bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hundur í vanskilum..... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=14325 |
Page 1 of 1 |
Author: | bimmer [ Sun 05. Mar 2006 03:04 ] |
Post subject: | Hundur í vanskilum..... |
Var að koma af árshátið með frúnni. Aðalnúmerið voru Stuðmenn. Þvílíkt rangnefni. Skjögrandi gamalmenni á sviðinu sem ættu fyrir löngu að vera búin að finna sér eitthvað annað að gera til að eiga fyrir salti í grautinn. Senuþjófarnir voru hinsvegar 2 snillingar sem mynda hljómsveitina "Hundur í vanskilum" og ef menn hafa tök á að sjá þessa kappa - ekki missa af þeim! Frekar fyndnir. Þarna skyggði upphitunarbandið algerlega á "aðal númerið". |
Author: | Spiderman [ Sun 05. Mar 2006 03:21 ] |
Post subject: | Re: Hundur í vanskilum..... |
bimmer wrote: Var að koma af árshátið með frúnni.
Aðalnúmerið voru Stuðmenn. Þvílíkt rangnefni. Skjögrandi gamalmenni á sviðinu sem ættu fyrir löngu að vera búin að finna sér eitthvað annað að gera til að eiga fyrir salti í grautinn. Senuþjófarnir voru hinsvegar 2 snillingar sem mynda hljómsveitina "Hundur í vanskilum" og ef menn hafa tök á að sjá þessa kappa - ekki missa af þeim! Frekar fyndnir. Þarna skyggði upphitunarbandið algerlega á "aðal númerið". Sammála, sá þá á árshátíð um síðustu helgi og þeir eru mjög góðir, mjög fyndið t.d þegar þeir tóku Final countdown í spanjóla útgáfu ![]() |
Author: | jens [ Sun 05. Mar 2006 11:10 ] |
Post subject: | |
Quote: Final countdown í spanjóla útgáfu
Drep fyndið atriði. |
Author: | fart [ Sun 05. Mar 2006 11:42 ] |
Post subject: | |
þeir eru massíft fyndnir.. í fyrsta skipti sem maður sér actið þeirra, í 2. skiptið er það ekki eins fyndið... og svo verður þetta bara pirrandi eftir því sem maður sér þá oftar. Þeir eru búnir að vera með sama actið í ansi langan tíma og mættu alveg fara að update-a það. En fyrir þá sem hafa ekki séð þá get ég alveg mælt með þeim. |
Author: | zazou [ Sun 05. Mar 2006 12:05 ] |
Post subject: | |
Hvaða árshátíð var það? Ég var líka á árshátíð þar sem Jakob Frímann var einn af gestunum. btw Hundur í vanskilum rokka ![]() |
Author: | Einsii [ Sun 05. Mar 2006 12:15 ] |
Post subject: | |
Hundur í óskilum! ![]() En að sjálfsögðu snillingar að norða ![]() Annar var að kenna og var kórstjóri í VMA og hann getur spilað á allt sem á annað borð gefur frá sér hljóð, spilaði einhvertima á 3 trompeta á sama tima, og svo var soloið blokkflauta tengd við handryksugu ![]() |
Author: | bimmer [ Sun 05. Mar 2006 14:22 ] |
Post subject: | |
zazou wrote: Hvaða árshátíð var það? Ég var líka á árshátíð þar sem Jakob Frímann var einn af gestunum.
btw Hundur í vanskilum rokka ![]() Þetta var árshátíð hjá Össur. Besta lagið hjá Hundunum fannst mér vera samsuðan á Danska Eurovisionlaginu og Whitney Houston laginu. Alveg brilljant. Svo þar fast á eftir var "Hotel California" í útsetningu fyrir 2 banjó. |
Author: | arnibjorn [ Sun 05. Mar 2006 14:35 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: zazou wrote: Hvaða árshátíð var það? Ég var líka á árshátíð þar sem Jakob Frímann var einn af gestunum. btw Hundur í vanskilum rokka ![]() Þetta var árshátíð hjá Össur. Besta lagið hjá Hundunum fannst mér vera samsuðan á Danska Eurovisionlaginu og Whitney Houston laginu. Alveg brilljant. Svo þar fast á eftir var "Hotel California" í útsetningu fyrir 2 banjó. hehe ég hefði verið til í að heyra þetta lag.. bróðir minn var líka á þessari árshátið og var að segja mér hvað þetta lag hefði verið algjör snilld ![]() |
Author: | PGK [ Sun 05. Mar 2006 23:33 ] |
Post subject: | |
Ég var einmitt þarna í gær og þessir gaurar er snillingar, hafði ekki heyrt um þessa gaura áður, minntu mig soldið á Súkkat fyndið að "aðal" gaurinn í þessum dúett er líka smámæltur gaman að því. Það sem mér fannst flottast var þegar gaurinn spilaði á 2 trompet í einu, það var magnað. |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |