bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Verkfæri og aul ! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=13163 |
Page 1 of 2 |
Author: | IvanAnders [ Thu 29. Dec 2005 21:52 ] |
Post subject: | Verkfæri og aul ! |
jæja piltar, langaði að forvitnast um það þegar að þið eruð að vinna í bílum hvort að það sé eitthvað ákveðið verkfæri sem þið eruð alltaf með í höndunum ![]() ![]() Held að "mitt verkfæri" sé "geispa" ![]() bláa töngin lengst til hægri ef að einhverjir eru ekki að kveikja ![]() ![]() og svo væri gaman ef að menn væru til í að droppa dignity-inu smá og greina frá mesta aul-inu sem að menn hafa gert í viðgerðum ![]() ég skal byrja og mesta aul sem að ég man eftir að hafa gert er mjög nýlegt en þá var ég að skipta um sveifaráspakkdós í Volvo 240 og var að reyna að kroppa hana út með rissnál (gáfulegt) og dósin gaf sig og hinn endinn á rissnálinni stakkst inní vatnskassann og gataði hann ![]() ![]() ![]() endilega fleiri að segja frá ![]() |
Author: | Angelic0- [ Thu 29. Dec 2005 21:59 ] |
Post subject: | |
Skrall, held ég að ég verði að segja.. og það klaufalegasta, er að swappa gírkassa í bíl.. beint út að keyra.. og fara svo að pæla hvaða söngur þetta er... Keyra svo aftur inn í skúr, og þar er gírolían ![]() |
Author: | srr [ Thu 29. Dec 2005 22:08 ] |
Post subject: | |
Ég held að stanley skrallið mitt sé yfirleitt með mér í flestallar viðgerðir hjá mér. Mesta aul sem ég man eftir (nota bene, það gæti verið eitthvað verra en ég barasta man ekki eftir því í augnablikinu), það myndi sennilega vera þegar ég var að skipta um öxul í fyrstu mözdunni minni og þegar ég var búinn þá fór ég greinilega svo geyst út að prufukeyra að ég gleymdi að herða felgurærnar almennilega. Var kominn niður mestalla Austursíðuna á Akureyri þegar ég fattaði þetta. Bíllinn var farinn að rúlla heldur skakkt ![]() Stoppaði, tjakkaði hann upp, og komst þá að því að rærnar voru bara handhertar á ![]() |
Author: | IvanAnders [ Thu 29. Dec 2005 22:16 ] |
Post subject: | |
Það segir sig nú bara sjálft að maður er með skrall í höndunum allan daginn, er það ekki? ![]() peace out ![]() |
Author: | Djofullinn [ Thu 29. Dec 2005 22:20 ] |
Post subject: | |
Wurt skröllin mín eru snilld og laaaaaaaaaaaaaaaaaaaang mest notuð ![]() |
Author: | srr [ Thu 29. Dec 2005 22:26 ] |
Post subject: | |
IvanAnders wrote: Það segir sig nú bara sjálft að maður er með skrall í höndunum allan daginn, er það ekki?
![]() peace out ![]() Heh, true that Mar er alltaf að lenda í ónýtum boltum etc, þá tek ég bara upp hamar og meitil eða járnsögina. Ég er ekki nógu gáfaður að eiga slípirokk ![]() |
Author: | Hannsi [ Thu 29. Dec 2005 23:38 ] |
Post subject: | |
EDIT verð að seigja Krafttöng get notað hana í hvað sem er og er snillingur í að klemma þær saman sama hversu erfitt það er! þótt ég seigji sjálfur frá. ![]() það klaufalegasta hmmm verð að seigja þegar ég var að setja drif/drifskaft og gíkassan undir 325e bíllinn og var að setja drifskafts hengjuna var búinn að festa hana var að spjalla við félagana á meðan og var svo af fara að setja drifskaftið á kassan og það var engan veiginn að passa við kassan. vorum svo að tala um hva gæti verið að þá sní ég mér við og sé að ég var með heingjuna öfuga ![]() ![]() ![]() |
Author: | Tommi Camaro [ Fri 30. Dec 2005 01:17 ] |
Post subject: | |
hamar og slegja nei grín senilega er það loftskrallið mitt frá wurth það er bara snilldinn einn. senilega þegar ég var með toyota stálfelgur á hondunni minn og síða þegar veturinn var hálfnaður þá skifti ég um bremsuklossa og þá færðust dælunar út og náðu í felgunar þegar ég fór uppí bíll þá var allt fast og ég skil ekkert hvað hefði skeððð. ekkert sem smá spacer lagaði ekki ekki nota toyota stálfelgur á hondu það passar ekki ,.. |
Author: | Danni [ Fri 30. Dec 2005 03:31 ] |
Post subject: | |
Ég notaði einusinni station lancer felgur á gti colt og það passaði ekki heldur ![]() En verkfærið sem ég nota mest er án efa skrallið. En þegar ég tók vélina úr gamla bílnum mínum aleinn þá var járnsög það verkfæri sem ég notaði mest ![]() |
Author: | Twincam [ Fri 30. Dec 2005 08:54 ] |
Post subject: | |
ég er mjög mikið með sæmilega stórt flatt skrúfjárn með rauðu haldi á þegar ég er að vinna í mínum bílum... finnst nefnilega svo agalega gaman að skafa drullu af öllu með því.. ![]() ![]() En mesta aul hjá mér hlýtur að hafa verið annað hvort þegar ég var að drífa mig að skipta um felgur á Swift GL 1.0 sem ég átti.. keyrði út af verkstæði niður við kænu á hafnarfjarðarhöfn.. missti dekkið undan hjá skalla á reykjavíkurvegi ![]() og hitt skiptið var líka á Swift, bara GTi 1.3 .. þá hafði verið sett felga á hann sem var gróin gersamlega föst á nafið... ég var búinn að taka rærnar af og berja og berja og berja á felguna með risa slaghamri.. en hún bara losnaði ekki.. svo fór ég og kláraði að setja mótorinn ofan í bílinn, tengdi allt, setti í gang.. brunaði niður götu.. var hálfnaður við að snúa við þegar hjólið fór undan ![]() ![]() |
Author: | íbbi_ [ Fri 30. Dec 2005 10:41 ] |
Post subject: | |
skrallið ![]() hmm þegar ég var að skipta út fúlum fjarka fyrir heita áttu í mustang sem ég átti, þegar ætlaði að kippa vélini frá skiptinguni þá tosaðist aðeins í skiptinguna og hún datt af púðanum og lak einhvejum lítrum af nastý sjálfskiptivökva á gólfið.. ég er ennþá í dag með þvílíkt óþol fyrir lyktini af sjálfskiptivökva |
Author: | íbbi_ [ Fri 30. Dec 2005 10:43 ] |
Post subject: | |
íbbi_ wrote: skrallið
![]() hmm þegar ég var að skipta út fúlum fjarka fyrir heita áttu í mustang sem ég átti, þegar ætlaði að kippa vélini frá skiptinguni þá tosaðist aðeins í skiptinguna og hún datt af púðanum og lak einhvejum lítrum af nastý sjálfskiptivökva á gólfið.. ég er ennþá í dag með þvílíkt óþol fyrir lyktini af sjálfskiptivökva var líka að hreinsa segulrofa fyrir waste gate-ið í GT imprezuni sem ég átti og gleymdi að tengja eina vacum slöngu á aftur sem hafði þær afleiðingar að waste gate-ið opnaðist aldrie og bíllin var að blása á eflaust langleiðina í 30psi á fullum snúning.. ég skildi ekkert í því að bíllin spólaði á 4 hjólum þegar ég skipti á milli gíra og síðan kabbúmm köttaði hann ![]() ![]() |
Author: | grettir [ Fri 30. Dec 2005 10:52 ] |
Post subject: | |
Ég man nú ekki eftir neinu svona uppáhaldsverkfæri beint.. en mesta aul sem ég hef framkvæmt var nú ekki á neinni stórviðgerð. Var að skipta um aðalljósaperu, setti plastið aftan af aðalljósinu uppá gormasætið. Skellti svo húddinu þegar peran var komin í og bjó til kringlótt far í húddið. |
Author: | Stefan325i [ Fri 30. Dec 2005 13:53 ] |
Post subject: | |
ég held að það sé Skrallið líka, og föstul lyklarnir mínir. húddið hjá mér lokaðist einusinni (pumpan var slöpp) og það var bónbrúsi ofan á öryggja boxinu og brúsin sprakk og bón drulla út um allt var legni að þrífa það upp. Og þegar ég var að reina að á gírhnúanum mínum af og barði sjálfan mig virkilega fast í hausinn. Losnaði einu sinni stórt skrall af bolta og ég barði mig ógeðslega fast í hausinn, vankaðist þurfti að jafna mig og fékk væna kúlu. En eithvað það heimskulegasta er það að einhver sagði að ef kertaþræðir leiða út þá eru þeir ónýtir, þanni að ég prufaði það og hélt með lokuðum hnefa utan um einn þráðinn, og allt í lagi ekkert mál,,, svo snerti ég bílinn og fékk 35000V í mig mig frá annari hendini í hina og í gegnumm hjartað og allt. 'Ogeðsega vont ég var með hjartatruflanir og verk í einhverjar mínútur á eftir ![]() |
Author: | íbbi_ [ Fri 30. Dec 2005 14:49 ] |
Post subject: | |
einhverntíman var ég líka að skipta um millihedd í trans am sem ég átti, húddpumpurnar voru handónýtar og notaðist ég við málningarstöng til að halda húddinu uppi.. sem endaður náttúrulega með því að húddið datt beint ofan á hausin á mér með þeim afleiðingum að ég skallaði milliheddið svo fast að ég steinrotaðist.. ég hef sjaldan á ævini verið jafn gjörsamlega lost og þegar ég vaknaði úr rotinu fastur undir húddinu.. eitt það asnalegasta sem ég hef lent í á bíl var á þessum sama bíl þegar ég var búin að skipta um milliheddið, þá var ég að bakka honum útúr stæðinu inní refabúi og var að vesenast við að reyna sneiða honum framhjá þaksúlu, og var svo nálægt henni með bílstjórahliðina að það hefði ekki verið hægt að koma putta á milli.. takkin ofan á skiptirnum var laus og þegar ég var eitthvað að hræra á stöngini ýtti ég honum niður og rann með puttan af þannig að hann skaust uppúr og datt ofan í gat sem var á stokknum og lengst ofan í, og ég var að sjálfsögðu í park og svo klesstur upp við súluna öðrumegin og vegg hinumegin að ég þurfti að opna T-toppin til að komast út úr bílnum að ná í verkfæri til að rífa miðjustokkin úr ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |