bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Wed 07. May 2025 14:49

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 34 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Sun 25. Dec 2005 14:42 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Langaði að leyfa ykkur að fylgjast aðeins með nýjasta projectinu mínu. Ég er sem sagt að breyta Suzuki Jimny, árgerð 2002 á 35" barða.
Bíllinn verður á 33" innanbæjar sökum kraftleysis :lol:

Bíllinn verður með millikassa úr gamla SJ413, og nýjum gírum í því, þannig lækka ég hlutföllinn í háa um 20% en í lága um 97%. Fæ nýjar festingar með gírunum og nýtt skaft.

10cm upphækkunargormar fara undir bílinn og þar að leiðandi þarf ég ekkert að hækka hann upp á boddí.

Þessum bíl er eingöngu ætlað á fjöll og verður hann útbúinn þannig, enginn aftursæti þar sem ég þoli ekki að ferðast með mikið af fólki og það er ekkert pláss í þessu drasli. Bíllinn verður hafður mjög léttur.

Vigtuðum hvíta jimnyinn með mér og kristmanni í honum og slatta af eldsneyti og dóti og við vorum að vigta 1440 kg.

Þess má geta að bílnum mínum er breytt mjög svipað og öðrum hvítum Jimny sem hann Kristmann félagi minn á, hann á heiðurinn að hafa smitað mig af þessum bílum.

Image
Hérna er gripurinn, stendur fyrir utan húsnæðið sem ég hef aðstöðu í.

Image

Önnur mynd af "tröllinu"

Jæja, snúum okkur að breytingunni.

Image

Þessi bíll kemur með ÖMURLEGU vacuum kerfi fyrir fjórhjóladrifið sem helst aldrei í lagi. Þannig það var reddað sér lokum af vitöru og auðvitað passar aldrei neitt almennilega þannig að ég þurfti að saga smá þéttihring sem leggst upp á vacuum helvítinu.
[img]http://hard-trance.net/jimny/01.jpg[{img]
Hérna eru loku fjandarnir.
Image

Byrjaður að saga, ljóta helvíti að komast að þessu, og svo mátti svarfið nátturulega ekki fara útum allt :x



Image

Skemmtileg aðstaðan sem maður hafði á tímabili (úti) :lol:

Image

Þá keypti maður sér felgur fyrir kvikindið. 15" og 10" breiðar white spoke felgur í vægast sagt drasl ástandi. En ég fékk þá á 1000 krónur stykkið þannig maður gat ekki hafnað því. Og þar að leiðandi þurfti maður nú að pússa þær :?

Image

Can you say R U S T !

Image

Image

Þannig að maður fór í Hulk búningin og með allar græjur tilbúnar...

Image

Búinn að pússa þær.

Image

Úff, hellingur af tímum flognir frá mannig og hellingur af bjór einnig.. :beer:

Image

Lét sjóða kannt á þetta svo maður affelgi ekki.

Image

Svo var farið í að Zinka draslið.. Svolítið gömul dós en virkar.. 8)

Image

Búinn að húða felgurnar. Meiri bjór búinn.. díses..

Image

Aðstaðan

Image

Húðunin

Image

Og þar sem maður var búinn með allt of mikinn bjór þá þurfti maður nátturulega að mála veggina líka... klassíkst... Sem betur fer á að rífa staðinn fljótlega.

Image

Svo að mála draslið með vinnuvélalakki. Kannski fullmikill glans en æji screw it.

Image

Búinn að juða á allar felgurnar

Image

Málaði stýrisdemparann aðeins líka, ryðgaður í klessu og bara almennt ljótur...

Image

Millikassinn minn, gírasettið fer að koma til landsins þegar drullusokkurinn hann Kristmann kemur heim frá Spáni... Hann ætlar að kippa þessu með sér í töskunni.

Image

Og fyrst maður var farinn að mála allt og alla þá málaði ég stöngina aðein s líka.. Kannski sést á henni að maður búinn að fá sér í annan fótinn.



Dempara mál voru major issue hjá mér. Erfitt að finna dempara sem pössuðu. Fann eina í Bílanaust frá Koni og þeir kostuði 17 þúsund kall stykkið og ég spurði manninn hvort hann héldi að ég ætlaði að kaupa dempara sem væri dýrari en bíldruslan..

Þannig ég fékk að gramsa í gömlu dóti hjá þeim og fann þessa fínu dempara sem passa mér AKKÚRAT á 1300 kall stykkið.. Nokkur þúsund prósent verðmismunur..



Image

Dempararnir.

Image

Annað skot

Þá lá leiðin með bílinn í breytingu, það þarf að skera töluvert úr bílnum og hitta og þetta sem þarf að smíða. Nýjar stífufestingar og annað. Snúa kóninum á stýrisstönginni við minnir mig og fleira draslerí. Þakka Palla fyrir góða þjónustu, þó hann sé ekki búinn með bílinn, hann er enn í aðgerð.

Image

Tröllið komið inn á lyftu

Image

I belive i can fly,,,,,,

Image

Búinn að rífa aðeins

Image

Framsvuntan farin af.

Image

Skipta um legur í leiðinni....

Þetta er staðan hjá mér í dag....

Ég á enn eftir að láta smíða kanta handa mér, smíða aukatank, sjóða prófil tengi á bílinn og ýmsilegt meira.

Vonandi virka myndirnar. Ég get ekki séð þær sökun nat vesens á servernum hjá mér.. Sé þær bara á local host þannig endilega látið mig vita ef þetta virkar ekki..

Og ef þið hafið einhverja skoðun á þessu þá endilega skjótið. Ég er ekki þessi týpa sem fer að væla ef einhverjum finnst einhvað annað en mér.

Ég mun uppfæra þetta eins oft og ég get.

Tröllakveðjur...


Uppfærsla þann 25.12.05

Jæja margt búið að gerast. Bíllinn nokkurn veginn búinn í breytingu. Gírarnir í millikassann minn eru á spáni núna í sólinni að bíða eftir að félagi minn komi heim. Er búinn að grunna og mála suðurnar. Pósta myndum af því seinna.

Svona lítur bíllinn alla vega út eftir breytingu.

Image

Kvikindið komið í aðstöðuna sem ég hef. Þreif greyið aðeins. For the first time.. Heheh :oops:

Image

Hehe djöfull er hann kjánalegur svona.

Image


Image

Nýju gormarnir og dempararnir komnir í. Ég þurfti að skipta um dempara að framan, þeir voru of langir....

Image

Stífusíkkunin.. Búinn að mála þetta allt núna, kem með myndir seinna.

Image

Búið að skera smá úr 8)

Image

Að framan.

Update 2. janúar 2006

Jæja smá meira update, búinn að grunna og mála suðurnar í undirvagninum. Kippti afturbekknum útur bílnum og ewwww djöfulsins drulla var undir bekknum.

Einnig fékk ég gefins stóla, innréttingu, teppi, og hásingar, gírkassa, millikassa og fleira dót í bílinn. Helv. Útlendingar alltaf að velta þessu
:lol:

Image
Þetta eru Toyotu Corollu GTI stólar sem ég fékk mér. Þarf aðeins að lappa upp á þá, spá í að taka smá efnis bút af afturbekknum og setja á driver stólinn, hann er aðeins rifinn... Þarf bara að þrífa þetta örlítið og svona þá verður þetta voðalega fínt ;)

Image

OMP körfustóll sem ég á, bara 1 stk, veit ekki alveg hvað ég á að gera við hann...
:?

Image
Búinn að grunna og ryðverja draslið.. Hundfúlt að liggja þarna undir í öllum þessum eiturgufum. Fékk feitann hausverk og svima :roll:

Image
Annað skot

Image
Gríðarlega svert púst maður... hahah... Ætli þetta nái 2 tommum ? ;)

Image
Skot innan úr bílnum, hendi kasettu tækinu úr..

Image
Einhver farið í feitt off-road huh ? Vélarþvottur fljótlega.. Ógeðslegt að sjá þetta svona..

Image

Já, langaði að henda inn nokkrum myndum af "lagernum" hjá mér sem ég er að koma mér upp. Búinn að rífa mikið af bílnum og fá mikið gefins í hann. Þannig ég er búinn að koma þessu öllu fyrir í myndarlegum rekkum upp á háalofti þar sem ég geymi grjónið.

Image
Auka stólar og drasl sem ég hef fengið gefins og rifið úr bílnum.

Image
Álfelgurnar sem ég set 33" á, keypti þessar með 35" mínum á og henti þeim á stálfelgur, verður fínt að vera á áli innan bæjar.

Image

Bretti og fleira af bílnum.

Image

Stólarnir mínir

Image
Teppi sem ég ætla að setja í skottið á bílnum, einangrar betur og verður voðalega fínt.

Image
Álfelgurnar mínar.

Image
Orginal dempararnir.. Ekki mjög gerðalegir.

Image

Orginal gormarnir..

Image

Smá dæld á einni hurðinni. Spurning að láta smáréttingar.is laga þetta.. Virðist vera beygla í þeirra flokk

Image

Ógurlega kasettutækið mitt.. Bíllinn fær Mp3 spilara í staðinn.

Annars er eiginlega ekkert að frétta nema gírarnir mínir í millikassann koma á morgun... yeahh..

Þannig ég fer í að rífa millikassann úr bílnum núna mjög fljótlega.

Ef einhver á búkka sem hann má missa eða getur leigt eða selt mér þá væri það alger snilld... Óþolandi að vera vinna svona þröngt..

Svo er verið að smíða brettakanta handa mér þannig þeir fara koma vonandi.

Kem með fleiri myndir þegar meira gerist..

Er betra að adda kannski bara myndum inn á hverja bls í staðinn fyrir alltaf á fyrstu síðuna? Endilega kommentið á það ef ykkur finnst þetta óþægilegt ;)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Last edited by gunnar on Sat 28. Jan 2006 22:19, edited 3 times in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 25. Dec 2005 14:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Látið mig vita ef myndirnar virka ekki.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 25. Dec 2005 14:52 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 28. May 2005 20:09
Posts: 731
Location: rosaleg
Sé engar myndir allavega :?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 25. Dec 2005 14:53 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 11. Jul 2005 18:45
Posts: 494
Location: Reykjavík
gunnar wrote:
Látið mig vita ef myndirnar virka ekki.


Myndirnar virka :D og já duglegur, snilld að sjá þetta þegar þetta er allt klárt og tilbúið og gaman að fylgjast með þessu :D bara kúl hjá þér :wink: 8)

_________________
Ekki nógu margir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 25. Dec 2005 14:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Knud wrote:
Sé engar myndir allavega :?


Var að endurræsa linuxinn.. Komið í lag.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 25. Dec 2005 14:56 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 28. May 2005 20:09
Posts: 731
Location: rosaleg
Þær virkuðu þegar ég opnaði í annað skiptið, já fínt project hjá þér :D

Alltaf gaman að fylgjast með svona


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 25. Dec 2005 15:26 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Mon 09. Dec 2002 20:32
Posts: 2725
Location: Hafnarfjörður
Þetta er flott. Endilega vera svo duglegur að pósta fleiri myndum þegar eitthvað meira gerist.
Það verður gaman að sjá dýrið þegar það verður tilbúið :D

_________________
2003 BMW 530i - Titan Grey Metallic
2011 Porsche Cayenne Diesel - Meteor Grey Metallic


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 25. Dec 2005 15:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
er ég sá eini sem að sér ekki special thanx to Ívar Andri eða? :hmm:



:lol: :wink:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 25. Dec 2005 22:13 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
IvanAnders wrote:
er ég sá eini sem að sér ekki special thanx to Ívar Andri eða? :hmm:



:lol: :wink:


Iss piss þú varst nú bara að sinna vinnunni þinni :lol:

Nei nei ég á miklu að þakka til hans Árna Páls uppi á höfða, mikill höfðingi sá maður og hans starfsfólk. Mjög ánægður með vinnuna þeirra.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 26. Dec 2005 00:44 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
gunnar wrote:
IvanAnders wrote:
er ég sá eini sem að sér ekki special thanx to Ívar Andri eða? :hmm:



:lol: :wink:


Iss piss þú varst nú bara að sinna vinnunni þinni :lol:

Nei nei ég á miklu að þakka til hans Árna Páls uppi á höfða, mikill höfðingi sá maður og hans starfsfólk. Mjög ánægður með vinnuna þeirra.


Já, maður segir nú bara svona :lol: , en já, Árni Páll er mikill snillingur, hvenær fær maður svo að sjá yndið á 35"?

p.s. búinn að panta nitróið fyrir brekkurnar? :wink:

_________________
Alpina wrote:
er þetta utandeildin eða hvað er að gerast ,,,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 26. Dec 2005 00:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Heyrðu, lítið búið að gerast upp á síðkastið. Búinn að vera vinna í jólafríinu frá 10 - 10 :(

Fer á fullt núna milli jóla og nýárs.

Nei ekkert nítró, en það væri gaman að prufa túrbó... Hvað segiru nafni, til í project? ;)

Annars getur vel verið að maður fái sér 1600 Baleno mótor eða jafnvel dísel... Framtíðin ber það í skauti sér.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 26. Dec 2005 02:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Smá update ;)

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 02. Jan 2006 00:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Update 8)

Allt að klárast vonandi fljótlega.

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 28. Jan 2006 22:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Jææææja..

Er ekki kominn tími á update?

Mikið búið að gerast hjá mér í Jimny málum núna upp á síðkastið..

Ég fékk loksins gírhlutföllin í millikassann hjá mér.. Eftir 2 vikna stapp við tollinn (sem vinnur btw hægar heldur en 100 ára einhent kerling að prjóna..)
Þeir byrjuðu á því að týna tollskýrslunni minni.. Flott er.. Þeir þurfti að borga fyrir hina..

Svo þegar þetta gekk allt á sinn veg.. Þá fór ég niður á Reykjavíkurflugvöll að ná í þetta og þá rukka þeir mig um 5000 kall fyrir flutningsgjald frá Keflavíkurflugvelli og niður eftir.. SENDU ÞEIR ÞETTA MEÐ LEIGUBÍL?
Díses kræstur hvað mér var illt í rassgatinu eftir þessa rassaríðingu..

Svo hófst nátturulega brasið við að koma millikassanum saman.. Það var smá möndl.. :scratch: :scratch:

Sumt svona sem maður mundi ekki eftir að hafa tekið í sundur og vissi ekkert hvernig ætti að fara saman.. Palli sem breytti dollunni hjá mér hjálpaði mér því við þetta, hefði líklegast ekki getað gert þetta án hans.. En það er alltaf betra að hafa svona hluti rétt gerða.. Frekar fúlt að grilla millikassann útaf einhverju smá fokki..

Þegar millikassinn var tilbúinn þá hófumst ég og hann Kristmann félagi minn á því að fara reyna setja þetta í..

Þvílíkt rugl... Leiðbeiningarnar sem við fengum með þessu voru tiltörulega slappar.. Og við byrjuðum að reyna fikra okkur á fram, og þurftum að vinna upp hjólið svona 40 sinnum áður en þetta fór að meika sens hvað átti að vera hvar.. Maður þurfti nefnilega að nota flanga af jimny kassanum yfir á fox kassann og öfugt.. Alls konar crap.

eins með hraðamælasensorinn.. Tók smá stund að fatta hvernig það system átti að virka..

En það sem sló svo allt út að það virtist ekkert af flangsunum ætla að passa á milli framskaftsins og millikassans. Eftir ða hafa prufað allt og íhugað að bora í göt í einn flangs og margar örvilnaðar tilraunir þá komumst við að því að það vantaði greinilega einhvað í þetta sett.. Ekki nema að tollararnir hafi týnt einum svona flangs í tollinum.... :x

Þannig ég þarf að fara til Ægirs og láta hann renna einn flangsins fyrir mig fyrir aðra rillustærð..

Jæja myndir.. Shit hvað maður getur bullað mikið.


Keypti mér þessi fínu stigbretti.. Svört að sjálfsögðu

Image

Image

Setti skrúfur í Vacuum kerfið hjá mér svo bíllinn myndi ekki alltaf blikka 4wd ljósinu.. Smá tape til að birta til þarna undir honum :oops:

Fékk líka loksins brettakantana mína.. Gaurinn sem smíðaði þetta fyrir mig var búinn að vera aðeins of lengi inni þarna með líminu sínu.. Hann var alveg tómur í hausnum greyið maðurinn..

Image

Kantarnir komu ansi illa unnir til mín.. Tape hér og þar á þeim sem var ekkert hægt að taka af... Þarf bara að pússa þetta vel

Image


Jæja þá að millikassanum.. Henti honum úr á korteri.. Skítlétt þetta grey..

Image

Hérna er svo mynd af orginal kassanum..

Image

Þá var að koma nýju festingunum fyrir á SJ413 kassann..

Image

Þá voru festingarnar komnar á.. Öndunin græjuð og hraðarmæladótið komið á ..

Image

Kiddi hress að vanda.
Image

Hérna sést svo hraðamælaunitið.. Skynjarinn fer svo þarna ofan í..

Image

Mynd af skynjaranum

Image

Þetta er sem sagt stykkið sem vantar... Mig vantar annað svona stykki to be exact.. Þetta er svona fjölgataflangs sem ég þarf fyrir framskaftið.. Og ég gat ekki borað í orginal fox flangsinn af því að götin komi of utarlega þannig að það myndi passa.. Gagnvart spacernum sem þarf að fara þar á milli.

Image

Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að við gætum ekki klárað millikassann þá hættum við þessari vitleysu og fórum á fyllerí.. Svo var byrjað aftur að vinna í dag.

Þá ákváðum við að byrja skera úr bílnum bara. Klára þann pakka og gera tilbúið undir að sjóða beisli á dýrið.. Þurftum að taka stuðarana af fyrir því.

Og svo eftir nokkra tíma verk þá blasti við skemmtileg sjón... Helvítis Jimny druslan farin að standa í skóna sína.. Djöfull var hann ruddalegur svona stuðaralaus og brettakantalaus :twisted:

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Var svolítið mál að berja þetta drasl inn og saga í það af því að það eru hnoð þarna sem halda innra og ytra brettinu saman.. Ef við hefðum tekið of mikið hefði maður getað stungið hendinni bara inn í bílinn.. Sem er ekki sniðugt.. Ekki nema manni vanti að drulla á ferð..

Image


Þannig að það sem ég á eftir að gera núna er bara að láta renna fyrir mig þennan flangs.. Henta millikassanum undir og þá er bíllinn keyrsluhæfur.. Þá er bara beislið, brettakantarnir og svona frágangur eftir.. Þarf að ryðverja allt draslið sem ég var að skera... Þetta súkku dollur ryðga eins og ég veit ekki hvað..

Ætla nota tímann meðan bíllinn er svona stuðaralaus að ryðverja hann aðeins að framan og þrífa þetta ógeð eitthvað..

Varðandi aflið í bílnum.. Þá er komið smá plan í gang sem ætti að auka aflið ágætlega.. Og það verður ekki skipt um mótor.. hí´híhíh..
:twisted:

Endilega komið með einhver comment ef þið hafið einhver.. Þetta er ekkert gaman nema fólk hafi einhvað um málin að segja..

takk fyrir mig..

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 29. Jan 2006 03:14 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 02. May 2004 13:27
Posts: 1258
Þetta er snilld! Haltu áfram. Mest töff jimny sem ég hef séð :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 34 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 10 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group