IceDev wrote:
Þess má til gamans geta að Crossfire eru hrottaleg kaup
5 millur fyrir 215 hö bíl, 1500 kg með ógeðslegri innréttingu
Gefðu mér þá Z3 M coupe any day
Rökstuðning takk fyrir, hefur þú keyrt einhvern af þessum bílum, það er Z3M, 350Z, TT eða Crossfire? Ég er alls ekki að verja minn bíl, veit vel að hann er umdeildur en mér leiðist alltaf þegar menn ætla að fara dæma einhverja bíla sem þeir hafa ekki prófað. Þrátt fyrir að Crossfire kosti 5,5 kúlur í umboðinu þá er Sparibíll að bjóða loaded bíl á 4 millur sem er bara nokkuð gott verð. Þú talar um að hann sé 1500 kg, veit ekki betur en að minn bíll sem er með hakað við allt á pöntunarblaðinu nema sjálfskiptingu vigti 1388 kg. Ef þú ætlar að bera Crossfire saman við Z3M coupe þá er nú eðlilegra að þú berir Crossfire SRT sem er 330 hestöfl við M bílinn. Ef menn eru svona uppteknir að kópera sinn bílasmekk eftir skoðunum Clarkson þá er kannski rétt að minnast á það að hann valdi Crossfire sem besta bílinn af þessum þremur í Íslandsþættinum. Þrátt fyrir að Crossfire sé "bara" 215 hestöfl þá er það að skila honum á svipuðum tíma í hundraðið og S2000, Porsche Boxster og RX8 (stærri vélin).
Innréttingin er náttúrulega smekksatriði, en mér persónulega þykir þetta vera ein flottasta innrétting sem ég hef séð, það var einmitt ástæða þess að ég keypti þennan tiltekna bíl.

_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual