Langaði að leyfa ykkur að fylgjast aðeins með nýjasta projectinu mínu. Ég er sem sagt að breyta Suzuki Jimny, árgerð 2002 á 35" barða.
Bíllinn verður á 33" innanbæjar sökum kraftleysis
Bíllinn verður með millikassa úr gamla SJ413, og nýjum gírum í því, þannig lækka ég hlutföllinn í háa um 20% en í lága um 97%. Fæ nýjar festingar með gírunum og nýtt skaft.
10cm upphækkunargormar fara undir bílinn og þar að leiðandi þarf ég ekkert að hækka hann upp á boddí.
Þessum bíl er eingöngu ætlað á fjöll og verður hann útbúinn þannig, enginn aftursæti þar sem ég þoli ekki að ferðast með mikið af fólki og það er ekkert pláss í þessu drasli. Bíllinn verður hafður mjög léttur.
Vigtuðum hvíta jimnyinn með mér og kristmanni í honum og slatta af eldsneyti og dóti og við vorum að vigta 1440 kg.
Þess má geta að bílnum mínum er breytt mjög svipað og öðrum hvítum Jimny sem hann Kristmann félagi minn á, hann á heiðurinn að hafa smitað mig af þessum bílum.
Hérna er gripurinn, stendur fyrir utan húsnæðið sem ég hef aðstöðu í.
Önnur mynd af "tröllinu"
Jæja, snúum okkur að breytingunni.
Þessi bíll kemur með ÖMURLEGU vacuum kerfi fyrir fjórhjóladrifið sem helst aldrei í lagi. Þannig það var reddað sér lokum af vitöru og auðvitað passar aldrei neitt almennilega þannig að ég þurfti að saga smá þéttihring sem leggst upp á vacuum helvítinu.
[img]http://hard-trance.net/jimny/01.jpg[{img]
Hérna eru loku fjandarnir.
Byrjaður að saga, ljóta helvíti að komast að þessu, og svo mátti svarfið nátturulega ekki fara útum allt
Skemmtileg aðstaðan sem maður hafði á tímabili (úti)
Þá keypti maður sér felgur fyrir kvikindið. 15" og 10" breiðar white spoke felgur í vægast sagt drasl ástandi. En ég fékk þá á 1000 krónur stykkið þannig maður gat ekki hafnað því. Og þar að leiðandi þurfti maður nú að pússa þær
Can you say R U S T !
Þannig að maður fór í Hulk búningin og með allar græjur tilbúnar...
Búinn að pússa þær.
Úff, hellingur af tímum flognir frá mannig og hellingur af bjór einnig.. :beer:
Lét sjóða kannt á þetta svo maður affelgi ekki.
Svo var farið í að Zinka draslið.. Svolítið gömul dós en virkar..
Búinn að húða felgurnar. Meiri bjór búinn.. díses..
Aðstaðan
Húðunin
Og þar sem maður var búinn með allt of mikinn bjór þá þurfti maður nátturulega að mála veggina líka... klassíkst... Sem betur fer á að rífa staðinn fljótlega.
Svo að mála draslið með vinnuvélalakki. Kannski fullmikill glans en æji screw it.
Búinn að juða á allar felgurnar
Málaði stýrisdemparann aðeins líka, ryðgaður í klessu og bara almennt ljótur...
Millikassinn minn, gírasettið fer að koma til landsins þegar drullusokkurinn hann Kristmann kemur heim frá Spáni... Hann ætlar að kippa þessu með sér í töskunni.
Og fyrst maður var farinn að mála allt og alla þá málaði ég stöngina aðein s líka.. Kannski sést á henni að maður búinn að fá sér í annan fótinn.
Dempara mál voru major issue hjá mér. Erfitt að finna dempara sem pössuðu. Fann eina í Bílanaust frá Koni og þeir kostuði 17 þúsund kall stykkið og ég spurði manninn hvort hann héldi að ég ætlaði að kaupa dempara sem væri dýrari en bíldruslan..
Þannig ég fékk að gramsa í gömlu dóti hjá þeim og fann þessa fínu dempara sem passa mér AKKÚRAT á 1300 kall stykkið.. Nokkur þúsund prósent verðmismunur..
Dempararnir.
Annað skot
Þá lá leiðin með bílinn í breytingu, það þarf að skera töluvert úr bílnum og hitta og þetta sem þarf að smíða. Nýjar stífufestingar og annað. Snúa kóninum á stýrisstönginni við minnir mig og fleira draslerí. Þakka Palla fyrir góða þjónustu, þó hann sé ekki búinn með bílinn, hann er enn í aðgerð.
Tröllið komið inn á lyftu
I belive i can fly,,,,,,
Búinn að rífa aðeins
Framsvuntan farin af.
Skipta um legur í leiðinni....
Þetta er staðan hjá mér í dag....
Ég á enn eftir að láta smíða kanta handa mér, smíða aukatank, sjóða prófil tengi á bílinn og ýmsilegt meira.
Vonandi virka myndirnar. Ég get ekki séð þær sökun nat vesens á servernum hjá mér.. Sé þær bara á local host þannig endilega látið mig vita ef þetta virkar ekki..
Og ef þið hafið einhverja skoðun á þessu þá endilega skjótið. Ég er ekki þessi týpa sem fer að væla ef einhverjum finnst einhvað annað en mér.
Ég mun uppfæra þetta eins oft og ég get.
Tröllakveðjur...
Uppfærsla þann 25.12.05
Jæja margt búið að gerast. Bíllinn nokkurn veginn búinn í breytingu. Gírarnir í millikassann minn eru á spáni núna í sólinni að bíða eftir að félagi minn komi heim. Er búinn að grunna og mála suðurnar. Pósta myndum af því seinna.
Svona lítur bíllinn alla vega út eftir breytingu.
Kvikindið komið í aðstöðuna sem ég hef. Þreif greyið aðeins. For the first time.. Heheh
Hehe djöfull er hann kjánalegur svona.
Nýju gormarnir og dempararnir komnir í. Ég þurfti að skipta um dempara að framan, þeir voru of langir....
Stífusíkkunin.. Búinn að mála þetta allt núna, kem með myndir seinna.
Búið að skera smá úr
Að framan.
Update 2. janúar 2006
Jæja smá meira update, búinn að grunna og mála suðurnar í undirvagninum. Kippti afturbekknum útur bílnum og ewwww djöfulsins drulla var undir bekknum.
Einnig fékk ég gefins stóla, innréttingu, teppi, og hásingar, gírkassa, millikassa og fleira dót í bílinn. Helv. Útlendingar alltaf að velta þessu
Þetta eru Toyotu Corollu GTI stólar sem ég fékk mér. Þarf aðeins að lappa upp á þá, spá í að taka smá efnis bút af afturbekknum og setja á driver stólinn, hann er aðeins rifinn... Þarf bara að þrífa þetta örlítið og svona þá verður þetta voðalega fínt
OMP körfustóll sem ég á, bara 1 stk, veit ekki alveg hvað ég á að gera við hann...
Búinn að grunna og ryðverja draslið.. Hundfúlt að liggja þarna undir í öllum þessum eiturgufum. Fékk feitann hausverk og svima
Annað skot
Gríðarlega svert púst maður... hahah... Ætli þetta nái 2 tommum ?
Skot innan úr bílnum, hendi kasettu tækinu úr..
Einhver farið í feitt off-road huh ? Vélarþvottur fljótlega.. Ógeðslegt að sjá þetta svona..
Já, langaði að henda inn nokkrum myndum af "lagernum" hjá mér sem ég er að koma mér upp. Búinn að rífa mikið af bílnum og fá mikið gefins í hann. Þannig ég er búinn að koma þessu öllu fyrir í myndarlegum rekkum upp á háalofti þar sem ég geymi grjónið.
Auka stólar og drasl sem ég hef fengið gefins og rifið úr bílnum.
Álfelgurnar sem ég set 33" á, keypti þessar með 35" mínum á og henti þeim á stálfelgur, verður fínt að vera á áli innan bæjar.
Bretti og fleira af bílnum.
Stólarnir mínir
Teppi sem ég ætla að setja í skottið á bílnum, einangrar betur og verður voðalega fínt.
Álfelgurnar mínar.
Orginal dempararnir.. Ekki mjög gerðalegir.
Orginal gormarnir..
Smá dæld á einni hurðinni. Spurning að láta smáréttingar.is laga þetta.. Virðist vera beygla í þeirra flokk
Ógurlega kasettutækið mitt.. Bíllinn fær Mp3 spilara í staðinn.
Annars er eiginlega ekkert að frétta nema gírarnir mínir í millikassann koma á morgun... yeahh..
Þannig ég fer í að rífa millikassann úr bílnum núna mjög fljótlega.
Ef einhver á búkka sem hann má missa eða getur leigt eða selt mér þá væri það alger snilld... Óþolandi að vera vinna svona þröngt..
Svo er verið að smíða brettakanta handa mér þannig þeir fara koma vonandi.
Kem með fleiri myndir þegar meira gerist..
Er betra að adda kannski bara myndum inn á hverja bls í staðinn fyrir alltaf á fyrstu síðuna? Endilega kommentið á það ef ykkur finnst þetta óþægilegt
