bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Angelic0 komst í fréttirnar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13407
Page 1 of 1

Author:  pallorri [ Thu 12. Jan 2006 16:56 ]
Post subject:  Angelic0 komst í fréttirnar

Angelic0- wrote:
Svo varð ég fyrir því ólukkulega þegar að GStuning var að meta hvað þetta gírkassabrak væri að hann keyrði í holu og eitt stykki Rondell er kengboginn, en bærinn á að borga þetta, ég á bara að fara með felguna upp á skrifstofu, að allra sögn! :)


http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1178690

:D

Author:  Djofullinn [ Thu 12. Jan 2006 17:22 ]
Post subject: 

:lol: Angelic0 að valda usla

En vonandi fara þeir að gera eitthvað í þessu helvítis apakettirnir

Author:  Hannsi [ Thu 12. Jan 2006 17:59 ]
Post subject: 

já þessar holur eru ekkert smá hættulegar!!
fór þarna um daginn og nánast slætaði eftir túninnu við það að forðast holurnar :lol:

Author:  Danni [ Thu 12. Jan 2006 18:44 ]
Post subject: 

Ég vitna nú bara í Hannes og segji að þetta eru engar holur, það vantar bara búta úr veginum!

Ég keyrði þarna framhjá í átt frá löggustöðinni, mjög hægt, til að sjá þessar holur og var kominn smá inná veginn og lenti í mörgum holum og varð bara hissa hversu slæmt þetta gat orðið á stuttum tíma, svo varð vegurinn betri og svo bara hvarf hann á nokkrum stöðum og ég snéri við því ég þorði ekki að reyna að fara yfir :shock:

En sem ég get sagt er, EKKI reyna að keyra flugvallarveginn á milli Reykjanesshallar og gatnamótunum að Sólvallagötu!

Author:  GunniT [ Thu 12. Jan 2006 20:58 ]
Post subject: 

Pff bara taka þetta á ferðini... hehe nei nei þetta er mjög slæmt fer ekki einu sinni þarna á Súkkuni!!

Author:  pallorri [ Thu 12. Jan 2006 22:29 ]
Post subject: 

Bíddu er þetta er orðinn einhver fjallavegur?

Author:  HPH [ Thu 12. Jan 2006 22:32 ]
Post subject: 

trapt wrote:
Bíddu er þetta er orðinn einhver fjallavegur?

Nei svona er þetta bara út á landi. :lol:

Author:  oldschool. [ Fri 13. Jan 2006 00:19 ]
Post subject: 

gatnakerfi Ísland sökkar.... :roll:

Author:  iar [ Fri 13. Jan 2006 12:45 ]
Post subject: 

trapt wrote:
Bíddu er þetta er orðinn einhver fjallavegur?


Skeifan, kaflinn á milli Rúmfatalagersins og Hagkaupa er líka að verða ófær öðrum en vel útbúnum fjallajeppum og torfærutækjum. :?

Author:  Geirinn [ Fri 13. Jan 2006 12:47 ]
Post subject: 

Ok kannski OT.

En varðandi svona ófærðir þá eru hraðahindranirnar í hesthúsahverfinu í Kópavoginum mestu ógeð í heimi og ég mun aldrei keyra þar aftur á mínum bíl.

Author:  gunnar [ Fri 13. Jan 2006 13:04 ]
Post subject: 

Ég fór þarna einu sinni á 320 bíl sem ég átti, lækkaðu 60/40, snéri við..

Author:  Geirinn [ Fri 13. Jan 2006 13:06 ]
Post subject: 

Mig langaði að snúa við, nema hvað það var bíll í rassgatinu á mér.

Og já minn er lækkaður 60/40 :) Fékk gríðarlega samúðarverki.

Author:  Kristjan [ Fri 13. Jan 2006 13:22 ]
Post subject: 

Magnað, sjaldan þegar það er betra færi fyrir norðan hehe

Author:  gunnar [ Fri 13. Jan 2006 18:35 ]
Post subject: 

Já gerist ekki oft..

Author:  Angelic0- [ Fri 13. Jan 2006 20:05 ]
Post subject: 

Ég er að fá þá til að gera rassíu !

Þetta er ómögulegt... vegurinn er hryllingur !

Ég fór með bæði fram og afturfelguna líka.. hún er rispuð eftir holuna !

Ætla að fá þetta bætt í topp !

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/