bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Eru einhverjir tónlistamenn á kraftinum??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13439
Page 1 of 3

Author:  Jonni s [ Fri 13. Jan 2006 21:53 ]
Post subject:  Eru einhverjir tónlistamenn á kraftinum??

Sælir, ég var bara að spá í hvort það væru einhverjir tónlistamenn sem stunda þennan spjallþráð? Ég var að láta mér detta það í að hrækja saman í band fyrir einhverja samkomuna. Er sjálfur bassaleikari og get sungið.

Munið bara efasemdamenn að svona byrjaði Sniglabandið :D

Author:  íbbi_ [ Fri 13. Jan 2006 22:46 ]
Post subject: 

ég spila/ði bæði á gítar og trommur og var á tímabili að dunda í einhevrju elektró dæmi sem ég veit eiginlega ekki hvað ég á að kalla, ég hef hinsvegar ekki snert á hljóðfæri í eflaust ár þannig að.... :oops:

Author:  pallorri [ Fri 13. Jan 2006 23:00 ]
Post subject: 

Hef spilað á rafmagns- og kassagítar í nokkur ár og er búinn að vera í einhverjum tribute böndum.
Bæði í kennslu og svo bara sjálfsnám.
Spilaði líka á fiðlu í 6 ár en hætti útaf því að það var ekki cool þegar maður var 13 ára :)

Author:  arnibjorn [ Fri 13. Jan 2006 23:09 ]
Post subject: 

Ég kann að flauta... :roll:

Author:  oldschool. [ Fri 13. Jan 2006 23:35 ]
Post subject: 

ég kann á hljómborð :D :D

Author:  Jonni s [ Fri 13. Jan 2006 23:58 ]
Post subject: 

Glæsilegt!!

Palli varst þú nokkuð í fjölbraut á króknum forðum daga??

Þá vantar okkur ekkert nema eina feita til að vita hvað bandið á að heita :D

En ef það eru einhverjir fleiri endilega gefið ykkur fram.

Author:  Schulii [ Sat 14. Jan 2006 01:00 ]
Post subject: 

Ég er að glamra á gítar í einhverri hljómsveit og var að tromma í smátíma í annarri.. svo syng ég eitthvað með hljómsveitinni núna svo bakvið lágt :)

Author:  pallorri [ Sat 14. Jan 2006 01:04 ]
Post subject: 

Jonni s wrote:
Palli varst þú nokkuð í fjölbraut á króknum forðum daga??


Hehe nei það passar ekki, bara í Fjölbraut í Garðabænum :)

Author:  Kristjan [ Sat 14. Jan 2006 02:16 ]
Post subject: 

Ég er ögn menntaður söngvari

Author:  Djofullinn [ Sat 14. Jan 2006 02:57 ]
Post subject: 

Ég spila á gítar, sjálfmenntaður bara.

Author:  mattiorn [ Sat 14. Jan 2006 03:15 ]
Post subject: 

Ég er alt-muligt bara.. gítar, trommur, bassa.. allt nema söng:)

Author:  Eggert [ Sat 14. Jan 2006 04:25 ]
Post subject: 

Búinn að spila á gítar frá því ég var polli... en spila örsjaldan núorðið.

Author:  HPH [ Sat 14. Jan 2006 04:44 ]
Post subject: 

ég spila/bítil/sem á MACa s.s. GarageBand, ProTool´s, Absynth, Xphraze,og fleiri forrit.

Author:  Einsii [ Sat 14. Jan 2006 09:22 ]
Post subject: 

ég get mixað ;)

Author:  Hrannar [ Sat 14. Jan 2006 09:56 ]
Post subject:  Hljóðkerfi

Ég get leigt ykkur massa hljóðkerfi. d&b audiotechnik Q7 ásamt fleiru. Sama og Kraftwerk notar.

Image

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/