bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Helv. Glæpalýður
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13346
Page 1 of 1

Author:  gunnar [ Mon 09. Jan 2006 00:09 ]
Post subject:  Helv. Glæpalýður

Eins og flestir hérna vita þá er ég að breyta Suzuki Jimny, fékk gamlann Fox fyrir slikk og notaði millikassa, felgur, dekk, og svona ýmislegt úr honum.

En já, haldiði að það hafi bara ekki verið kveikt í druslunni í gær.. Ég vissi eiginlega ekki hvort ég ætti að verða reiður eða hlæja.... Hefði orðið brjálaður ef þetta væri meira tjón..

Myndir.

Image

Image

Image

Ég ætla að prufa hringja í Garðarbæjarbæ á morgun og sjá hvort þeir geti ekki fjarlægt greyið...

Það sem fór mest í mig er að ég sá auglýsingu á f4x4 í dag þar sem gæi var að auglýsa eftir svona boddí, :oops: :oops: :oops: :cry: :cry: :evil:

En já,,, þetta var víst flugeldur sem orsakaði þetta.

Author:  Einarsss [ Mon 09. Jan 2006 09:04 ]
Post subject: 

Shit .... ég var búinn að skoða projectið á l2c og þetta leit vel út hjá þér ... leiðinlegt að vera búinn að eyða tíma og smá pening og svo kveiknar í græjunni útaf flugeldum ! :shock:


En gott að þú sért ekki of fúll yfir þessu ... Shit happens ;)

Author:  gunnar [ Mon 09. Jan 2006 13:58 ]
Post subject: 

Lestu nú betur kútur..

Jimnyinn er í góðu fjöri..

Author:  pallorri [ Mon 09. Jan 2006 13:58 ]
Post subject: 

Djöfull er þetta súrt, færðu eitthvað út úr tryggingunum?

Author:  gunnar [ Mon 09. Jan 2006 14:04 ]
Post subject: 

Nei bíllinn er ekki skráður, tryggður eða neitt af þannig drasli.

Þannig þetta er bara á mína ábyrgð.

Það sem ég var mest pirraður er:

A) að hafa ekki fengið að kveikja í honum sjálfur

B) fengið að sjá minn bíl brenna

C) að slökkviliðið hefði bara leyft honum að brenna svo ég þurfi ekki að redda mér flutningi á brunarústum í stað þess að geta hent honum bara í hlutum upp á kerru :lol:

Author:  íbbi_ [ Mon 09. Jan 2006 14:13 ]
Post subject: 

ömurlegt að lenda í sona.. ég þekki það ansi vel :oops:

Author:  pallorri [ Mon 09. Jan 2006 14:18 ]
Post subject: 

Færðu ekki samt 15þús fyrir að fara með bílinn í vöku? :)
*bright side*

Author:  gunnar [ Mon 09. Jan 2006 16:20 ]
Post subject: 

Nei ég fæ 10 þúsund, hann er svo gamall..

Og helv. Garðarbæjar"bær", þeir vilja engan vegin hjálpa mér að fjarlægja draslið þannig ég þarf að redda þessu sjálfur.

Sem betur fer þekkir pabbi nú einhvern mann á vörubíl með krana, henda draslinu upp á bílinn og klára það sem bjánarnir gátu ekki... kveikja bara aftur í draslinu :lol:

Nei nei kíki í hringrás og sé hvað þeir segja.

Author:  amp [ Mon 09. Jan 2006 18:41 ]
Post subject: 

Langt síðan þessu var breytt, þ.e bílar yngri en 1980 fá 15 þús kr...

10 þús er dottið út....

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/