bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Babú gone loco https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=14080 |
Page 1 of 1 |
Author: | bjahja [ Tue 21. Feb 2006 18:33 ] |
Post subject: | Babú gone loco |
Ég var semsagt að keyra hringbrautina áðan á bílnum hennar mömmu þegar ég sé að neon-inn fyrir hliðina á mér var að reyna að komast á akgreinina mína með mikilli frekju. Um leið og ég hægi á mér þá heyri ég að það er sjúkrabíll á FULLRI ferð að okkur, ég hugsaði að þetta væri allt í lagi af því það var pláss á vinstri akgreininni þannig að ég fylgdist bara með honum í baksýnisspeglinum og hélt mínu striki. Síðan kom hann nær og nær og nær þangað til mér leist bara ekki á blikuna. Ég gat ekki gefið í útaf bílnum fyrir framan, datt ekki til hugar að fara á vinstri af því ég bjóst við því að sjúkrabílinn færi á hana þannig að ég og neon-inn negldum upp á gangstétt á svona 50kmh og kanturinn er svona 20-30cm hár :S Síðan eftir ~1 sek þá brunar sjúkrabílinn framúr og svo kemur annar. Það kom sem betur fer ekkert fyrir bílinn nema það lekur úr dekkinu og hjólkoppurinn ripsaður (var sem betur fer á vetrardekkjunum) Ég hélt nú að maður ætti að vera safe á hægri akgreininni, veit ekki hvað ég hefði gert ef ég hefði verið á mínum. Ég veit að þessir gaurar vita hvað þeir eru að gera en fokk mér fannst þetta full glannalegt ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |