðrum vinnustöðum tíðkast að maður tileinkar sér ákveðnar vinnureglur og sumir hlutir verða að rútínum, t.d. að taka alltaf á öllum boltum sem að losaðir hafa verið, áður en bíllinn er afhentur! Öll erum við mannleg og hefur þetta atriði klikkað hjá okkur þarna, og þykir mér það persónulega mjög leitt :!:

Þetta verkstæði væri ekki búið að vera starrækt í rúm tuttugu ár ef að svona hlutir væru vinnubrögð sem að við vendum okkur á :!:

Annað sem að ég vill koma inná, og segja þér sanna dæmisögu af mér!

Pabbi minn lét breyta Land Cruisernum sínum í Toyota og þegar að bíllinn var nýkominn úr breytingu að þá er ég með bílinn í láni og tek ég eftir því að þegar að ég gaf í, vaggaði sætið hjá mér (ekki mesta öryggistilfinningin að sitja í laflausu sæti!) Ég er með skúr, verkfæri og kunnáttu til að festa sætið, og ég er með internet-tengingu til þess að kvarta yfir þessu á netinu. Ég ákvað að festa sætið sjálfur en hringja niður í toyota umboð til þess að láta vita af þessum mistökum áður. Maðurinn sem að ég talaði við var hinn almennilegasti og tók ekki í mál að ég myndi líða fyrir þeirra mistök og bað mig um að koma með bílinn. Sem að ég og gerði.
Þeir voru sautján sekúndur sléttar að redda þessu og ég var leystur út með innilegum afsökunarbeiðnum og konfekti!!!

Minn punktur er að við viljum veita góða þjónustu á sanngjörnu verði og hefði mér þótt vænt um það að þú hefðir séð þér fært að koma til okkar og ræða þessi mál við okkur! Aldrei að vita nema þú hefðir endað sáttari en þú ert í dag. Að sjálfsögðu er þér velkomið að koma til okkar og ræða þetta við okkur :wink:

Stebbtronic- Ég vil biðja þig persónulega afsökunar á þessu slysi og segja þér enn og einu sinni að okkur þykir þetta ákaflega leitt :!: :!: :!:

Kveðja. Ívar Andri

Author:  Jónki 320i ´84 [ Tue 14. Mar 2006 00:46 ]
Post subject: 

:clap: :clap:
Mjög svo málefnalegt svar og er ég fullkomlega sammála þinni hlið á málinu,
hann hefði átt að koma og ræða við ykkur áður en hann byrjaði að úthúða reiði sinni á netinu :?

Author:  ///M [ Tue 14. Mar 2006 00:58 ]
Post subject: 

Ég verð nú að segja fyrir minn smekk að svona "slys" eru bara ekkert fyrirgefanleg...

Author:  pallorri [ Tue 14. Mar 2006 01:03 ]
Post subject: 

///M wrote:
Ég verð nú að segja fyrir minn smekk að svona "slys" eru bara ekkert fyrirgefanleg...


Mannleg mistök eru ávallt fyrirgefanleg, þetta var bara slys og gott að enginn slasaðist eða tjónaðist útaf þessu.
Btw, gott svar hjá þér IvanAnders. Virðist vera kurteis og almennilegur piltur.

Author:  Stebbtronic [ Tue 14. Mar 2006 02:27 ]
Post subject: 

Sæll Ívar

Þakka góð svör


Ég hef fullan skilning á því að um mannleg mistök hafi verið að ræða, og skil ykkar hlið á málinu alveg, það var meira að segja ef mig minnir rétt föstudagur :D en að sama skapi hlýturðu að sjá að þetta var ekki fullnægjandi þjónusta fyrst ég þurfti að klára eftir ykkur, og hvað mig snerti að þá var ég bara feginn að bíllinn var kominn í lag og var því ekkert að hafa samband við ykkur aftur fyrst að tengdó átti bolta í þetta og ekkert vesen. En fyrst að maður var að borga 25kall fyrir þetta að þá var ég óánægður með það sem ég fékk, og það væru það flestir í mínum sporum eftir svona viðskipti. Hins vegar veit ég að svona getur komið fyrir á öllum verkstæðum enda er ég ekkert brjálaður yfir þessu heldur frekar svolítið súr bara, og fyrst að þetta hafði engar afleiðingar að þá er ykkur að fullu fyrirgefið. Svona er þetta bara, shit happens!!

Author:  BMWaff [ Tue 14. Mar 2006 03:20 ]
Post subject: 

Dettum í það! *skál*

Author:  gstuning [ Tue 14. Mar 2006 08:21 ]
Post subject: 

Vonandi gerir þetta þá það að menn fylgjast betur með þegar er verið að skrúfa aftur samann,

ég bið fólk alltaf um að hringja í mig á leiðinni frá mér til að segja mér hvort að eitthvað sé að eða skröltandi.

Author:  Geirinn [ Tue 14. Mar 2006 10:34 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Vonandi gerir þetta þá það að menn fylgjast betur með þegar er verið að skrúfa aftur samann,

ég bið fólk alltaf um að hringja í mig á leiðinni frá mér til að segja mér hvort að eitthvað sé að eða skröltandi.


Ókei. Ég hefði nú athugað hvort það væri eitthvað skröltandi sjálfur áður en ég myndi afhenda bíl, mögulega beint út á Reykjanesbraut. :wink:

Author:  IvanAnders [ Tue 14. Mar 2006 12:44 ]
Post subject: 

Stebbtronic wrote:
Sæll Ívar

Þakka góð svör


Ég hef fullan skilning á því að um mannleg mistök hafi verið að ræða, og skil ykkar hlið á málinu alveg, það var meira að segja ef mig minnir rétt föstudagur :D en að sama skapi hlýturðu að sjá að þetta var ekki fullnægjandi þjónusta fyrst ég þurfti að klára eftir ykkur, og hvað mig snerti að þá var ég bara feginn að bíllinn var kominn í lag og var því ekkert að hafa samband við ykkur aftur fyrst að tengdó átti bolta í þetta og ekkert vesen. En fyrst að maður var að borga 25kall fyrir þetta að þá var ég óánægður með það sem ég fékk, og það væru það flestir í mínum sporum eftir svona viðskipti. Hins vegar veit ég að svona getur komið fyrir á öllum verkstæðum enda er ég ekkert brjálaður yfir þessu heldur frekar svolítið súr bara, og fyrst að þetta hafði engar afleiðingar að þá er ykkur að fullu fyrirgefið. Svona er þetta bara, shit happens!!


Sæll aftur!

Eins og við höfum báðir komið inná hér, að þá er þetta að sjálfsögðu ekki ásættanlegt og mjög leiðinlegt!
Ég skil óánægju þína fullkomlega, enda ekkert skrítið þó að þú hafir ekki brosað hringinn :wink:
Ef að þú ert sáttur við okkur í dag að þá erum við sáttir, þó að við séum ekki lausir við gremju yfir þessu því að þetta er eitthvað það leiðinlegasta sem að gerist á verkstæðum! Mistök sem þessi munu að sjálfsögðu verða til þess að menn verði varari við sig og að þetta gerist ekki aftur!

Mér fannst þó öllu verra að þurfa að heyra um þetta 3vikum síðar á netinu.

Þakka þér fyrir að sýna þessu skilning og gangi þér vel.

Kveðja. Ívar Andri :wink:

Author:  IvanAnders [ Tue 14. Mar 2006 12:50 ]
Post subject: 

Hér eru innlegg frá fleirum sem að menn búast kannski við svari mínu við, en sökum þess að "sumir menn" eru óviðræðuhæfir að þá læt ég það vera....

Því læt ég þetta verða lokaorð mín í þessum þræði og ef að Stebbtronic hefur meira við mig að segja að þá svara ég þér í EP :wink:

Author:  BMWaff [ Tue 14. Mar 2006 15:03 ]
Post subject: 

Má ekki bara læsa þessum? Báðir komnir með góð svör og búið að ræða þetta eins og menn... óþarfi að sjá þeenan enda í ruslinu ;) 8)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/