bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Apple hyggst fara í mál við íslenskaríkið vegna tolla á iPod https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13406 |
Page 1 of 2 |
Author: | HPH [ Thu 12. Jan 2006 14:48 ] |
Post subject: | Apple hyggst fara í mál við íslenskaríkið vegna tolla á iPod |
tekið af MBL.is Quote: Apple fyrirtækið á Íslandi hyggst fara í mál við íslenska ríkið vegna þeirra tolla sem eru lagðir á iPod mp3-spilara hérlendis. Að sögn Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra Apple, hafa lögfræðingar fyrirtækisins safnað öllum viðeigandi gögnum og má búast við hreyfingu í málinu á næstunni, jafnvel í janúar að sögn Bjarna.
„Við sitjum ekki við sama borð og aðrir sem búa í Evrópu,“ segir Bjarni varðandi þau vörugjöld sem eru lögð á iPod tækin. Hann segir ekkert annað land í Evrópu leggja slíka tolla á tækin. Við þetta leggst um 35% kostnaður aukalega ofan á innkaupaverðið miðað við það sem gerist í Evrópu, að sögn Bjarna. Aðspurður segir hann íslenska ríkið hafa lítinn áhuga á því að ræða málið frekar. Bjarni áætlar að Íslendingar hafi keypt um 30.000 iPod tæki í fyrra, þar af um 10.000 frá Apple á Íslandi. Hann segir alla bíða tjón af þessu ekki bara fyrirtækið, heldur líka ríkið og neytendur. Ríkið verði af virðisaukaskattstekjum og þeir neytendur, sem fara til útlanda til þess að kaupa tækið, verði sumir af ábyrgð. „Þetta er viðsnúningur hjá stjórnvöldum. Hér áður voru menn að ýta undir þessa upplýsingatæknibylgju, og Björn Bjarnason fór þar fremstur í flokki og gerði það mjög vel. Núna er hinsvegar kominn allt annar póll í hæðina. Hvað ætla menn að gera með símana og alla þessa nýju tækni? Þetta er bara hluti af þessari upplýsingatækni,“ segir Bjarni. http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1178653 |
Author: | Einarsss [ Thu 12. Jan 2006 15:41 ] |
Post subject: | |
snilld ... þó ég sé ekki að fíla ipod þá á þetta við um aðra mp3 spilara líka og ég vona að þeir vinni! ![]() |
Author: | Svezel [ Thu 12. Jan 2006 16:12 ] |
Post subject: | |
apple á íslandi eru bara aular að flytja ipod inn sem upptökutæki en ekki sem spilara |
Author: | Djofullinn [ Thu 12. Jan 2006 16:13 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: apple á íslandi eru bara aular að flytja ipod inn sem upptökutæki en ekki sem spilara Spilara? Hver er tollurinn á því?
Geta þeir ekki flutt þetta inn sem Tölvuhlut? Lægstu gjöldin á því |
Author: | HPH [ Thu 12. Jan 2006 16:14 ] |
Post subject: | |
Svezel wrote: apple á íslandi eru bara aular að flytja ipod inn sem upptökutæki en ekki sem spilara
En eru það þeir sem ráða því? er það ekki skattstjóri/stjórn sem ræður hvað þetta er? |
Author: | bjahja [ Thu 12. Jan 2006 16:18 ] |
Post subject: | |
Eru þeir ekki að reyna að flytja þetta inn sem harða diska? |
Author: | basten [ Thu 12. Jan 2006 16:29 ] |
Post subject: | |
Jú þeir vilja fá þetta skráð sem harða diska en ekki upptökutæki. Eru víst búnir að vera í ströggli við Tollinn vegna þessa. |
Author: | Djofullinn [ Thu 12. Jan 2006 16:31 ] |
Post subject: | |
Upptökutæki? Ég á nú ekki ipod sjálfur... En er nokkuð hægt að taka eitthvað upp á þessu?? |
Author: | pallorri [ Thu 12. Jan 2006 16:44 ] |
Post subject: | |
Er ekki augljósasta skýringin á þessu að maður er að "taka upp" á ipodinn sinn, as in færa lög á milli? |
Author: | Djofullinn [ Thu 12. Jan 2006 16:46 ] |
Post subject: | |
trapt wrote: Er ekki augljósasta skýringin á þessu að maður er að "taka upp" á ipodinn Er þá ekki alveg eins hægt að tolla harða diska sem upptökutæki? Eða allavega harðdisk hýsingar með diskum í... Það væri BARA bjánalegt sinn, as in færa lög á milli? ![]() |
Author: | gstuning [ Thu 12. Jan 2006 16:47 ] |
Post subject: | |
það er voice recorder á Ipod þess vegna er þetta upptöku tæki annars væri þetta bara eins og DVD / CD spilari, |
Author: | basten [ Thu 12. Jan 2006 16:52 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: það er voice recorder á Ipod þess vegna er þetta upptöku tæki annars væri þetta bara eins og DVD / CD spilari,
Ég á 3 stk af iPod og það er ekki voice recorder á neinum þeirra. |
Author: | pallorri [ Thu 12. Jan 2006 16:53 ] |
Post subject: | |
Djofullinn wrote: trapt wrote: Er ekki augljósasta skýringin á þessu að maður er að "taka upp" á ipodinn Er þá ekki alveg eins hægt að tolla harða diska sem upptökutæki? Eða allavega harðdisk hýsingar með diskum í... Það væri BARA bjánalegt sinn, as in færa lög á milli? ![]() Hehe akkúrat mjög heimskulegt En er semsagt meiri tollur á "upptökutækjum" heldur en "afspilunartækjum"? |
Author: | gstuning [ Thu 12. Jan 2006 17:10 ] |
Post subject: | |
basten wrote: gstuning wrote: það er voice recorder á Ipod þess vegna er þetta upptöku tæki annars væri þetta bara eins og DVD / CD spilari, Ég á 3 stk af iPod og það er ekki voice recorder á neinum þeirra. hmm, þá er þetta ekki upptöku tæki og Apple ætti að kæra ríkið, annars þyrfti það sama að gilda með önnur afspilunar tæki |
Author: | Djofullinn [ Thu 12. Jan 2006 17:17 ] |
Post subject: | |
basten wrote: gstuning wrote: það er voice recorder á Ipod þess vegna er þetta upptöku tæki annars væri þetta bara eins og DVD / CD spilari, Ég á 3 stk af iPod og það er ekki voice recorder á neinum þeirra. ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |