bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Stolinn BMW 525
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=14232
Page 1 of 1

Author:  Thrullerinn [ Tue 28. Feb 2006 17:13 ]
Post subject:  Stolinn BMW 525

Nýverið var stolið 525 dísel bmw sem félagi minn á af bílasölu í
Reykjavík.

Þessi tiltekni þjófur ók síðan á vegg þegar hann reyndi að stinga lögregluna
af.. hann hljóp síðan á brott og náðist því miður ekki.

Ef þú, lesandi góður veist eitthvað um hver var að aka bílnum og gætir
gefið okkur upplýsingar sem gæti leitt til handtöku þá eru mjög góð
verðlaun í boði. Eigandi bílsins varð fyrir gríðarlegu tjóni vegna þessa.

pm

Author:  Ziggije [ Tue 28. Feb 2006 17:17 ]
Post subject: 

díses kræst. hvað er að fólki nú til dags. stelandi hlutum annara og skemmandi. vonandi finnst þessi sem stal bílnum.

Author:  Djofullinn [ Tue 28. Feb 2006 17:19 ]
Post subject: 

Úff ömurlegt :?
Ekkert kaskó?

Author:  Geirinn [ Tue 28. Feb 2006 17:38 ]
Post subject: 

Þetta er náttúrlega bara bilun.

Það sem væri vert að vita er t.d. hvort að einhverjar rautt-ljós myndavélar eða hraðavélar hefðu náð þessum gaur þó ég hafi persónulega ekki séð þær blikka í marga mánuði.

Annars vona ég innilega að þessi náungi náist.

Author:  pallorri [ Tue 28. Feb 2006 17:46 ]
Post subject: 

Vona svo innilega að aðilinn finnist.

Author:  Schulii [ Tue 28. Feb 2006 22:17 ]
Post subject: 

Þetta er hræðilegt að heyra. Ég var einmitt að ræða við eigandann að bílnum í dag og vissi satt að segja ekki að hann myndi bera allan fjárhagslega skaðann sjálfur.

Leiðindamál. Vona að viðkomandi finnist og verði dreginn til ábyrgðar!!

En braust hann inn á bílasöluna semsagt og náði í lykil?

Author:  Thrullerinn [ Tue 28. Feb 2006 22:48 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Þetta er hræðilegt að heyra. Ég var einmitt að ræða við eigandann að bílnum í dag og vissi satt að segja ekki að hann myndi bera allan fjárhagslega skaðann sjálfur.

Leiðindamál. Vona að viðkomandi finnist og verði dreginn til ábyrgðar!!

En braust hann inn á bílasöluna semsagt og náði í lykil?


Já, hann fór svona að þessu.. :roll: Bíllinn er í hakki..

Author:  Þórir [ Tue 28. Feb 2006 22:56 ]
Post subject:  Sæll

Jahá, hræðilegt að heyra.

En hvernig er það, er bílsalan ekki ábyrg fyrir svona? Ég meina, af bíl er stolið eru þeir ekki á neinn hátt ábyrgir fyrir því, ég meina, bíllinn var í þeirra umsjá.

Author:  StoneHead [ Fri 03. Mar 2006 05:25 ]
Post subject:  Re: Sæll

Þórir wrote:
Jahá, hræðilegt að heyra.

En hvernig er það, er bílsalan ekki ábyrg fyrir svona? Ég meina, af bíl er stolið eru þeir ekki á neinn hátt ábyrgir fyrir því, ég meina, bíllinn var í þeirra umsjá.


Ég er sammála, ef þetta skeði fyrir mig að þá myndi ég reyna að ná sökudólgnum. En ef það myndi ekki takast að þú myndi ég fara á eftir bílasölunni. Bíllinn var í þeirra umsjá og stolinn af þeirra lóð. Hefðu átt að gæta lyklanna beturs.

Author:  A.H. [ Fri 03. Mar 2006 11:11 ]
Post subject: 

Varðandi ábyrgð sölunnar þá er spurning hvort
einhver skriflegur samningur hafi verið í gildi um
það. Ef ekki þá er þetta líklega spurning um hvað
eru forsvaranlegar vörslur. Ef það er ekki
þjófavarnarkerfi á sölunni, dyrnar á húsinu voru
ólæstar eða bíllykillinn var í ólæstum skáp eða
e-ð svoleiðis þá er líklegt að þeir beri ábyrgð.
Annars er það hæpið, þeir þyrftu væntanlega
að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi.

Vona að þjófurinn náist.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/