bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
reynsluakstur, RX8! https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=12998 |
Page 1 of 2 |
Author: | íbbi_ [ Sat 17. Dec 2005 16:21 ] |
Post subject: | reynsluakstur, RX8! |
loksins fékk ég að prufa sona bíl.. búin að velta þeim mikið fyrir mér síðustu misseri, ég verð nú að segja fyrir mig að að mér fannst þetta bara helvíti skemmtilegt tæki, það var dáldið furðulegt að setja inn í hana.. margir hlutir bara beint úr mözduni minni og ekkert pláss.. ég var með auglísingabækling með mér og ég þurfti að troða honum aftan í... vélin í þessi er nú meira furðuverkið maður... eins oj JC sagði þá er eins og hún gangi á sýrðum rjóma (eða hvað sem hann sagði) titringurinn er ekki neinn og hljóðið eins og virkilega úrill handryksuga.. það sem ég kveið mest var það sem ég var búin að heyra.. að bíllin væri bara grútmáttlaus.. ég get ekki tekið undir það.. það er alveg afl í henni en hinsvegar þarf maður að stútera vinslusviðið mjög vel til að ná einhverju útúr henni, hún snýst uppí 9k og nánast öll orkan virðist vera á milli 6 og 9k. úr núlli fannst mér hún bara tæta vel af stað og þegar ég skipti í 2gír þá spólaði hún aðeins og færði afturendan smá til hliðar... sniðugt líka í nýjustu bílunum að það er skiptiljós á nálini snúningsmælirnum... s.s þegar vélin er rétt ókomin á redline þá verður toppurinn á nálini blár, þetta er líka í mözduni minni og finnst mér mjög þægilegt.. það sem ég hinsvegar hlakkaði mest til að prufa og eiginlega langar mest í þennan bíl útaf eru svo aksturseiginleikarnir.. en sama hvað ég hef skoðað þá fær hún alltaf dúndrandi dóma hvað þá varðar.. það var kannski ekki besta færið í sona og ég er af haðri reynslu búin að læra að hafa hemil á mér undir stýri á bílum sem ég á ekki.. en maður sona aðeins prufaði og það skein alveg strax í gegn að þetta er ósvikin "drivers car", hann kemur standart á 18" felgum og er bara ansi stífur, svörunin í stýrinu í mjög góð og það sem mér finnst líka plús er að maður nær að lesa alveg vegin í gegnum stýrið og fjöðrunina og þar af leiðandi er maður mikið næmari á hversu langt má ganga.. frágangur og samsetning virðast vera í góðu lagi og það þekki ég úr minni mözdu.. skiptirinn er alger snilld pínulítill og stífur og fyrirgefur manni ekki neitt (alveg eins og mér finnst hann eiga að vera) veghljóð er mikið.. en það fylgir dáldið mözdunum... ég er einmitt í því þessa dagana að hljóðeinangra mína alveg í gegn.. ég verð eiginlega bara að gefa þessari Rx8 góða dóma ![]() það sem ég sé m.a spennandi við þennan bíl er að ef við fáum okkar heitt óskuðu braut, þá er þetta bíll sem maður getur keyrt í vinnuna búðina og þessháttar án nokkura leiðinda og síðan skellt sér á brautina og skemmt sér konunglega og keyrt aftur heim.. hafa flr hérna kynnt sér þessa bíla? og ef svo er hvernig er ykkar reynsla? ég fílaði þessa bíla enganveginn eftir að þeir komu fyrst.. og það byrjaði eiginlega ekki fyrr en í sumar þegar ég sá Rx8 og maserati lagða hliði við hlið.. þeir hafa verið að koma mjög vel út viðhaldslega séð.. eyðileggjast í þeim kertin reyndar ef mótornum er aldrei snúið neitt af ráði.. en ég hef allavega ekki heyrt meira en það.. og ég er nú í mjög góðri aðstöðu til að fylgjast með því ![]() |
Author: | Thrullerinn [ Sat 17. Dec 2005 16:36 ] |
Post subject: | |
Frændi minn á svona RX8 með tiptronic skiptingu, þetta er frábært tæki, mjög praktískur í alla staði af sportbíl að vera. Killer hurðirnar eru sniðugar ![]() Hinsvegar er þetta alltaf baslið með vélarnar þegar þær nálgast 100 þús. km. T.d. sjást varla RX7 bílarnir á götunum lengur þar sem margir af þeim eru bilaðir inn í skúr einhversstaðar. |
Author: | fart [ Sat 17. Dec 2005 16:39 ] |
Post subject: | |
Thrullerinn wrote: Frændi minn á svona RX8 með tiptronic skiptingu, þetta er frábært tæki,
mjög praktískur í alla staði af sportbíl að vera. Killer hurðirnar eru sniðugar ![]() Hinsvegar er þetta alltaf baslið með vélarnar þegar þær nálgast 100 þús. km. T.d. sjást varla RX7 bílarnir á götunum lengur þar sem margir af þeim eru bilaðir inn í skúr einhversstaðar. Hvað er svona bíll að eyða á 100? |
Author: | aronjarl [ Sat 17. Dec 2005 16:44 ] |
Post subject: | |
ég veit bara að Jermy Klarkson hrósaði þessum bíl þvílígt! Sagði að þetta væri frábært hvað maður stjórnaði þessu vel þá er ég að tala um á braut og þegar þú ert að leika þér ![]() |
Author: | íbbi_ [ Sat 17. Dec 2005 16:49 ] |
Post subject: | |
thrullerinn, sjálfskiptu bílarnir eru lo-power og eru 190 hö en ekki 231 eins og beinskipti bíllin, og því er gífurlegur munur á þeim.. ég er búin að sitja í sona tiptronic bí og munurinn er eiginlega bara alltof alltof mikill... það er engin RX8 komin í 100þús km hérna og því engin reynsla komin á það hvernig hann kemur til með að standa sig, það er Renesis mótor í Rx8 og það er allt allt annar mótor heldur en var í Rx7 og því skal nú ekki dæma renesis eftir hinum mótornum... hann var líka twin turbo og álagði á hann því mikið meira.. tiptronic bíllin sem frændi þinn á er hann grár? er það þá bíllin á krómfelgunum eða er það græar bíll með smá kitti neðan á og tvílitu leðri? ssk bílarnir eru allir ameríkubílar og voru aldrei fluttir inn af ræsir og mér skyldist á þeim uppí brimborg að þeir yrðu líka bara með bsk Hi-power bíla.. mér finnst þetta einmitt mjög bjánalegt að hafa 40hö mun á ssk og bsk bílunum og það kraftminni mótornum í ssk bílnum sem má nú ekki við því.. gallin bara við að kaupa þetta nýtt er að það er frekar erfitt að útvega þá, brimborg t.d fékk bara þessa bíla sem eru til núna og svo koma ekkert fleyri fyrr en í fyrsta lagi í sumar skyldist mér.. ræsir getur útvegað sona bíl held ég en hann mundi þá vera aðeins dýrari þar sem dílerarnir úti liggja dáldið á þessu |
Author: | aronjarl [ Sat 17. Dec 2005 16:55 ] |
Post subject: | |
það var einhver pinni í skiptingunni sem þoldi ekki meira power ![]() |
Author: | íbbi_ [ Sat 17. Dec 2005 16:58 ] |
Post subject: | |
já ég fékk þær útskýringar á verkstæðinu að sjálfskiptingin þoldi ekki meira.. ég skil þá bara ekki af hverju þeir settu ekki sterkari skiptingu í hann.. mér persónulega finnst þeir vera búnir að drepa bílin.. sá einmitt um daginn eina sem var að koma til landsins, alveg sjúklega flott með öllu side skirtinu leðri lúgu og bara name it.. neinei síðan var hún ssk ![]() en það má kannski geta þess að bsk bíllin náði sama tíma á brautini hjá topgear og M3 og 350Z sem er bara ansi gott, |
Author: | Thrullerinn [ Sat 17. Dec 2005 17:14 ] |
Post subject: | |
Íbbi, já þetta er 190 hö bíllinn... Ég held að Ræsir hafi eingöngu flutt inn beinsk. 231 hestafla bíla, með 18" og einhverju fleira.. Það er eiginlega hægt að gagnrýna þennan bíl nema etv. að hann eyðir víst slatta og endingin á vélinni. ![]() |
Author: | íbbi_ [ Sat 17. Dec 2005 17:19 ] |
Post subject: | |
já ræsir fluttu bara inn bsk bíla, ég vill nú ekki kaupa þetta með endinguna á mótornum þar sem þessi Renesis mótor er nánast nýr mótor, og er alls ekki sá sami og i RX7, ég er að vinna í ræsir og það hefur ekki verið vesen á neinum bíl mótorlega séð nema blaut kerti.. mótorarnir í rx7 voru að duga sona stutt, en það á að vera búið að endurbæta það sem var að þeim í nýja renesis mótornum og tímin á bara eftir að leiða í ljós hvernig hann reynist, þetta er ennþá það nýtt, en ég hef nú mikla trú á að hann sé betri, enda líka margverðlaunaður mótor. líka alveg merkilegt hvað þeir ná útúrþessum 1.3l N/A mótor, |
Author: | Henbjon [ Sat 17. Dec 2005 19:44 ] |
Post subject: | |
Thrullerinn wrote: Frændi minn á svona RX8 með tiptronic skiptingu, þetta er frábært tæki,
mjög praktískur í alla staði af sportbíl að vera. Killer hurðirnar eru sniðugar ![]() Hinsvegar er þetta alltaf baslið með vélarnar þegar þær nálgast 100 þús. km. T.d. sjást varla RX7 bílarnir á götunum lengur þar sem margir af þeim eru bilaðir inn í skúr einhversstaðar. Heita þær ekki suicide eða er ég að rugla? ![]() |
Author: | Schnitzerinn [ Sat 17. Dec 2005 19:57 ] |
Post subject: | |
BmwNerd wrote: Thrullerinn wrote: Frændi minn á svona RX8 með tiptronic skiptingu, þetta er frábært tæki, mjög praktískur í alla staði af sportbíl að vera. Killer hurðirnar eru sniðugar ![]() Hinsvegar er þetta alltaf baslið með vélarnar þegar þær nálgast 100 þús. km. T.d. sjást varla RX7 bílarnir á götunum lengur þar sem margir af þeim eru bilaðir inn í skúr einhversstaðar. Heita þær ekki suicide eða er ég að rugla? ![]() Jú, mig minnir það ![]() |
Author: | Jónki 320i ´84 [ Sat 17. Dec 2005 20:08 ] |
Post subject: | |
Mazda var búinn að ábyrgjast endingu uppá 200 þús km á RX-8. ef það stenst þá finnst mér það bara nokkuð góð ending miðað við RX-7, Allavegana góð framför ![]() |
Author: | íbbi_ [ Sun 18. Dec 2005 10:55 ] |
Post subject: | |
ef svo er þá er það ansi gott... annars finnst mér alltof algengt með þessa japönzku framleiðendur að þeir búið til ewitt mest rock solid bíla á jarðkringluni bilanalega séð en svo þegar það á að gera einhvern leikföng þá þoli þau ekki sjálfan siog.. gott dæmi finnst mér mazda og subaru en bílarnir frá þeim eru nánast bilanafríir eins og hægt verður en svo hafa bílar eins og 323gtx rx7 og turbo imprezan verið eilífða vesens bílar.. þeir segja að þetta eigi að vera í lagi í rx8 en tímin á jú einn eftir að leiða það í ljós.. en þetta er nú það nýtt ennþá að maður þarf vonandi ekki að hafa áhyggjur af þessu |
Author: | fart [ Sun 18. Dec 2005 10:59 ] |
Post subject: | |
íbbi_ wrote: ef svo er þá er það ansi gott... annars finnst mér alltof algengt með þessa japönzku framleiðendur að þeir búið til ewitt mest rock solid bíla á jarðkringluni bilanalega séð en svo þegar það á að gera einhvern leikföng þá þoli þau ekki sjálfan siog.. gott dæmi finnst mér mazda og subaru en bílarnir frá þeim eru nánast bilanafríir eins og hægt verður en svo hafa bílar eins og 323gtx rx7 og turbo imprezan verið eilífða vesens bílar..
þeir segja að þetta eigi að vera í lagi í rx8 en tímin á jú einn eftir að leiða það í ljós.. en þetta er nú það nýtt ennþá að maður þarf vonandi ekki að hafa áhyggjur af þessu Ég held nú reyndar að Turbo Imprezan sé rock solid bíll, vandamálið felst í misgáfuðum eigendum. Clutchdroppa hægri vinstri, tjúnandi upp án þess að fara alla leið, skiptandi niður í 2. gír í stað 4. (úr 5.).. keyrandi eins og brjálæðingar án þess að láta bílinn kólna hæfilega áður en drepið er á. Setja í gang og fara strax á bont snúning án þess að láta olíur, vökva og málma hitna. Allt þetta myndi drepa hvaða bíl sem er á no time. |
Author: | IvanAnders [ Sun 18. Dec 2005 13:21 ] |
Post subject: | |
fart wrote: íbbi_ wrote: ef svo er þá er það ansi gott... annars finnst mér alltof algengt með þessa japönzku framleiðendur að þeir búið til ewitt mest rock solid bíla á jarðkringluni bilanalega séð en svo þegar það á að gera einhvern leikföng þá þoli þau ekki sjálfan siog.. gott dæmi finnst mér mazda og subaru en bílarnir frá þeim eru nánast bilanafríir eins og hægt verður en svo hafa bílar eins og 323gtx rx7 og turbo imprezan verið eilífða vesens bílar.. þeir segja að þetta eigi að vera í lagi í rx8 en tímin á jú einn eftir að leiða það í ljós.. en þetta er nú það nýtt ennþá að maður þarf vonandi ekki að hafa áhyggjur af þessu Ég held nú reyndar að Turbo Imprezan sé rock solid bíll, vandamálið felst í misgáfuðum eigendum. Clutchdroppa hægri vinstri, tjúnandi upp án þess að fara alla leið, skiptandi niður í 2. gír í stað 4. (úr 5.).. keyrandi eins og brjálæðingar án þess að láta bílinn kólna hæfilega áður en drepið er á. Setja í gang og fara strax á bont snúning án þess að láta olíur, vökva og málma hitna. Allt þetta myndi drepa hvaða bíl sem er á no time. Þetta er hárrétt hjá þérað mörgu leyti en hefur samt náttúrulega verið mesta vesenið í GT súbarónum, WRX er að gera betri hluti, en já, held að Íslendingar kunni yfirleitt ekki á turbo-bíla, maður sér einmitt landcruiser og patrol kallana líka setjast inní bíl í 10 stiga frosti og snúa öllu í botn ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |