bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Zetan eignast vin... [GT3 kittið(loksins)]
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13614
Page 1 of 12

Author:  Thrullerinn [ Tue 24. Jan 2006 17:44 ]
Post subject:  Zetan eignast vin... [GT3 kittið(loksins)]

Eftir tíu daga þá ætti þessi gripur að detta á hafnarbakkann..
Þetta er Carrera 2, svartur með svartri innréttingu, beinskiptur sex gíra.
Það er toppviðhald á honum.. ekinn 45 þús. km.

Ég keypti hann í byrjun des og þetta eru einu myndirnar sem ég á af
honum, hann á að vera "flawless", sem mér sýnist hann vera. En svolítið erfitt
að treysta myndum.

En betri myndir koma seinna og eflaust verður tekið myndasession þegar
ég fæ hann í hendurnar.

Image
Image

fullsize
fullsize

Author:  Spiderman [ Tue 24. Jan 2006 17:47 ]
Post subject: 

Big respect :clap:

Þarf ekki að hafa fleiri orð um þennan bíl, þú veist hvað mér finnst um hann :!:

Author:  Djofullinn [ Tue 24. Jan 2006 17:59 ]
Post subject: 

Flottur Þröstur! Mig hefur lengi langað í svartan 911 Cabrio 8)
Innilega til hamingju!

Ertu að taka hann inn frá USA?

Author:  Thrullerinn [ Tue 24. Jan 2006 18:04 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Flottur Þröstur! Mig hefur lengi langað í svartan 911 Cabrio 8)
Innilega til hamingju!

Ertu að taka hann inn frá USA?


Já, ég las mig svolítið til áður, allir 996 eru framleiddir í Þýskalandi, þannig
eini munurinn eru mílumælirinn og fjöðrunin.

Er búinn að fá kílómetramæli á ebay og hann er á leiðinni. Fjöðrunin sem
fer í hann er euro spec MO30, einnig er hérna hjá mér á gólfinu oem Xenon
retrofit í hann.

Annars eru ýmsar pælingar í gangi, en ég ætla að bíða þangað til hann
kemur til landsins.

Author:  Geirinn [ Tue 24. Jan 2006 18:06 ]
Post subject: 

Heheh, þá veit maður að það er sniðugt að taka myndir af mökkrispuðum bílum í snjó og exporta þeim :lol:

Neinei, þetta virðist vera þrusueintak og þvílíkt áttu eftir að skemmta þér topless á þessum.

Til hamingju.

Author:  Djofullinn [ Tue 24. Jan 2006 18:10 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
Djofullinn wrote:
Flottur Þröstur! Mig hefur lengi langað í svartan 911 Cabrio 8)
Innilega til hamingju!

Ertu að taka hann inn frá USA?


Já, ég las mig svolítið til áður, allir 996 eru framleiddir í Þýskalandi, þannig
eini munurinn eru mílumælirinn og fjöðrunin.

Er búinn að fá kílómetramæli á ebay og hann er á leiðinni. Fjöðrunin sem
fer í hann er euro spec MO30, einnig er hérna hjá mér á gólfinu oem Xenon
retrofit í hann.

Annars eru ýmsar pælingar í gangi, en ég ætla að bíða þangað til hann
kemur til landsins.
Glæsilegt.
Hvað er síðan planið með Zetuna? Eiga hana áfram eða selja? :)

Author:  Thrullerinn [ Tue 24. Jan 2006 18:14 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Glæsilegt.
Hvað er síðan planið með Zetuna? Eiga hana áfram eða selja? :)


Beið eftir þessu :)
Svarið er: Ég hef ekki hugmynd..

Þessi bíll er afskaplega mikið hliðarskref, þetta var ekki í planinu,
en aðstæður sköpuðust og mig langaði til að flippa aðeins :)

Author:  jens [ Tue 24. Jan 2006 18:17 ]
Post subject: 

Nice þetta er svakalegur bíll, til hamingju.

Author:  Bjössi [ Tue 24. Jan 2006 19:10 ]
Post subject: 

Glæsilegur bíll, til hamingju með hann :)

Author:  ///Matti [ Tue 24. Jan 2006 19:18 ]
Post subject: 

:clap: :clap: :clap: Svalur maður 8) 8)

Author:  Angelic0- [ Tue 24. Jan 2006 19:19 ]
Post subject: 

ég fer í fýlu ef að þú selur Z-una :(

Author:  Jónki 320i ´84 [ Tue 24. Jan 2006 19:24 ]
Post subject: 

Flottur bíll 8) Til hamingju :wink:

Author:  Kristjan [ Tue 24. Jan 2006 19:27 ]
Post subject: 

Þetta er æðislegur bíll maður, til hamingju með þetta. Flóran batnar bara fyrir vikið.

Author:  Eggert [ Tue 24. Jan 2006 19:48 ]
Post subject: 

Bara svalt, og big props fyrir að ganga í það að skipta út þessum mílumæli. Fer fátt meira í pirrurnar á mér í svona bílum en mílumælir.

Við treystum á að þú komir með betri myndir þegar hann er kominn :!: :wink: 8)

Author:  Jónki 320i ´84 [ Tue 24. Jan 2006 19:54 ]
Post subject: 

Eggert wrote:
Bara svalt, og pig props fyrir að ganga í það að skipta út þessum mílumæli. Fer fátt meira í pirrurnar á mér í svona bílum en mílumælir.

Við treystum á að þú komir með betri myndir þegar hann er kominn :!: :wink: 8)


:rollinglaugh:

Page 1 of 12 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/