bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Fjandinn felgan losnaði af, á 70 km. hraða
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13464
Page 1 of 2

Author:  Thrullerinn [ Sun 15. Jan 2006 23:51 ]
Post subject:  Fjandinn felgan losnaði af, á 70 km. hraða

Langaði til að deila svolitlu, ég fór með súkkuna á ónefnt verkstæði fyrir
um tveim vikum til að skipta um hjólalegur að framan.

Þetta gerðist þegar við vorum á leið upp í Húsafell og ég fann að þegar
ég bremsaði þá var eitthvað laust! Þegar ég gaf í og bremsaði, small
eitthvað. Ég bölvaði þessu bara og hélt að stífan eða eitthvað
sambærilegt hefði losnað..

En síðan eftir 2 km. þá byrjuðu þessi þvílíki víbringur, ég hélt fyrst að
væri eftir plóginn sem hafði rutt veginn, þ.e. svona þvottabretti.
Ég hægði bara á ferðinni rólega og stoppaði, hoppaði út og sparkaði í
dekkið, ég fattaði svo að ég hefði í raun ekkert átt að sparka í dekkið
því engin ró var til að halda felgunni! Samt var hún ekki farin af !?!?

Málið er að allir boltarnir höfðu losnað og innstu hringurinn á felgunni hafði
skorðast af á lokunni.

Nú er bara að draga andann og hella sér yfir gaurana á verkstæðinu, því
hefði felgan flogið af á þessum hraða þá hefði ýmislegt geta gerst :roll:

Ég rölti einhvern hálfan km. á næsta bæ (Laugavellir) og þar var maður
einn sem reddaði mér öllum verkfærum, meira að segja skutlaðist hann
með mér á bílnum sínum og við redduðum þessu á nokkrum mín. :)

Author:  Geirinn [ Mon 16. Jan 2006 00:00 ]
Post subject: 

Alveg með ólíkindum hvað sumir geta verið utan við sig. Svona á ALLS ekki að gerast og á að taka mjög hart á svona mistökum.

Author:  Stebbtronic [ Mon 16. Jan 2006 00:07 ]
Post subject: 

Vááá

Þetta á ekki að líðast svona vinnubrögð.
Það allra minnsta sem þeir gætu gert væri að endurgreiða þér viðgerðina
því þetta er bara næstum tilraun til manndráps, kannski ekki alveg en ef ég væri þú færi ég örugglega upp á verkstæðið með felgulykil og murkaði þessa pappakassa :burn:

Author:  Lindemann [ Mon 16. Jan 2006 00:25 ]
Post subject: 

þetta er líka ein af ástæðunum yfir afhverju á alltaf að gera það sem fæstir gera...nota herslumæli!

Það er ömurlegt að lenda í svona...pabbi lenti í þessu á bíl sem hann átti á 38" dekkjum og rétt reddaði sér á 1 felgubolta og ró, allir hinir boltarnir brotnuðu eftri að rærnar fóru.

Author:  IvanAnders [ Mon 16. Jan 2006 00:40 ]
Post subject: 

Þetta er ferlegt!!! skil reiðina og pirringinn vel, :evil: en allar líkur eru á að það sem að gerst hefur er að felgurnar hafa verið loftherrtar (way to much) eins og tíðkast á svona c.a. 98% verkstæða (sem að er glatað!) og 99.9% bíla sleppa við þetta.
þannig að óvíst er að einhvert vítavert gáleysi hafi átt sér stað, hins vegar hlakka ég mjög til að heyra um viðbrögð verkstæðisins!!
leitt að heyra og gangi þér vel með þetta :wink:

Author:  srr [ Mon 16. Jan 2006 00:48 ]
Post subject: 

En eins og alltaf er sveitafólkið boðið og búið við að aðstoða náungann :wink:

Author:  Thrullerinn [ Mon 16. Jan 2006 00:52 ]
Post subject: 

srr wrote:
En eins og alltaf er sveitafólkið boðið og búið við að aðstoða náungann :wink:


Þokkalega :), en við báðir klóruðum okkur mikið í hausnum að felgan hafði
ekki farið af :?

Þetta var hert með felgulykli eða "toppi", ekki loftgræju..

Hinvegar var viðgerðin nótulaus.. en ætla að ræða þetta mál við þá.

Author:  Geirinn [ Mon 16. Jan 2006 00:55 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
srr wrote:
En eins og alltaf er sveitafólkið boðið og búið við að aðstoða náungann :wink:


Þokkalega :), en við báðir klóruðum okkur mikið í hausnum að felgan hafði
ekki farið af :?

Þetta var hert með felgulykli eða "toppi", ekki loftgræju..

Hinvegar var viðgerðin nótulaus.. en ætla að ræða þetta mál við þá.


Reyndar eru þessar stálfelgur sem ég er með undir mínum E30 alveg svakalega fastar á og það þarf sleggju til að koma þeim af.

Author:  IvanAnders [ Mon 16. Jan 2006 00:55 ]
Post subject: 

HA? 47k fyrir leguskipti?!?!? :shock:

Author:  Tommi Camaro [ Mon 16. Jan 2006 01:01 ]
Post subject: 

Lindemann wrote:
þetta er líka ein af ástæðunum yfir afhverju á alltaf að gera það sem fæstir gera...nota herslumæli!

Það er ömurlegt að lenda í svona...pabbi lenti í þessu á bíl sem hann átti á 38" dekkjum og rétt reddaði sér á 1 felgubolta og ró, allir hinir boltarnir brotnuðu eftri að rærnar fóru.


erti klikkaður þá myndi verða dyrar að setja felgunar undir heldur en láta skifta um dekk á þeim.
þetta er bara dæmi gert þegar loftlykill er notaður með of miklu trukki þá hreinsast gengjunar úr felgurónum eða boltanir tapa gengjum. það á bara alltaf að hand herða felgur undir tylla með loft taka svo bara á með höndum.
ekki eitthvað herslumælirsæfingar þú ert ekki að setja hedd á bíllinn

Author:  Jónki 320i ´84 [ Mon 16. Jan 2006 01:02 ]
Post subject: 

IvanAnders wrote:
HA? 47k fyrir leguskipti?!?!? :shock:


Hvar sérðu það??

Author:  Tommi Camaro [ Mon 16. Jan 2006 01:02 ]
Post subject: 

IvanAnders wrote:
HA? 47k fyrir leguskipti?!?!? :shock:

gæti verið þessi gull legu týpa :) en þetta finnst mér of mikið

Author:  Thrullerinn [ Mon 16. Jan 2006 01:45 ]
Post subject: 

Jónki 320i ´84 wrote:
IvanAnders wrote:
HA? 47k fyrir leguskipti?!?!? :shock:


Hvar sérðu það??


Ég editaði það út, fannst það ekki relevant. En whatever, já þetta kostaði
þessa upphæð og það fauk í mig :evil:

Author:  Jónki 320i ´84 [ Mon 16. Jan 2006 01:46 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
Jónki 320i ´84 wrote:
IvanAnders wrote:
HA? 47k fyrir leguskipti?!?!? :shock:


Hvar sérðu það??


Ég editaði það út, fannst það ekki relevant. En whatever, já þetta kostaði
þessa upphæð og það fauk í mig :evil:


WOW það er mikið :shock:

Author:  Thrullerinn [ Mon 16. Jan 2006 10:23 ]
Post subject: 

Ræddi við mennina þarna og þeir voru miður sín yfir þessu, hellti mér
ekki yfir einn né neinn, það gerir enginn svona viljandi.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/