gstuning wrote:
bimmer wrote:
Ég held að það hafi mikið að segja að krakkar lesa allt of lítið.
Foreldrar verða að sjá til þess að krakkarnir hafi mikið að lesa.
Með því að lesa mikinn texta og góðann texta þá fær maður meiri tilfinningu fyrir hvernig á að skrifa rétt. Ég amk. trúi því.
Það er takmarkað hvað yfirkeyrðir kennarar með allt of stóra bekki geta gert.
Krakkar lesa meira núna heldur enn nokkurn tímann áður, þar sem að internetið er hvort eð er bara ein risa risa bók, það versta er bara að allir þessir krakkar eru að lesa texta eftir hvorn annan á blogginu hjá fólki og nota það sem þeir lesa,
Ég er 100% viss um að þetta er ferli sem verður ekki hægt að ná stöðuleika á og viðhalda ákveðnum "gæðum"..
Get ready for the end
Já en.... það að lesa af internetinu er ekki sama og að lesa bók. Það getur hvaða auli sem er sett inn á netið texta, enda sér maður svo mikið af slæmum hlutum hérna á skjánum textalega séð. En ef þú gefur út bók... þá er hún nú lesin yfir og skrifuð af e-m sem kann stafsetningu í fyrir það fyrsta!
Ég segi að það sé ekki það sama að lesa af netinu og bók! Svo bara er ungt fólk svo latt í dag, nennir ekki held ég að spá í þessu. En mér finnst það alveg ferlega lélegt þegar fólk getur ekki talað/skrifað rétt, finnst það það næsta sem maður kemst því hreinlega að vera ólæs!!