bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Radarvarar??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13361
Page 1 of 1

Author:  ///Matti [ Mon 09. Jan 2006 19:24 ]
Post subject:  Radarvarar??

Með hverju mæliði í radarvörum??
Ég veit að Cobra eru góðir en eru einhverjir varar sem ná þessum nýju laserum hjá löggunni?? :?

Author:  Schnitzerinn [ Mon 09. Jan 2006 19:43 ]
Post subject: 

Þú getur voða lítið gert gagnvart lasernum :? Hann er skuggalega snöggur að mæla þig og það gerist á broti úr sekúndu. Þeir beina honum ekkert eitthvað útí loftið, þeir þurfa að miða sérstaklega á bílinn.

Laserinn er aðeins notaður af mótórhjólalöggum vegna þess að hann er aðeins hægt að nota "utandyra" s.s. ekki hægt að hafa hann inní bíl því lasergeislinn endurkastast á rúðunni. Þeir nota laserinn ekki mikið þessa dagana vegna slæms skyggnis. það er hægt að fá einhverja "coating" sem þú berð á bílinn til að hindra endurkast af bílnúmerinu eða ljósunum. meira um það hér http://www.radarbusters.com/products/coatings/veil.asp

En ESCORT Passport 8500 X50 er talinn vera með þeim betri þessa dagana. enda kostar hann sitt.

Author:  Bjössi [ Mon 09. Jan 2006 22:56 ]
Post subject: 

ég er með escort passport 8500, og pabbi líka, og ég verð að segja að þetta svínvirkar, hef samt aldrei lent á löggu með laser þannig að ég veit ekki hvernig hann bregst við þá,

=ég mæli með escort passport 8500

Author:  BMWRLZ [ Mon 09. Jan 2006 23:27 ]
Post subject: 

Bjössi wrote:
ég er með escort passport 8500, og pabbi líka, og ég verð að segja að þetta svínvirkar, hef samt aldrei lent á löggu með laser þannig að ég veit ekki hvernig hann bregst við þá,

=ég mæli með escort passport 8500


Algjörlega sammála, ég treysti 100% á þennan radarvara, ég skal bara taka þig hring og sanna það.

Author:  Jónki 320i ´84 [ Tue 10. Jan 2006 12:29 ]
Post subject: 

Escort passport er talinn mjög góður, einnig er Valentine one talinn vera sá besti, og svo var einn Bel radarvari sem var mjög góður, man bara ekki týpunúmerið á honum :wink:
Þessir radarvarar eru að keppast um hylli manna, miðað við það sem ég hef lesið mæli ég með Valentine One :wink:

Author:  BMWRLZ [ Tue 10. Jan 2006 12:56 ]
Post subject: 

Jónki 320i ´84 wrote:
Escort passport er talinn mjög góður, einnig er Valentine one talinn vera sá besti, og svo var einn Bel radarvari sem var mjög góður, man bara ekki týpunúmerið á honum :wink:
Þessir radarvarar eru að keppast um hylli manna, miðað við það sem ég hef lesið mæli ég með Valentine One :wink:


Gallinn hinsvegar við Valentine One er sá að hann kostar helmingi meira en Escort 8500 og nóg kostar hann nú eða 40þús í Nesradio, en hann er líka búinn að margborga sig upp hjá mér.

það er samt rétt að Valentine One er án efa betri.

Author:  IceDev [ Tue 10. Jan 2006 12:58 ]
Post subject: 

Hver kaupir radarvara á Íslandi á dögum Ebay?

Author:  gstuning [ Tue 10. Jan 2006 13:19 ]
Post subject: 

Það besta við V1 er að maður getur fengið remote display á hann og því komið boxinu vel fyrir og verið með snyrtilegt setup,

ég þoli ekki að sjá radarvara hangandi í glugganum það er bara það asnalegasta sem ég veit um

Author:  BMWRLZ [ Tue 10. Jan 2006 15:34 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Það besta við V1 er að maður getur fengið remote display á hann og því komið boxinu vel fyrir og verið með snyrtilegt setup,

ég þoli ekki að sjá radarvara hangandi í glugganum það er bara það asnalegasta sem ég veit um


Enda lét ég Nesradio festa og tengja minn efst uppí glugga hjá baksýnisspeglinum, hef gert það við tvo fyrstu Benzana mína og svo núna BMW-inn, þarna truflar þetta mann ekkert.

Author:  EinarAron [ Tue 10. Jan 2006 19:12 ]
Post subject: 

Ég keypti mér um daginn Cobra pro 9480 á sirka 10þúsund, hann virkar fínnt og er ekki hlaðin drasl aukabúnaði, til dæmis stafi sem rúlla yfir skjáinn eða eitthvað í þá áttina, hann tekur flesta radar geisla sem eru X, K, Ka band en ekki Ku band (ef það er rétt skilið hjá mér að Ku band sé nýji laserinn hjá löggunni) svo tekur hann 4 leiser týpur. Hann vælir stundum innanbæjar og þá helst þar sem er mikið um búðir með sjálfvirkum hurðum en þá er hann bara að picka upp þann geisla, annars hef ég lennt núna í því að keyra framhjá löggum sem eru að nota radarinn og hann pípir vel áður en ég kem að löggunni. Ég held sammt að málið sé að þú mátt ekki treysta 100% bara á radarvarann vegna þess að löggurnar geta skotið hvenar sem er en vararnir píípa auðvita ekki nema þegar radarinn/leiserinn er í notkun

Author:  Bjössi [ Tue 10. Jan 2006 19:27 ]
Post subject: 

en málið með escort radarvarann er að þú getur farið niðrí nesradíó og látið þá forrita hann fyrir þig þannig að hann væli bara yfir réttu hlutunum og svo á líka að vera hægt að bæta einhverjum hugbúnaði við í framtíðinni ef eitthvað nýtt kemur á markaðinn

Author:  ///Matti [ Tue 10. Jan 2006 20:25 ]
Post subject: 

Já ég var búinn að heyra einmitt góða hluti af escort.Kannski best að chekka á E-bay bara, :wink:

Author:  Jss [ Tue 10. Jan 2006 20:36 ]
Post subject: 

Ég er einmitt með Escort Passport 8500 X50 og er hann mjög næmur, samt eitthvað pickles í honum. :( Var búinn að lesa mér til um radarvarana og allt mælti með þessum, hefur verið að slá Valentine one við í nokkrum prófunum og líka töluvert ódýrari.

Author:  finnbogi [ Wed 11. Jan 2006 03:35 ]
Post subject: 

Bjössi wrote:
en málið með escort radarvarann er að þú getur farið niðrí nesradíó og látið þá forrita hann fyrir þig þannig að hann væli bara yfir réttu hlutunum og svo á líka að vera hægt að bæta einhverjum hugbúnaði við í framtíðinni ef eitthvað nýtt kemur á markaðinn


já ég á Escort Passport 8500 X50 líka þessi raddarvari er alveg þrusu góður
og nokkuð langt síðan hann borgaði sig upp á þessu ári sem ég hef átt hann

en maður þarf ekkert að fara með hann upp í nesradíó til að programma hann til að hann pípi ekki á svona draugum maður getur gert það sjálfur
marr heldur bara 2 stilli tökkunum inni samtímis og þá kemst marr í settings
og getur still þá að hann pípi ekki á K alert því það kenur alltaf sjá þessum búðum en málið er held ég að það eru svona 2 bílar ennþá með gamla
radarinn sem er þetta sama signal

þannig ég sjálfur vill vera öruggur og man bara hvar hann pípir og sé á skjánum á varanum hvort það sé einn geisli eins og vanalega eða hvort það sé annar búinn að bædast við sem gæti verið löggan :D

en já þetta er einn kostur við escortinn að ég get séð á displayinu allar tegurndir geisla og hver margir þeir eru af hverjum en maður þarf að stilla að hann hafi displayið svona marr feri í settings og setur minnir mig á dsp pro en já nó komið af bulli

þetta er alveg gúrmé raddarvari en hef heyrt að V1 sé næsta leveli fyrir ofan fæ mér hann mjög líklega næst var að lesa í performance BMW að hann væri að picka upp lögguna alveg 3sec á undan escort
sem er nokkuð gott og hann gerir reyndar eitt líka er með örvar sýnir í hvaða átt löggan er að fela sig :idea:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/