bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Gulur,hvítur og rauður = TV - en h Pr, Y, PB? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13977 |
Page 1 of 1 |
Author: | krullih [ Wed 15. Feb 2006 19:35 ] |
Post subject: | Gulur,hvítur og rauður = TV - en h Pr, Y, PB? |
Sælir, er með flakkara hérna heima frá Sarotech, heitir Aivx...alger snilld.. Var að skoða hann betur að aftan og tók eftir því að það er eins og á flestum tækjum sem ætluð eru sjónvörpum eru þessir klassisku gulur (Video) og rauður og hvítur (audio left and right) En svo hliðina því er dökkrauður (PR?) og síðan dökkgrænn (y) og síðan dökkblár (PB) Veit einhver til hvers þeir eru ? ![]() |
Author: | hagur [ Wed 15. Feb 2006 19:58 ] |
Post subject: | |
Þetta tengi sem þú nefndir fyrst er svokallað composite tengi. Það er gult (video-merkið) og svo rautt og hvítt sem er stereo hljóð. Composite stendur fyrir samsett, þ.e chrominance og luminance (mætti þýða sem litmerki og birtumerki) er saman á einum kapli. Þetta tengi gefur lökustu gæðin af þessum algengu video tengjum. Hitt tengið sem þú ert að tala um, þ.e grænt/blátt/rautt er svokallað component tengi. Þ.e hver af grunnlitunum þrem á sinni snúrunni. Athugaðu að þessar snúrur flytja ekki hljóð. Þetta tengi er eingöngu fyrir mynd. Þetta tengi gefur kost á mun betri mynd heldur en composite og er t.d oft notað á milli HD (High definition) tækja og t.d DVD spilara. Semsagt ... ef sjónvarpið þitt er með component tengi, endilega notaðu það þá til að tengja Sarotechinn við það. |
Author: | IvanAnders [ Wed 15. Feb 2006 19:58 ] |
Post subject: | |
Ég á svona græju. MESTA SNILLD Í HEIMI!!! ![]() ![]() |
Author: | bimmer [ Wed 15. Feb 2006 20:21 ] |
Post subject: | |
hagur wrote: Hitt tengið sem þú ert að tala um, þ.e grænt/blátt/rautt er svokallað component tengi. Þ.e hver af grunnlitunum þrem á sinni snúrunni. Athugaðu að þessar snúrur flytja ekki hljóð. Þetta tengi er eingöngu fyrir mynd. Þetta tengi gefur kost á mun betri mynd heldur en composite og er t.d oft notað á milli HD (High definition) tækja og t.d DVD spilara.
Þetta er næstum því rétt. Y/PR/PB er skilgreint sem eftirfarandi: Y = birtuhluti sjónvarpsmerkisins (luminance) PR = mismunur Y og rauða litarins í myndinni PB = mismunur Y og bláa litarins í myndinni Þetta er gert svona þar sem merkið verður meira compact og þægilegra í vinnslu. Ath, það "vantar" ekki græna litinn, hægt að reikna hann út frá Y, PR og PB. |
Author: | hagur [ Wed 15. Feb 2006 21:31 ] |
Post subject: | |
Rétt skal vera rétt, ég var aðeins of fljótur á mér þarna ![]() Semi-OT: Þið sem eigið svona Sarotech græju ... hvernig er hún að virka annars? Haldast hljóð og mynd alltaf í sync? Hverskonar skrár eruð þið að spila í þessu helst? Hafið þið t.d verið að spila þessa týpísku DivX/Xvid þætti frá lol grúbbunni eins og LOST , 24, Desperate Housewives etc.? Ef svo er, er það að virka fínt? Er nefnilega eð leita mér að einfaldri græju til að tengja við skjáinn inní hjónaherbergi ... nenni ómögulega að vera með heila tölvu til þess ![]() |
Author: | hlynurst [ Wed 15. Feb 2006 21:44 ] |
Post subject: | |
hagur wrote: Semi-OT: Þið sem eigið svona Sarotech græju ... hvernig er hún að virka annars?
Haldast hljóð og mynd alltaf í sync? Hverskonar skrár eruð þið að spila í þessu helst? Hafið þið t.d verið að spila þessa týpísku DivX/Xvid þætti frá lol grúbbunni eins og LOST , 24, Desperate Housewives etc.? Ef svo er, er það að virka fínt? Ég hef verið að horfa svolítið á þetta og gæðir eru bara fín. Allavega hef ég ekkert verið að kvarta yfir þeim. ![]() Stórsniðugt tæki! |
Author: | hallei [ Wed 15. Feb 2006 22:26 ] |
Post subject: | smá svona næstum ti sama |
Í Sambandi við þetta dc og tad allt, fyrir áramót tá var ég alltaf að downloda öllum nyjustu þáttunum en er farið að vanta núna. hvar eruð þið að downloda núna eg var að nota Dc fyrir áramót, eru einhverjir höbbar uppi á Dc ennþá ? og hver er slóðin á þá ? EÐa hvað ? |
Author: | Geirinn [ Wed 15. Feb 2006 22:41 ] |
Post subject: | |
Hum, mín reynsla af svona græju er nú misgóð... samt ágæt ![]() Hljóðið hefur stundum dottið út sem er skrítnasti parturinn (lagast eftir reboot) og svo er auðvitað ekki hægt að spila öll formöt, stundum kemur bara svartur skjár. Ekki mín græja samt þannig ég veit ekki hvaða formöt það voru sem virkuðu ekki eða afhverju. |
Author: | Angelic0- [ Thu 16. Feb 2006 01:45 ] |
Post subject: | |
Fyrir þá sem að vilja alvöru fara í www.tolvuvirkni.net og kaupa sér Xpc Media Center ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |