bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Ekki BMW en þó ættaður frá Þýskalandi https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13702 |
Page 1 of 2 |
Author: | Spiderman [ Mon 30. Jan 2006 11:29 ] |
Post subject: | Ekki BMW en þó ættaður frá Þýskalandi |
Ég keypti mér þennan bíl frá Florida rétt fyrir jól og kemur hann á götuna í dag. Um er að ræða Chrysler Crossfire Limited árgerð 2005. Bíllinn er Coupe sem er töluvert stílbrot hjá mér þar sem ég hef átt blæjubíla undanfarin 3 ár. Ástæða þess að ég valdi Coupe er vegna þess að ég féll fyrir þeirri útfærslu upprunalega auk þess sem ég vildi stífleikan í boddýið sem er ekki mögulegt í blæjubílnum þar sem harður toppur er mér vitanlega ekki fáanlegur. Bíllinn kom á götuna í mars 2005 og er ekinn aðeins 8 þús mílur. Einn eigandi var að bílnum í USA. Bíllinn er með öllum hugsanlegum aukahlutum úr verksmiðju nema að sjálfsögðu sjálfskiptingu og er bíllinn því með 6 gíra sportlegum kassa. Mörgum sportbílaáhugamönnum finnst lítið varið í bandaríska sportbíla og er ég þar á meðal. Ekki það að ég hafi eitthvað á móti þessum bílum heldur eru þjóðverjar bara færari í þessum iðnaði. Crossfire á lítið skylt við Bandaríkin þar sem þessi bill er í raun þýskur. Hann er smíðaður af Karmann í Þýskalandi og allt kram er fengið úr Mercedes Benz SLK 320. Vélin er 3,2 lítra V6 sem skilar 215 hestöflum við 5.700 rpm og Torque 229 við 3000 rpm. Bíllinn er 6,5 í hundraðið. Þyngdardreifingin er 54% front vs. 46% rear. Í Limited útfærslu vegur bíllinn 1388 kg. Crossfire er ekki beint algengur bíll hér á landi og er þetta þriðji bíllinn sem kemur á götuna en auk þess er tveir óskráðir bílar til sölu í sitthvoru umboðinu. Það sem þessi hefur umfram hina bílana hér á landi er 6 gíra kassinn sem er að mínu mati algjört lykilatriði í 2 sæta sportara. Eftirfarandi er búnaður í bílnum sem ég man eftir Rautt og dökkgrátt tvílitt leður ABS ASR spólvörn Dekkin eru Michelin Pilot Sport 2 og er stærðin 225/40ZR18 að framan og 255/35RZ19 að aftan Felgurnar eru 18x7,5 tommur að framan og 19x9 tommur að aftan ESP stöðugleikakerfi Fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn og panic sírenu Geislaspilari High Intensity Discharge( Xenon birta) framljós og kastarar Reyklitaðar rúður Loftkæling Navigation kerfi Rafdrifin sæti, speglar og rúður Spoiler sem er rafknúinn og fer upp þegar hundraðið nálgast Dekkjaviðgerðarsett sem samanstendur meðal annars af 12 volta loftdælu Bílskúrshurðaopnari Glasahaldari Hitamælir Hiti í sætum Hitaðir aðfellanlegir speglar Viðgerðarsett 240 watta magnari og 6 hátalara Infinity kerfi með Subwoofer Ég smellti nokkrum myndum af eftir fyrsta þvottinn en til stendur að taka betri myndir ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | saemi [ Mon 30. Jan 2006 11:51 ] |
Post subject: | |
http://www.allpar.com/cars/chrysler/crossfire.html Fín grein... |
Author: | Eggert [ Mon 30. Jan 2006 14:33 ] |
Post subject: | |
Geðveikur að innan ![]() |
Author: | noyan [ Mon 30. Jan 2006 14:38 ] |
Post subject: | |
interior-ið er klám, geðveikur bíll. |
Author: | Thrullerinn [ Mon 30. Jan 2006 14:53 ] |
Post subject: | |
Bara búinn að fá gripinn !!!! Til hamingju, lítur ekkert smá vel út ![]() |
Author: | Jss [ Mon 30. Jan 2006 15:04 ] |
Post subject: | |
Til hamingju með þetta, glæsilegur bíll. |
Author: | Þórir [ Mon 30. Jan 2006 15:08 ] |
Post subject: | |
Glæsilegur bíll. ![]() ![]() Til hamingju! |
Author: | gstuning [ Mon 30. Jan 2006 16:16 ] |
Post subject: | |
Verður að afsaka en þetta finnst mér ekki flott, no offence |
Author: | Schulii [ Mon 30. Jan 2006 18:51 ] |
Post subject: | |
Flottur bíll, innréttingin er virkilega töff!! ![]() |
Author: | iar [ Mon 30. Jan 2006 20:34 ] |
Post subject: | |
Flottur bíll! En hvað er málið með gráu gluggapóstana? Sé að þetta er líka á síðunni sem Sæmi póstaði... |
Author: | Spiderman [ Wed 01. Mar 2006 23:47 ] |
Post subject: | |
Ég tók smá bíltúr út á Nes í góða veðrinu í fyrrakvöld, það var ekki annað hægt en að smella af ![]() ![]() ![]() ![]() |
Author: | Hemmi [ Wed 01. Mar 2006 23:58 ] |
Post subject: | |
ég hef aldrei verið hrifinn af amerískum bílum en þessi er nú bara nokkuð svalur, þú verður svo að taka nokkrar myndir þegar það er bjart, það er alltaf myrkur þegar þú tekur myndir ![]() |
Author: | Spiderman [ Thu 02. Mar 2006 00:01 ] |
Post subject: | |
Hemmi wrote: ég hef aldrei verið hrifinn af amerískum bílum en þessi er nú bara nokkuð svalur, þú verður svo að taka nokkrar myndir þegar það er bjart, það er alltaf myrkur þegar þú tekur myndir
![]() Ég veit það, hefði ég verið korteri fyrr á ferðinni þá hefði ég náð í björtu, það er fljótt að dimma ![]() |
Author: | rutur325i [ Thu 02. Mar 2006 00:14 ] |
Post subject: | |
ég fíla þessa bíla, Good job |
Author: | O.Johnson [ Fri 03. Mar 2006 13:53 ] |
Post subject: | |
Virkilega flott neðsta myndin |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |