bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Forhitari hjá löðri?? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=14338 |
Page 1 of 2 |
Author: | Fjarki [ Sun 05. Mar 2006 19:19 ] |
Post subject: | Forhitari hjá löðri?? |
Er forhitari hjá löðri eða er maður að smúla bílinn sinn með kísilvatni??? |
Author: | Alpina [ Sun 05. Mar 2006 22:29 ] |
Post subject: | |
það er sársaukalaust að þvo bíl með volgu vatni ef bíllinn er skolaður fljótlega með köldu,, OG ÞAR FYRIR UTAN ER ALLT HEITA VATNIÐ UPPHITAÐ ÞINGVALLAVATN sem i er bætt smábroti af hitaveituvatni til að viðhalda lykt og bragði ATH ATH heita vatnið stenst ,,,ALLA,, drykkjarvatns staðla |
Author: | Alpina [ Sun 05. Mar 2006 22:30 ] |
Post subject: | |
Þetta á við um Höfuðborgarsvæðið |
Author: | Thrullerinn [ Sun 05. Mar 2006 22:57 ] |
Post subject: | |
Alpina wrote: það er sársaukalaust að þvo bíl með volgu vatni ef bíllinn er skolaður fljótlega með köldu,,
OG ÞAR FYRIR UTAN ER ALLT HEITA VATNIÐ UPPHITAÐ ÞINGVALLAVATN sem i er bætt smábroti af hitaveituvatni til að viðhalda lykt og bragði ATH ATH heita vatnið stenst ,,,ALLA,, drykkjarvatns staðla Heita vatnið = kísill.. Gæti trúað að það sé forhitari hjá Löðri, en efast um það. Þú getur ekki valið kalt né heitt vatn í löðri, bara eitt hitastig. Gott vaskaskinn og þá ertu góður. |
Author: | Einsii [ Mon 06. Mar 2006 08:33 ] |
Post subject: | |
Alpina wrote: Þetta á við um Höfuðborgarsvæðið
Það er reyndar ekki alveg rétt, því minnst af þessu forhitaða vatni endar í reykjavík, þetta er mest í hafnafyrði og stórum hluta í kópavogi (sennilega eitthvað meira í kring) en þeir eru ekki að bæta Heitu vatni útí forhitaða vatnið heldur verða efnaskipti sem valda útfellingu í vatninu þegar það er hitað, og það er víst hitað með hátt í 120 gráðu heitri gufu. |
Author: | Stanky [ Mon 06. Mar 2006 08:37 ] |
Post subject: | |
Forhitari virkar þannig að það er heita vatnið í okkar hitavatnsgrindum (sem er í húsinu okkar) sem hitar upp kalda vatnið sem fer svo í heitu rörin okkar, svo sem sturtu, krana og uppþvottavélar. Ég stórefast um að OR noti affallsvatn til að hita upp kaldavatnið og sendi það svo til höfuðborgarsvæðisins með sér pípum beint í húsin. kv, haukur |
Author: | grettir [ Mon 06. Mar 2006 10:28 ] |
Post subject: | |
Stanky wrote: Forhitari virkar þannig að það er heita vatnið í okkar hitavatnsgrindum (sem er í húsinu okkar) sem hitar upp kalda vatnið sem fer svo í heitu rörin okkar, svo sem sturtu, krana og uppþvottavélar.
Ég stórefast um að OR noti affallsvatn til að hita upp kaldavatnið og sendi það svo til höfuðborgarsvæðisins með sér pípum beint í húsin. kv, haukur Það er nú samt þannig. Ég fór í óvissuferð upp á Nesjavelli með vinnunni einhvern tíma og heita vatnið sem kemur þaðan er upphitað Þingvallavatn. En sú virkjun annar ekki öllu höfuðborgarsvæðinu svo einhver hluti er að fá kísill drulluna beint inn í hús. Ég veit ekki hvort Kópavogur er þar á meðal. Pdf skjal um Nesjavelli: http://www.or.is/media/files/nesjavellir_is.pdf Á bls 10. er skýring á kúkalyktinni: Kalda vatnið er tekið úr fimm borholum við Grámel við Þingvallavatn. Því er dælt í vatnsgeyma við orkuverið og fer þaðan til hitunar um skiljuvatnsvarmaskipta og eimsvala sem áður eru nefndir. Þaðan kemur vatnið 85 - 90 gráðu heitt. Kalda vatnið er mettað uppleystu súrefni sem veldur tæringu á stáli eftir upphitun. Til þess að losna við súrefnið er vatnið sent um afloftara þar sem suða leysir uppleysta súrefnið og annað gas úr vatninu við lágan loftþrýsting. Við þetta kólnar vatnið í 82 - 85 gráður. Að lokum er örlítilli gufu með súrum gastegundum blandað í vatnið til að eyða síðustu leifum uppleysta súrefnisins og lækka sýrustig vatnsins til að hindra myndun útfellinga í veitukerfinu. Örlítið brennisteinsvetni (H2S) tryggir að súrefni sem gæti komist í vatnið í geymunum eyðist og gefi vatninu auk þess „góðu lyktina“ sem er af hitaveituvatninu í Reykjavík. |
Author: | gstuning [ Mon 06. Mar 2006 10:41 ] |
Post subject: | |
Það er gott að búa á suðurnesjunum ![]() Hreint vatn, heit eða kalt. |
Author: | Einsii [ Mon 06. Mar 2006 11:32 ] |
Post subject: | |
Stanky wrote: Forhitari virkar þannig að það er heita vatnið í okkar hitavatnsgrindum (sem er í húsinu okkar) sem hitar upp kalda vatnið sem fer svo í heitu rörin okkar, svo sem sturtu, krana og uppþvottavélar.
Ég stórefast um að OR noti affallsvatn til að hita upp kaldavatnið og sendi það svo til höfuðborgarsvæðisins með sér pípum beint í húsin. kv, haukur Ekkert sem seigir að þú þurfir að nota affall á varmaskiptinn.. Varmaskiptar eru að verða búnaður sem er settur í öll ný sérbýli bæði fyrir neisluvatn og kyndingu og þar er notað hitaveituvatnið beint inn á hann til að kynda upp kaldavatnið. |
Author: | HPH [ Mon 06. Mar 2006 12:26 ] |
Post subject: | |
ekki uppþvottavélar. þær taka inn á sig kalt vatn og hita það upp |
Author: | Stanky [ Mon 06. Mar 2006 12:51 ] |
Post subject: | |
Einsii wrote: Stanky wrote: Forhitari virkar þannig að það er heita vatnið í okkar hitavatnsgrindum (sem er í húsinu okkar) sem hitar upp kalda vatnið sem fer svo í heitu rörin okkar, svo sem sturtu, krana og uppþvottavélar. Ég stórefast um að OR noti affallsvatn til að hita upp kaldavatnið og sendi það svo til höfuðborgarsvæðisins með sér pípum beint í húsin. kv, haukur Ekkert sem seigir að þú þurfir að nota affall á varmaskiptinn.. Varmaskiptar eru að verða búnaður sem er settur í öll ný sérbýli bæði fyrir neisluvatn og kyndingu og þar er notað hitaveituvatnið beint inn á hann til að kynda upp kaldavatnið. Ég veit það, hef sett upp forhitara sjálfur ![]() En ég held að ef t.d. nesjavallavirkjun sé að forhita vatn noti þeir affallsvatn, því það er hvort sem er 100°c heitt! ![]() |
Author: | Fjarki [ Tue 07. Mar 2006 17:47 ] |
Post subject: | |
Þetta er allavega hitað grunnvatn og verður kísilmyndun í því. En það er spurning hvort löður sé að nota heita vatnið eða hita sjálfir, hugsa að það sé nokkuð dýrt að hafa þvottastöð opna 24/7 og hafa heitt vatn gangandi, hitt hlýtur að vera ódýrara þó upphafskostnaður sé eflaust nokkuð meiri. En man allavega á bílnum sem ég var áður, þá lenti ég æði oft í því að fá svona dropaför um allan bíl og rúður, var bara eitt stykki margir dropar ![]() Og dettur þess vegna í hug að heitt vatn sé notað en ekki hitað kaldavatn. En allavega þá fer ég aldrei þarna nema til að skola af bílnum, tjöruhreinsir og svo háþrýstingur af og búið, svo heim að þrífa og bóna eða hreinlega ekkert þrifið. |
Author: | Fjarki [ Tue 07. Mar 2006 19:21 ] |
Post subject: | |
já gleymdi einhverju, eins með þessa dropamyndun þá var hún á bílnum í margar vikur ef ekki mánuði þrátt fyrir þvott og bónmeðferðir. |
Author: | Thrullerinn [ Tue 07. Mar 2006 20:06 ] |
Post subject: | |
Fjarki wrote: já gleymdi einhverju, eins með þessa dropamyndun þá var hún á bílnum í margar vikur ef ekki mánuði þrátt fyrir þvott og bónmeðferðir.
Vaskaskinn + bóna vel eða bara hætta að nota bílinn í rigningu ![]() Eigandi svartan bíl þá hef ég ágætis reynslu af þessu.. Þegar þú bónar, ekki bara slamma bóninu á og leyfa því að þorna, frekar strjúka bóninu þónokkra hringi á meðan það er ekki þornað(strax).. Massinn í bóninu sér um slatta af þessu.. Allavega mín aðferð. ![]() |
Author: | Fjarki [ Tue 07. Mar 2006 20:30 ] |
Post subject: | |
já, er nú reyndar kominn á nýjann bíl núna þannig ég er ekki í neinum vandamálum, vill bara fyrirbyggja að ég lendi í þeim ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |