bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Formúlan....
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=14451
Page 1 of 1

Author:  bimmer [ Sun 12. Mar 2006 10:12 ]
Post subject:  Formúlan....

Hvernig lýst mönnum á Formúlu 1 í ár?

Mér fannst þetta fyrirkomulag á tímatökunum koma vel út - alltaf eitthvað í gangi.

Fúlt að sjá að vesenið hjá McLaren ætlar engan endi að taka en gaman að sjá Skósmiðinn á ráspól... 8)

Author:  e30Fan [ Sun 12. Mar 2006 12:37 ]
Post subject: 

djefull er þetta spennandi :shock:

áfram schummi ! :x

Author:  Benzari [ Sun 12. Mar 2006 13:25 ]
Post subject: 

SNILLD 8)

McLM

Author:  fart [ Sun 12. Mar 2006 13:43 ]
Post subject: 

F1 is back.. 8) skemmtilegri keppni en allt síðasta timabil IMO.

Verst hvað BMW menn eru slappir.

Author:  Stebbtronic [ Sun 12. Mar 2006 18:15 ]
Post subject: 

Djöfull stóð Raikkonen sig vel, var ánægður með hann. Go McLaren!!!

Author:  Einarsss [ Sun 12. Mar 2006 18:53 ]
Post subject: 

Þetta var mjög spennandi :D ef þetta er byrjunin af því sem koma skal verður þetta snilldar tímabil

Author:  Logi [ Sun 12. Mar 2006 20:49 ]
Post subject: 

Þetta lítur virkilega vel út. Hlakka til að sjá næstu keppni eftir viku :D

Author:  bebecar [ Mon 13. Mar 2006 10:08 ]
Post subject: 

æji ég gleymdi þessu, hef ekki horft á formúluna síðan ég flutti út enda var þetta orðið hrútleiðinlegt og svo sjúmmi hættur að baka þetta undir það síðasta :(

Var þetta semsagt skemmtilegt núna? Hverjar eru helstu breytingarnar?

Author:  Gunni [ Mon 13. Mar 2006 11:23 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
æji ég gleymdi þessu, hef ekki horft á formúluna síðan ég flutti út enda var þetta orðið hrútleiðinlegt og svo sjúmmi hættur að baka þetta undir það síðasta :(

Var þetta semsagt skemmtilegt núna? Hverjar eru helstu breytingarnar?


Það er akkúrat þessvegna sem þetta var orðið hund leiðinlegt ! IMO

Author:  Svezel [ Mon 13. Mar 2006 11:41 ]
Post subject: 

ég hef ekki þraukað yfir heillri keppni í sjónvarpi í 2ár en ég horfði á alla keppnina í gær, virkilega spennandi og skemmtilegur kappakstur

Author:  siggir [ Mon 13. Mar 2006 11:48 ]
Post subject: 

Frábær kappakstur. Virkilega gaman að sjá hvað Raikkonen var sprækur og líka Rosberg. Ég held að það sé þess virði að fylgjast með honum á næstu árum.

Author:  bebecar [ Mon 13. Mar 2006 12:21 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
bebecar wrote:
æji ég gleymdi þessu, hef ekki horft á formúluna síðan ég flutti út enda var þetta orðið hrútleiðinlegt og svo sjúmmi hættur að baka þetta undir það síðasta :(

Var þetta semsagt skemmtilegt núna? Hverjar eru helstu breytingarnar?


Það er akkúrat þessvegna sem þetta var orðið hund leiðinlegt ! IMO


Sjúmmi er bara minnar kynslóðar Fangio, má endilega vinna oftar! En auðvitað vill maður hafa aksjón í akstrinum.

Author:  fart [ Mon 13. Mar 2006 12:30 ]
Post subject: 

V8 mótorar sem snúast í tæplega 20k rpm vs older V10 með revlimiter, mýkri dekk og dekkjaskiptingar. Ný lið og nýjir ökumenn.

Allt að gerast.

Author:  Svessi [ Mon 13. Mar 2006 16:18 ]
Post subject: 

Mér leist rosalega vel á þetta.

Tímatakan var mjög skemmtileg og spennandi, annað en í fyrra.
T.d. í fyrsta tímatökuholli voru allavega 16 bílar í einu að taka tímatökuhring.
Og þetta þíðir líka að þeir sem ætla sér að vera framarlega við ráslínu þurfa að keyra vel öll tímatökuhollin.
Það er misjafnt hvað fólki hefur þótt um þennan eyðsluakstur í síðasta tímatökuholli, en það var samt gaman að sjá þá taka alltaf betri tíma af hver öðrum.
Persónulega finnst mér ansi skrítið afhverju Kimi var ekki stoppaður af við að fara aftur inn á brautina eftir óhappið.

En allavega ég er búinn að horfa á formúluna síðan 1999 og fannst þetta tímatökufyrirkomulag eitt það skemmtilegasta sem ég hef séð. Svo á örugglega eftir að komast einhver reynsla og þróun á það sem ég er viss um að eigi bara eftir að gera þetta meira spennandi.

Í fyrra hætti ég mjög fljótlega að fylgjast með tímatökunni og uppúr miðju tímabili þá hætti ég alveg að horfa á formúluna. Mér fannst bara svo tilviljanakennt hverjir innu.

Keppnin sjálf fannst mér fín, auðvitað einhver lið í vandræðum með nýjann búnað og stillingar, nýja liðsmenn og ökumenn í liðum. Ný lið, nýjir eigendur og alveg hellingur að breytingum.
Fannst dálítið mikið fúlt að sjá Massa missa Ferrari bílinn þarna. Og að bíllinn hjá Fisichella skildi bila, hefði viljað sjá betur hvar hann hefði lent.

Þessar breytingar með vélarnar get ég ekki séð að breyti miklu fyrir áhorfandann.
Og það að einhver lið séu ennþá með downtjunadar V10 vélar, það eru lélegri liðin. Eina kannski sem ég get séð við það er að þær vélar eiga kannski eftir að endast betur heldur en V8 vélarnar fyrst það þarf að nota sömu vélina í tvö mót. En auðvitað eigum við bara eftir að sjá hvað verður.

En svona í lokin minni ég enn og aftur á liðstjórann á formula.is
Endilega ef þið eruð með lið í leiknum, skráið ykkur í BMWkraftur sveitina.
kenni: bmwkraftur
lykilorð: iceland

Ég gerði líka sveit fyrir Live2cruize og þar eru 16 búnir að joina fyrir utan mig, ég er reyndar með tvö lið. En það er bara einn búinn að joina BMWkraftur sveitina.
Og ef þið hafið ekki áhuga á að vera í sveitinni lengur þá er kominn sá möguleiki í dag að skrá sig úr sveit.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/