bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Pólitíkin...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13829
Page 1 of 4

Author:  Zyklus [ Mon 06. Feb 2006 12:47 ]
Post subject:  Pólitíkin...

Var svona að velta því fyrir mér hvort margir hér séu flokksbundnir og ef svo er, í hvaða flokki eru menn?

Bara smá forvitni í mér þar sem það virðast vera nokkrir fyrrum stuttbuxnaliðar hér.

Author:  íbbi_ [ Mon 06. Feb 2006 13:47 ]
Post subject: 

ég hef gaman af pólitík, en ég hef hinsvegar ekki getað fundið mig í neinum þeirra flokka sem bjóða sig fram hérna

Author:  bebecar [ Mon 06. Feb 2006 14:10 ]
Post subject: 

Var í stjórn í Kópavogi í nokkur ár.

Enn, er löngu hættur þessu - vil bara sjá borgina úr höndum núverandi valdhafa því ég ætla að búa þarna þegar ég kem heim :wink:

Author:  Zyklus [ Mon 06. Feb 2006 14:35 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Var í stjórn í Kópavogi í nokkur ár.


Fyrir hvaða flokk?

Quote:
Enn, er löngu hættur þessu - vil bara sjá borgina úr höndum núverandi valdhafa því ég ætla að búa þarna þegar ég kem heim :wink:


Sammála því. Og sem betur fer bendir allt til þess að það komi nýir aðilar inn .

Author:  bebecar [ Mon 06. Feb 2006 14:38 ]
Post subject: 

Sjálfstæðisflokkinn - vorum í mikilli baráttu við Flosa og hans menn....

Author:  Zyklus [ Mon 06. Feb 2006 14:41 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Sjálfstæðisflokkinn - vorum í mikilli baráttu við Flosa og hans menn....


Og ennþá Sjálfstæðismaður út í gegn?

Author:  mattiorn [ Mon 06. Feb 2006 14:47 ]
Post subject: 

Skil ekki baun í þessu.. maður er svo ungur ennþá :lol:

Author:  bebecar [ Mon 06. Feb 2006 14:48 ]
Post subject: 

Ég er ennþá flokksbundinn - en verð nú að segja að maður hefur mildast eitthvað, en finnst þó ekki vera neinn raunverulegur kostur annar en D-listinn.

Maður er í "transition" núna, er í miklum hagfræði pælingum með góðum vini hér - hver veit hvað kemur út úr því. Svo finnst mér nokkuð vit í þriðju leiðinni líka.

Author:  Bjarkih [ Mon 06. Feb 2006 16:24 ]
Post subject: 

Var félagi í Verði á Akureyri áður en ég flutti út. Þó að mér fynnist ekki allt jákvætt sem sjálfstæðisflokkurinn er að gera þessa dagana þá eru engir aðrir valkostir sem komast nálægt þeim að mínu mati.

Author:  Spiderman [ Mon 06. Feb 2006 18:35 ]
Post subject: 

Ég var í stjórn Heimdalls, félags ungra Sjálfstæðismann frá 2003-2004. En í dag vil ég sem minnst af þessu félagi vita, eintómir kommar þar við lýði, ekkert að gerast, engin gagnrýni á flokkinn eins og tíðkaðist alla vega undanfarin 10 ár þar á undan. Í dag held ég að skoðanir mínar rúmist helst innan frjálshyggjufélagsins.

Author:  Ketill Gauti [ Mon 06. Feb 2006 18:56 ]
Post subject: 

Pólitík hvað er nú það!!! :roll:

Author:  bebecar [ Mon 06. Feb 2006 19:03 ]
Post subject: 

Frjálshyggjan heillar nefnilega - en sjálfur er ég í smá dilemmu milli frjálshyggjunnar og þriðju leiðarinnar.

Author:  oldschool. [ Mon 06. Feb 2006 22:51 ]
Post subject: 

Ketill Gauti wrote:
Pólitík hvað er nú það!!! :roll:


pabbi þinn er framsóknarmaður...

Author:  Knud [ Mon 06. Feb 2006 23:24 ]
Post subject: 

Hef ekki enþá fundið mig knúinn til að pæla í pólítík en líklegast gerist það einn daginn

Author:  Zyklus [ Mon 06. Feb 2006 23:43 ]
Post subject: 

Spiderman wrote:
Ég var í stjórn Heimdalls, félags ungra Sjálfstæðismann frá 2003-2004. En í dag vil ég sem minnst af þessu félagi vita, eintómir kommar þar við lýði, ekkert að gerast, engin gagnrýni á flokkinn eins og tíðkaðist alla vega undanfarin 10 ár þar á undan. Í dag held ég að skoðanir mínar rúmist helst innan frjálshyggjufélagsins.


Kommar í Heimdalli? Hvað eru Vinstri grænir þá? :lol:

Það sem hefur helst fælt mann frá Sjálfstæðisflokknum eru akkúrat þessir öfga nýfrjálshyggjumenn. Þeir eru svipaðir kommum að því leiti að þeir eru fastir í hugmyndum sem ganga upp í bókum, ekki raunveruleika. Maður finnst þeir vera eitthvað svo einfaldir.

Held að skásta stefnan sé hófsöm hægristefna, þ.e.a.s. að reyna að hafa viðskipti sem frjálsust en samt að hafa gott velferðarkerfi þar sem allir hafa jafnan aðgang að menntun og heilsugæsuþjónustu. Ég er samt ekki að tala um einhverja jafnaðarmannastefnu...

En sammála þér varðandi gagnrýnina á flokkinn, eða réttara sagt, skort á henni. Helst til mikið af undirmálsmönnum sem segja já og amen við öllu frá flokksforustunni, einungis til að fá góðu bitana.

Annars er fyndið að í tíð Sjálfstæðisflokks hefur t.d. kostnaður við utanríkisþjónustuna vaxið mjög mikið (óþarfa sendiherrar einhver? :roll: ) en samt kennir flokkurinn sig við hægri og þar með minnkandi ríkisafskipti.

Já, svona er margt skrítið í kýrhausnum...

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/