bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 21:59

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 14:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jan 2004 15:36
Posts: 3209
Location: inn í bílnum þínum.
tekið af MBL.is
Quote:
Apple fyrirtækið á Íslandi hyggst fara í mál við íslenska ríkið vegna þeirra tolla sem eru lagðir á iPod mp3-spilara hérlendis. Að sögn Bjarna Ákasonar, framkvæmdastjóra Apple, hafa lögfræðingar fyrirtækisins safnað öllum viðeigandi gögnum og má búast við hreyfingu í málinu á næstunni, jafnvel í janúar að sögn Bjarna.

„Við sitjum ekki við sama borð og aðrir sem búa í Evrópu,“ segir Bjarni varðandi þau vörugjöld sem eru lögð á iPod tækin. Hann segir ekkert annað land í Evrópu leggja slíka tolla á tækin. Við þetta leggst um 35% kostnaður aukalega ofan á innkaupaverðið miðað við það sem gerist í Evrópu, að sögn Bjarna. Aðspurður segir hann íslenska ríkið hafa lítinn áhuga á því að ræða málið frekar.

Bjarni áætlar að Íslendingar hafi keypt um 30.000 iPod tæki í fyrra, þar af um 10.000 frá Apple á Íslandi. Hann segir alla bíða tjón af þessu ekki bara fyrirtækið, heldur líka ríkið og neytendur. Ríkið verði af virðisaukaskattstekjum og þeir neytendur, sem fara til útlanda til þess að kaupa tækið, verði sumir af ábyrgð.

„Þetta er viðsnúningur hjá stjórnvöldum. Hér áður voru menn að ýta undir þessa upplýsingatæknibylgju, og Björn Bjarnason fór þar fremstur í flokki og gerði það mjög vel. Núna er hinsvegar kominn allt annar póll í hæðina. Hvað ætla menn að gera með símana og alla þessa nýju tækni? Þetta er bara hluti af þessari upplýsingatækni,“ segir Bjarni.


http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1178653

_________________
E46 330ix touring.
BMW er lífstíll. Við erum 10árum á undan öllum öðrum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 15:41 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 28. Jun 2005 23:13
Posts: 12513
Location: Bitch viltu dick?
snilld ... þó ég sé ekki að fíla ipod þá á þetta við um aðra mp3 spilara líka og ég vona að þeir vinni! :D

_________________
Fullt af CF sem rúllar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:12 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
apple á íslandi eru bara aular að flytja ipod inn sem upptökutæki en ekki sem spilara

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:13 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Svezel wrote:
apple á íslandi eru bara aular að flytja ipod inn sem upptökutæki en ekki sem spilara
Spilara? Hver er tollurinn á því?
Geta þeir ekki flutt þetta inn sem Tölvuhlut? Lægstu gjöldin á því

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:14 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jan 2004 15:36
Posts: 3209
Location: inn í bílnum þínum.
Svezel wrote:
apple á íslandi eru bara aular að flytja ipod inn sem upptökutæki en ekki sem spilara

En eru það þeir sem ráða því? er það ekki skattstjóri/stjórn sem ræður hvað þetta er?

_________________
E46 330ix touring.
BMW er lífstíll. Við erum 10árum á undan öllum öðrum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:18 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Eru þeir ekki að reyna að flytja þetta inn sem harða diska?

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:29 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Jú þeir vilja fá þetta skráð sem harða diska en ekki upptökutæki.
Eru víst búnir að vera í ströggli við Tollinn vegna þessa.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:31 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Upptökutæki? Ég á nú ekki ipod sjálfur... En er nokkuð hægt að taka eitthvað upp á þessu??

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:44 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
Er ekki augljósasta skýringin á þessu að maður er að "taka upp" á ipodinn
sinn, as in færa lög á milli?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:46 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
trapt wrote:
Er ekki augljósasta skýringin á þessu að maður er að "taka upp" á ipodinn
sinn, as in færa lög á milli?
Er þá ekki alveg eins hægt að tolla harða diska sem upptökutæki? Eða allavega harðdisk hýsingar með diskum í... Það væri BARA bjánalegt :P

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:47 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
það er voice recorder á Ipod þess vegna er þetta upptöku tæki annars væri þetta bara eins og DVD / CD spilari,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:52 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
gstuning wrote:
það er voice recorder á Ipod þess vegna er þetta upptöku tæki annars væri þetta bara eins og DVD / CD spilari,


Ég á 3 stk af iPod og það er ekki voice recorder á neinum þeirra.

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 16:53 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
Djofullinn wrote:
trapt wrote:
Er ekki augljósasta skýringin á þessu að maður er að "taka upp" á ipodinn
sinn, as in færa lög á milli?
Er þá ekki alveg eins hægt að tolla harða diska sem upptökutæki? Eða allavega harðdisk hýsingar með diskum í... Það væri BARA bjánalegt :P


Hehe akkúrat mjög heimskulegt

En er semsagt meiri tollur á "upptökutækjum" heldur en "afspilunartækjum"?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 17:10 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
basten wrote:
gstuning wrote:
það er voice recorder á Ipod þess vegna er þetta upptöku tæki annars væri þetta bara eins og DVD / CD spilari,


Ég á 3 stk af iPod og það er ekki voice recorder á neinum þeirra.


hmm, þá er þetta ekki upptöku tæki og Apple ætti að kæra ríkið,
annars þyrfti það sama að gilda með önnur afspilunar tæki

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 12. Jan 2006 17:17 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
basten wrote:
gstuning wrote:
það er voice recorder á Ipod þess vegna er þetta upptöku tæki annars væri þetta bara eins og DVD / CD spilari,


Ég á 3 stk af iPod og það er ekki voice recorder á neinum þeirra.
Hey máttu ekki missa einn ;)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 17 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 24 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group