bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pælingar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=14115
Page 1 of 4

Author:  Stanky [ Thu 23. Feb 2006 10:15 ]
Post subject:  Pælingar

Smá pælingar hérna.....
Ég er í frekar litlum framhaldsskóla og það er að koma árshátið.... og auðvitað voru svona tilnefningar til allskonar tilgangslausa hluta eins og "bros skólans" "rass skólans" etc etc etc....

Og ég varð fyrir því óláni að verða tilnefndur til "hnakka" skólans. Og ég hef verið að gera rannsóknarvinnu eftir þessa tilnefningu og ástæðan fyrir því að ég er tilnefndur er útaf bílnum sem ég á... (E30 - 325i). Þetta skil ég ekki, ég er ekki með túrbómæla í bílnum mínum útum alla innréttingu, hydraulics, stútfullan bíl af græjum. Ég er sjálfur ekki hel-tanaður, þverköttaður eða helmassaður. Ég er ekki frá selfossi, ég geng ekki um með þessar hvítu gyðingahúfur, á engar Disel buxur og fer ekki í líkamsrækt í world-class. Ég fer sjaldan á Pravda eða Sólon og drekk bjór, en ekki breezer.

Hinsvegar er annar hnakkagaur hérna, sem lýtur út fyrir að vera eins og rúsina, hann er svo brúnn, og er með allt þetta sem ég er ekki með fyrir ofan. Nema það að hann á glænýjann Benz sem hann fékk frá pabba eða eitthvað, c200 kompressor. Því hann á Benz, þá er hann ekki hnakki :).

Þetta er skrítið.....en jájá, varð nú að deila þessu með ykkur.... finnst BMW bara ekkert hnakkalegir bílar, fyrir utan kannski þennan sem var með lengda húddinu!

Author:  bjahja [ Thu 23. Feb 2006 10:21 ]
Post subject: 

ROFL til hamingju :rollinglaugh:
En já ég hef aldrei heyrt það að minn bíll sé hnakkalegur, hvað þá e30 :hmm:

Author:  Einarsss [ Thu 23. Feb 2006 10:23 ]
Post subject: 

ha ?? að mínu mati er E30 engan veginn hnakkabíll ... hnakka bílar fyrir mig eru moddaðar hondur, imprezzur ... etc ... bílar með spinners :P

Author:  Stanky [ Thu 23. Feb 2006 10:24 ]
Post subject: 

Svo kom það líka inn að ég var spólaði stundum úr stæðinu og inn í stæði þegar það var hálka, ég býst ekki við því að pakkið hérna viti hversu gaman er að eiga RWD bíla :)


Jafn stupid að segja að Þórður (onno/bimmer) sé með prumphljóð í bílnum sínum og hans bíll er "ógó-hnakkzor"!!!

Author:  Aron Andrew [ Thu 23. Feb 2006 10:27 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Svo kom það líka inn að ég var spólaði stundum úr stæðinu og inn í stæði þegar það var hálka, ég býst ekki við því að pakkið hérna viti hversu gaman er að eiga RWD bíla :)


Það er nú sjálfsagt að leika sér aðeins í hálkunni, þó að sumir líti mann hornauga fyrir það :P

Author:  Stanky [ Thu 23. Feb 2006 10:31 ]
Post subject: 

Málið er að það er ekki hnakkalegt að spóla, því þeir geta ekkert spólað á þessum Hondum! :)

Author:  Aron Andrew [ Thu 23. Feb 2006 10:33 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Málið er að það er ekki hnakkalegt að spóla, því þeir geta ekkert spólað á þessum Hondum! :)

:lol: Það er reyndar rétt

Author:  Helgi M [ Thu 23. Feb 2006 11:09 ]
Post subject: 

Láttekki svona,, kerlingarnar vilja þig bara :lol: en annars hef ég heyrt að e30 sé eða hafi nokkurn tíman verið kosinn sem hnakkabíll undir neinum kringumstæðum,, :?

Author:  Angelic0- [ Thu 23. Feb 2006 11:14 ]
Post subject: 

Ég veit ekki.... er ég heltanaður ?

Alltaf álitinn vera hnakkaskítur hvert sem ég fer..

Ég tek nú reyndar undir það.. tónlistarsmekkurinn hjá mér nær svona inn á það svið...

En ég á BMW ;) -- Imprezur og Sjivekkar eru ekki lengur í tísku :)

Nýju HnakkZ0R bílarnir... BMW.. allar týpur... bara BMW ;)

Extreme ef að þú átt M5 !

Author:  Stanky [ Thu 23. Feb 2006 11:18 ]
Post subject: 

Tónlistarsmekkurinn minn er "hnakkalegur" fyrir þá sem vita ekki hvernig tónlist þetta er.

Ég hlusta mikið á elektróníska tónlist, svo sem:

Techno
Hardcore
Trance
Drum 'n Bass

En fólk heldur að Scooter sé techno. Og oftast nær vita hnakkar ekkert hvað skilgreinir techno, hardcore eða trance... ef þeir halda að Scooter sé techno! :)

Svosem alveg eins fyrir mér, dimmuborgir og metallica er sami skítur fyrir mér! :)

Author:  Angelic0- [ Thu 23. Feb 2006 11:23 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Tónlistarsmekkurinn minn er "hnakkalegur" fyrir þá sem vita ekki hvernig tónlist þetta er.

Ég hlusta mikið á elektróníska tónlist, svo sem:

Techno
Hardcore
Trance
Drum 'n Bass

En fólk heldur að Scooter sé techno. Og oftast nær vita hnakkar ekkert hvað skilgreinir techno, hardcore eða trance... ef þeir halda að Scooter sé techno! :)

Svosem alveg eins fyrir mér, dimmuborgir og metallica er sami skítur fyrir mér! :)


Same shit here :) hehe...

Reyndar er það House/Trance/DnB og svo smit af Rappi/RnB kemur líka fyrir að ég hlusta á Rokk, en þá bara eitthvað smávegis !

Author:  Einarsss [ Thu 23. Feb 2006 11:26 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Tónlistarsmekkurinn minn er "hnakkalegur" fyrir þá sem vita ekki hvernig tónlist þetta er.

Ég hlusta mikið á elektróníska tónlist, svo sem:

Techno
Hardcore
Trance
Drum 'n Bass

En fólk heldur að Scooter sé techno. Og oftast nær vita hnakkar ekkert hvað skilgreinir techno, hardcore eða trance... ef þeir halda að Scooter sé techno! :)

Svosem alveg eins fyrir mér, dimmuborgir og metallica er sami skítur fyrir mér! :)



Trance er reyndar soldið hnakkaleg tónlist fyrir mörgum ... en inná milli finnur mar trance sem er heví gott ... og gullna reglan þar er ef það er sungið inná lagið þá er það slappt ... meiri hlutinn af trancei er ógeðslegt euro trance en inná milli lendir mar á good shiti :P

Author:  Stanky [ Thu 23. Feb 2006 11:26 ]
Post subject: 

Angelico, eigum við ekki bara að gera svona TEAM-BMW-HNAKKZ?!?!?!

Author:  Einarsss [ Thu 23. Feb 2006 11:27 ]
Post subject: 

Stanky wrote:
Angelico, eigum við ekki bara að gera svona TEAM-BMW-HNAKKZ?!?!?!



NEI


nú ertu farinn að verðskulda að vera kosinn ;)

Author:  Stanky [ Thu 23. Feb 2006 11:28 ]
Post subject: 

Ég kalla euro trance - euro trash... Scooter er svona "euro trance", sama með "Sash" - Armand van helden, dj tiesto, paul oakenfold og allir þessir "ibiza dj's" og eitthvað svoleiðis krep!

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/