bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Ritstjórar DV segja upp https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13423 |
Page 1 of 1 |
Author: | HPH [ Fri 13. Jan 2006 09:59 ] |
Post subject: | Ritstjórar DV segja upp |
Tekið af MBL.is Quote: Ritstjórar DV, þeir Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, hafa sagt upp störfum. Í fréttatilkynningu sem þeir hafa sent frá sér segir að: „DV hefur lent í ófriði í umræðum í þjóðfélaginu undanfarna daga. Nauðsynlegt er að skapa að nýju ró um blaðið og koma á vinnufriði hjá öllu því dugandi starfsfólki, sem unnið hefur á ýmsum sviðum þess. Til þess að svo megi verða höfum við sagt af okkur sem ritstjórar blaðsins frá og með deginum í dag."
Í þeirra stað hafa þeir Björgvin Guðmundsson og Páll Baldvin Baldvinsson verið ráðnir ritstjórar DV frá og með deginum í dag. Í tilkynningu frá 365 miðlum kemur fram að Björgvin hóf störf á Fréttablaðinu þegar það var stofnað vorið 2001. Í upphafi árs 2003 réði hann sig á ritstjórn Morgunblaðsins þar til hann snéri aftur og tók þátt í stofnun Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti, í apríl 2005. Björgvin var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, í tvö ár og sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna. Hann hefur stundað nám í hagfræði við Háskóla Íslands. Páll Baldvin Baldvinsson hóf störf á DV í ágúst 2004 og hefur gegnt starfi menningarritstjóra blaðsins. Hann var innkaupastjóri Stöðvar 2 1987-199, dagskrárstjóri 1995-2001 og listrænn ráðunautur Leikfélags Reykjavíkur 1991-1995. Páll Baldvin var ritstjóri Stúdentablaðsins 1975-1977 og hefur fjallað um menningarmál í fjölmiðlum frá 1970 á Tímanum, Þjóðviljanum og DV, RÚV, Stöð 2 og NFS. Páll Baldvin er menntaður í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands og leikhúsfræði frá Goldsmith College í London. http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1178849 |
Author: | Thrullerinn [ Fri 13. Jan 2006 10:23 ] |
Post subject: | |
Ísland er alltof lítið land fyrir svona blað, einfaldasta og friðsamlegasta lausnin væri að leggja það niður. Það er nánast ekkert nema neikvæðar fréttir og greinar sem er birtar á síðum þess. |
Author: | Djofullinn [ Fri 13. Jan 2006 10:44 ] |
Post subject: | |
![]() |
Author: | Einarsss [ Fri 13. Jan 2006 10:55 ] |
Post subject: | |
Djofullinn wrote: :clap:
|
Author: | pallorri [ Fri 13. Jan 2006 10:56 ] |
Post subject: | |
![]() Ég skeini mér með DV. |
Author: | HPH [ Fri 13. Jan 2006 11:05 ] |
Post subject: | |
trapt wrote: ![]() Ég skeini mér með DV. DV er of ómerkilekt blað til að skeina sér með því. btw. ég vann einusinni hjá DV. ekki sem blað beri. |
Author: | Hemmi [ Fri 13. Jan 2006 11:16 ] |
Post subject: | |
trapt wrote: ![]() Ég skeini mér með DV. passa bara að fá ekki blekeitrun ![]() |
Author: | gunnar [ Fri 13. Jan 2006 11:56 ] |
Post subject: | |
Þetta er alla vega byrjun, næsta skrefið er að sjálfsögðu að hætta að versla þetta sorprit... Skil ekki í fólki sem kaupir þetta. |
Author: | Jónki 320i ´84 [ Fri 13. Jan 2006 19:10 ] |
Post subject: | |
![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |