bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Guð minn góður https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=12434 |
Page 1 of 7 |
Author: | IceDev [ Wed 09. Nov 2005 23:41 ] |
Post subject: | Guð minn góður |
Ég er ekki mikill l2c aðdáandi en guð minn góður http://www.live2cruize.com/phpbb2/viewtopic.php?t=20345 Magnað að hann sé að röfla yfir þessu! |
Author: | Ketill Gauti [ Thu 10. Nov 2005 00:02 ] |
Post subject: | |
Ég skil nú ekki alveg þessa l2c gaura afhverju geta þeir ekki bara lagt í eitt stæði. Það er nú ekkert erfitt |
Author: | IceDev [ Thu 10. Nov 2005 00:04 ] |
Post subject: | |
Ég elska bílinn minn en ég tvöstæða ALDREI Ekki einusinni fyrir framan hagkaup!!! |
Author: | oldschool. [ Thu 10. Nov 2005 00:19 ] |
Post subject: | |
Já það getur verið mjög pirrandi þegar þetta er gert en ég viðurkenni að ég gerði þetta einu sinni óvart en þá koma ákveðin maður á gamalli mözdu 323 station og lagði svo þétt við bilinn minn að ég komst ekki burt!! hvað þá inni í hann nema farþega meginn!!! ![]() ég lét mér þetta að kenningu verða... ![]() en svona getur kemur sér vel að vera á gangfæru "HRÆJI" ![]() |
Author: | F2 [ Thu 10. Nov 2005 02:03 ] |
Post subject: | |
Strákar ![]() Ég vill ekki særa ykkur enn ég legg í 2 stæði... Enn ég geri það ekki ef stæðin eru crowded eða við búðirnar! Alveg sama hva fólk segir... Hurðarbeygla er ekki eitthvað sem ég ætla að eignast! ![]() |
Author: | oldschool. [ Thu 10. Nov 2005 09:45 ] |
Post subject: | |
tjaa.. það fer notlega eftir hvernig bil maður á ![]() |
Author: | Djofullinn [ Thu 10. Nov 2005 09:57 ] |
Post subject: | |
Ekkert að því að leggja í 2 stæði svo lengi sem það eru nóg af stæðum til. Ég mun leggja blæjunni í 2 stæði þegar hún verður tilbúin. Maður eyðir ekki tugum/hundruðum þúsunda í að láta mála bílinn sinn bara svo einhverjir heimskir íslendingar sem hafa ekki stjórn á börnunum sínum eða spá ekkert í eigum annara geti skemmt hann... ![]() |
Author: | gunnar [ Thu 10. Nov 2005 10:03 ] |
Post subject: | |
Djofullinn wrote: Ekkert að því að leggja í 2 stæði svo lengi sem það eru nóg af stæðum til.
Ég mun leggja blæjunni í 2 stæði þegar hún verður tilbúin. Maður eyðir ekki tugum/hundruðum þúsunda í að láta mála bílinn sinn bara svo einhverjir heimskir íslendingar sem hafa ekki stjórn á börnunum sínum eða spá ekkert í eigum annara geti skemmt hann... ![]() Sammála djöflinum í þessu, allt í góðu ef það eru nóg stæði laus. Lenti í því á gömlu bláu Corollunni minni, lagði í stæði í hagkaup, var að fara að keyra í burtu, þá leggja tvær konur við hliðina á mér og konan bílstjóramegin opnar hurðina beint í bílinn hjá mér, og FAST, ég hoppa út og spyr hvað hún sé eiginlega að pæla. Þá segir hún "cmon maður þetta er hvort eð er ekki einu sinni flottur bíll", og ég spyr hana þá hvort henni sé alveg sama um sinn bíl og hvort henni þyki hann ekkert flottur og hún svara "nei", þá sparka ég bara lauslega í hennar bíl, sest inn í minn og keyri í burtu.. Svipurinn á henni var óborganlegur... ![]() |
Author: | bimmer [ Thu 10. Nov 2005 10:10 ] |
Post subject: | |
Ég legg eins langt frá inngangi og mögulegt er og helst í 2 stæði ef slatti er laus. |
Author: | Djofullinn [ Thu 10. Nov 2005 10:12 ] |
Post subject: | |
gunnar wrote: Djofullinn wrote: Ekkert að því að leggja í 2 stæði svo lengi sem það eru nóg af stæðum til. Ég mun leggja blæjunni í 2 stæði þegar hún verður tilbúin. Maður eyðir ekki tugum/hundruðum þúsunda í að láta mála bílinn sinn bara svo einhverjir heimskir íslendingar sem hafa ekki stjórn á börnunum sínum eða spá ekkert í eigum annara geti skemmt hann... ![]() Sammála djöflinum í þessu, allt í góðu ef það eru nóg stæði laus. Lenti í því á gömlu bláu Corollunni minni, lagði í stæði í hagkaup, var að fara að keyra í burtu, þá leggja tvær konur við hliðina á mér og konan bílstjóramegin opnar hurðina beint í bílinn hjá mér, og FAST, ég hoppa út og spyr hvað hún sé eiginlega að pæla. Þá segir hún "cmon maður þetta er hvort eð er ekki einu sinni flottur bíll", og ég spyr hana þá hvort henni sé alveg sama um sinn bíl og hvort henni þyki hann ekkert flottur og hún svara "nei", þá sparka ég bara lauslega í hennar bíl, sest inn í minn og keyri í burtu.. Svipurinn á henni var óborganlegur... ![]() Snilld ![]() |
Author: | Hannsi [ Thu 10. Nov 2005 10:14 ] |
Post subject: | |
ég legg aldrei í 2 stæði er líka svo vanur að hafa verið á druslum sem mér er sama um!! ![]() |
Author: | arnibjorn [ Thu 10. Nov 2005 10:30 ] |
Post subject: | |
bimmer wrote: Ég legg eins langt frá inngangi og mögulegt er og helst í 2 stæði ef slatti er laus.
ég myndi gera það sama ef ég væri á M5 ![]() |
Author: | oldschool. [ Thu 10. Nov 2005 10:36 ] |
Post subject: | |
Quote: Sammála djöflinum í þessu, allt í góðu ef það eru nóg stæði laus.
Lenti í því á gömlu bláu Corollunni minni, lagði í stæði í hagkaup, var að fara að keyra í burtu, þá leggja tvær konur við hliðina á mér og konan bílstjóramegin opnar hurðina beint í bílinn hjá mér, og FAST, ég hoppa út og spyr hvað hún sé eiginlega að pæla. Þá segir hún "cmon maður þetta er hvort eð er ekki einu sinni flottur bíll", og ég spyr hana þá hvort henni sé alveg sama um sinn bíl og hvort henni þyki hann ekkert flottur og hún svara "nei", þá sparka ég bara lauslega í hennar bíl, sest inn í minn og keyri í burtu.. Svipurinn á henni var óborganlegur... helv...s Tussa... |
Author: | bebecar [ Thu 10. Nov 2005 10:37 ] |
Post subject: | |
Þetta finnst mér bara hálfvitalegt... að leggja í tvö stæði (er náttúrulega ekkert nema frekja!!!) er algjör óþarfi - ef honum er annt um bílinn sinn þá getur hann bara drullast til að labba og leggja bílnum lengra í burtu þar sem er nóg af lausum stæðum. Hann þyrfti varla að troða bílnum í tvö stæði ef hann væri með nóg af stæðum í kringum sig... í stað þess er fullt af fólki sem að bölvar honum í sand og ösku vegna þess að það er stæði nálægt sem ætti að vera laust. Ég held ég yrði alveg jafn pirraður og þessi gamli karl... held ég myndi bara leggja mig fram við það að troða mér við hliðina á honum eða parkera innkaupakerrunni í þetta fína pláss sem hann hefur skapað við hliðina á bílnum sínum... Svo þoli ég heldur ekki þegar fólk leggur bílunum sínum uppá gangstétt þannig að maður kemst ekki framhjá - þá er stysta leiðin beint yfir bílinn og mér finnst allt í lagi að fara þá leið þegar fólk sýnir svona dónaskap! ![]() Svo finnst mér bara lélegt að gera öðrum erfiðara fyrir vegna þess að maður sjálfur nennir ekki að labba aðeins lengra. Hvað gerið þið með steinkast - keyrið þið alltaf 200 metra á eftir næsta bíl eða spítið þið í og takið framúr og ausið grjóti yfir hann í staðinn? |
Author: | arnibjorn [ Thu 10. Nov 2005 11:09 ] |
Post subject: | |
bebecar wrote: Þetta finnst mér bara hálfvitalegt... að leggja í tvö stæði (er náttúrulega ekkert nema frekja!!!) er algjör óþarfi - ef honum er annt um bílinn sinn þá getur hann bara drullast til að labba og leggja bílnum lengra í burtu þar sem er nóg af lausum stæðum.
Hann þyrfti varla að troða bílnum í tvö stæði ef hann væri með nóg af stæðum í kringum sig... í stað þess er fullt af fólki sem að bölvar honum í sand og ösku vegna þess að það er stæði nálægt sem ætti að vera laust. Ég held ég yrði alveg jafn pirraður og þessi gamli karl... held ég myndi bara leggja mig fram við það að troða mér við hliðina á honum eða parkera innkaupakerrunni í þetta fína pláss sem hann hefur skapað við hliðina á bílnum sínum... Svo þoli ég heldur ekki þegar fólk leggur bílunum sínum uppá gangstétt þannig að maður kemst ekki framhjá - þá er stysta leiðin beint yfir bílinn og mér finnst allt í lagi að fara þá leið þegar fólk sýnir svona dónaskap! ![]() Svo finnst mér bara lélegt að gera öðrum erfiðara fyrir vegna þess að maður sjálfur nennir ekki að labba aðeins lengra. Hvað gerið þið með steinkast - keyrið þið alltaf 200 metra á eftir næsta bíl eða spítið þið í og takið framúr og ausið grjóti yfir hann í staðinn? Ég er mjög svo sammála þér, sérstaklega með þetta að leggja uppá gangstétt og taka alla gangstéttina. Þar sem að ég á heima er mjög lítið af stæðum þannig að á kvöldin er oftast nauðsynlegt að einhverjir leggji uppá gangstétt og geri ég það oft en ég geri það þannig að fólk komist léttilega framhjá, fer semsagt ekki langt uppá, en svo er einn gaur, alltaf sami gaurinn sem að tekur alltaf alla gangstéttina og það finnst mér svo ömurlegt sérstaklega þar sem að ég á heima liggur við hliðina á blindraheimili þannig að það er oft mikið af blindu fólki sem að tekur sér stutta göngutúra einnmitt þarna sem þýðir að annað hvort labbar það á bílinn eða þarf að fara út á götu og labba þannig framhjá... það finnst mér bara lélegt! |
Page 1 of 7 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |