bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Vitni að árekstri......eða hvað? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=12352 |
Page 1 of 4 |
Author: | IvanAnders [ Thu 03. Nov 2005 16:46 ] |
Post subject: | Vitni að árekstri......eða hvað? |
Sælir, langar að segja ykkur frá atburði sem ég lenti í í gær, hitti "dílerinn" minn til að kaupa munntóbak á leiðinni heim til kærustunnar minnar, þetta var rétt uppúr 11 í gærkvöldi og þegar að ég var að beygja inní næstu götu fyrir neðan þar sem að hún á heima (held að gatan heiti Hlíðarvegur, í kópavogi) sé ég Mustang stopp fyrir framan mig og Avensis skakkan fyrir framan hann og ég hugsa með mér;"Æ sjitt, Mustanginn hefur rasskellt Avensisinn og kastað honum svona..." Þannig að ég stoppa við hliðina á þeim og þar voru 3 gaurar að bauka eitthvað, ég skrúfa niður rúðuna farþegameginn og segi við þá; "Er allt í lagi með alla? ....allir heilir?" Þá lítur einn gaurinn á mig (u.þ.b. 25 ára, með þriggja daga brodda) með þessum líka geðveikis-morðaugum, hleypur fram fyrir bílinn hjá mér, lemjandi í húddið og leit aldrei úr augunum á mér og rífur í húninn hjá mér og skipaði mér að drulla mér út úr bílnum, öskrandi! ![]() ![]() ![]() ![]() Mér var alla veganna geðveikislega brugðið og komst loks á leiðarenda. en ég ætlaði að forvitnast um það hvort að einhver vissi hvort að þetta mætti endalaust!? það var líka leitað í bílnum hjá mér á leiðinni á Færæska daga í sumar og mér leiðist þetta, ég er með hreina sakarskrá og hef aldrei verið viðriðinn fíkniefni, mér hefur verið sagt að ef að ég neiti þeim um að leita í bílnum að þá þurfi þeir dómara til að veita heimild og ef að þeir finni ekkert þá ætti maður að vera save eftir það, veit einhver eitthvað um þetta? |
Author: | Kull [ Thu 03. Nov 2005 16:55 ] |
Post subject: | |
Þú getur neitað en þá geta þeir látið draga bílinn þinn á löggustöðina þar til þeir fá leitarheimild hjá dómara. Að sjálfsögðu eiga þeir ekki að fá þessa heimild nema þeir hafi einhverja rökstudda ástæðu til að leita. Ég man að ég las dóm fyrir stuttu þar sem einn kærði svona leit, þá neitaði hann, bíllinn var dregin á löggustöð og síðan fengin leitarheimild. Löggan fann ekki neitt en dómurinn taldi að þeir hefðu haft rökstudda ástæðu því gaurinn var með sakaskrá fyrir fíkniefnabrot og dæmdi því að leitin hefði verið lögleg. |
Author: | Spiderman [ Thu 03. Nov 2005 18:34 ] |
Post subject: | |
Í fyrsta lagi þá ber þér engin skylda til þess að svara spurningum lögreglunnar og annan stað þá skaltu aldrei leyfa líkamsleit eða leit í bílnum þínum án dómsúrskurðar. Ef þú neitar því, þá geta þeir auðvitað handtakið þig og haldið þér á meðan þeir útvega sér dómsúrskurð, en það er ekkert sjálfgefið að þeir fái hann. Leið og þú ert handtekinn þá hefur þá hefur þú stöðu sakbornings og þá er þér útvegaður verjandi þér að kostnaðarlausu. Ég myndi ekki hika við að láta handtaka mig ef lögreglan vildi leita í bílnum mínum, síðan myndi ég bara höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu. |
Author: | Zyklus [ Thu 03. Nov 2005 18:44 ] |
Post subject: | |
Spiderman wrote: Í fyrsta lagi þá ber þér engin skylda til þess að svara spurningum lögreglunnar og annan stað þá skaltu aldrei leyfa líkamsleit eða leit í bílnum þínum án dómsúrskurðar. Ef þú neitar því, þá geta þeir auðvitað handtakið þig og haldið þér á meðan þeir útvega sér dómsúrskurð, en það er ekkert sjálfgefið að þeir fái hann. Leið og þú ert handtekinn þá hefur þá hefur þú stöðu sakbornings og þá er þér útvegaður verjandi þér að kostnaðarlausu. Ég myndi ekki hika við að láta handtaka mig ef lögreglan vildi leita í bílnum mínum, síðan myndi ég bara höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu.
Ef maður hefur ekkert að fela af hverju að vera þá með eitthvað vesen? Frekar myndi ég leyfa þeim að leita í bílnum sem kannski tekur 5 mín. en að láta handtaka mig og bíða eftir dómsúrskurði, hvað ætli það ferli taki langan tíma? Alveg örugglega lengri tíma en sá tími sem löggan myndi eyða í að leita í bílnum ef maður hefði ekkert að fela... Það er nú bara oftast þannig að ef maður er kurteis og almennilegur við löggunna þá eru þær almennilegar og kurteisar til baka. Finnst því miður vera svolítið í tísku að vera með eitthvað „attídút“ gagnvart löggunni... ![]() En svo auðvitað eru svartir sauðir í löggunni eins og annars staðar og að sjálfsögðu á maður ekki að láta svoleiðis lið komast upp með hluti sem ekki eru skv. bókinni eða á einhvern hátt óeðlilegir. |
Author: | Djofullinn [ Thu 03. Nov 2005 18:49 ] |
Post subject: | |
Ég lenti í því líka fyrir 3 árum eða svo þegar ég var að keyra um í Grafarvogi á Honda Civic fjósi, haugtjónuðum að framan, sem kærastan mín átti. Við vorum tvö í bílnum og erum stoppuð af 2 löggugaurum. Þeir fá mig yfir í bílinn til sín og fara strax að spyrja mig út í hass... Hvort ég hefði verið að reykja og hvort ég væri með eitthvað á mér. Ég sagðist náttúrulega aldrei hafa komið nálægt neinum eiturlyfjum (sem er btw dagsatt) en ég hefði nú rétt í þessu verið að ljúka við eina Winston sígarettu.... Þeir sögðu að þeir þekktu alveg hasslykt og það væri hasslykt af mér, voru síðan með svaka yfirheyrslu og sögðu síðan að það hefði nú verið bent á mig. Ég bara ha? Nú hver var að því? Vel hissa þar sem ég hef aldrei verið í eiturlyfjum. Þeir vilja náttúrulega ekki segja mér það og halda áfram með einhverjar vel valdar setningar úr löggumyndunum sem þeir horfðu á þegar þeir voru ungir ![]() ![]() Þeir s.s voru svo vissir um að ég hefði verið að reykja hass að þeir lugu um að einhver hefði bent þeim á mig ![]() Hversu lélegar löggur rugla saman sígarettulykt og hasslykt? En ég hef allavega ekki verið stoppaður eftir þetta |
Author: | arnibjorn [ Thu 03. Nov 2005 18:54 ] |
Post subject: | |
Djofullinn wrote: Ég lenti í því líka fyrir 3 árum eða svo þegar ég var að keyra um í Grafarvogi á Honda Civic fjósi, haugtjónuðum að framan, sem kærastan mín átti. Við vorum tvö í bílnum og erum stoppuð af 2 löggugaurum. Þeir fá mig yfir í bílinn til sín og fara strax að spyrja mig út í hass... Hvort ég hefði verið að reykja og hvort ég væri með eitthvað á mér. Ég sagðist náttúrulega aldrei hafa komið nálægt neinum eiturlyfjum (sem er btw dagsatt) en ég hefði nú rétt í þessu verið að ljúka við eina Winston sígarettu.... Þeir sögðu að þeir þekktu alveg hasslykt og það væri hasslykt af mér, voru síðan með svaka yfirheyrslu og sögðu síðan að það hefði nú verið bent á mig. Ég bara ha? Nú hver var að því? Vel hissa þar sem ég hef aldrei verið í eiturlyfjum. Þeir vilja náttúrulega ekki segja mér það og halda áfram með einhverjar vel valdar setningar úr löggumyndunum sem þeir horfðu á þegar þeir voru ungir
![]() ![]() Þeir s.s voru svo vissir um að ég hefði verið að reykja hass að þeir lugu um að einhver hefði bent þeim á mig ![]() Hversu lélegar löggur rugla saman sígarettulykt og hasslykt? En ég hef allavega ekki verið stoppaður eftir þetta Vá hvað ég hefði verið alveg nett pirraður! ![]() |
Author: | Helgi M [ Thu 03. Nov 2005 18:59 ] |
Post subject: | |
Ég þoli ekki svona vesen í lögreglunni, ég var einu sinni stoppaður og þegar ég stoppaði þá kom annar þeirra farþegameginn í þeirra bíl hlaupandi að bílnum mínum og greip í húninn en hikaði við að opna því hann hefur enga heimild til þess, og svo opnaði ég sjálfur og þá kom hinn líka og spurði mig um ökuskirteini og ég lét þá fá það, og svo spurðu þeir hvort að þeir mættu leita, og ég sagði já því ég hafði ekkert að fela, svo leituðu þeir og leitiðu en voru samt snyrtilegir í því þeir gengu frá öllu og þessmá geta að þetta var á carinunni sem e´g átti og þar voru örugglega svona án djóks 5 kíló af rusli í bílnum útum ALLAN bíl ég var á leiðinni að þrífa hann ![]() og þessir voru líka með svona plöstuð skilríki sem að þú liggur við getur keypt í leikbæ. Hérna er líka einn þráður sem að setur rúsinuna í pylsuendann. http://www.live2cruize.com/phpBB2/viewt ... t=l%F6ggan |
Author: | Geir-H [ Thu 03. Nov 2005 19:14 ] |
Post subject: | |
Ég skil ekki þessa "reiði" út í lögguna, það er nátturulega ömurlegt að lenda í svona, en eru þetta ekki bara menn að vinna vinnuna sína, eru ekki svartir sauðir alls staðar? |
Author: | IvanAnders [ Thu 03. Nov 2005 19:19 ] |
Post subject: | |
Málið hjá mér er að ég veit að ég get sagt nei og allt það, en í fyrra skiptið var kl 1 um nótt og mér lá á að komast á Ólafsvík (þetta var í Borgarnesi) og mátti barasta ekki við því að bíða eftir að löggan fengi dómsúrskurð og því urðum við kærastan mín bara að hanga úti í skítakulda á meðan þau leituðu (voru búin að bendla mig við amfetamínneyslu í hálftíma áður en ég skrifaði undir heimildina) og í gær var ég búinn að vera á fullu frá 8 um morguninn og til 11 og langaði bara að komast sem fyrst uppí rúm En ef að ég hef nægan tíma einhvern tímann þegar að ég er stoppaður í svona rugli að þá er það ekkert vafamál að ég mun neita og fara í hart, vegna þess að eins og áður hefur komið fram að þá hefur mér verið sagt að ef að þeir fá dómsúrskurð og finna ekkert að þá séu minni líkur á að þeir abbist meir uppá mann vegna þess að ef að það gerist 2svar að þá verði þeir teknir á teppið?! vill líka bæta því við að ég er alls ekki að kvarta undan löggunni sem slíkri, löggan fékk mega props um daginn þegar að ég var tekinn á 101 í 50 götu (miðnætti, ekkert fólk, engin umferð, rólegan æsing ![]() |
Author: | IvanAnders [ Thu 03. Nov 2005 19:22 ] |
Post subject: | |
hehe, ef að ég les yfir póstana mína að þá er ég á stuttum tíma búinn að fá eina sekt og 2svar leitað í bílnum og allt í kringum miðnætti +/- 1klst ætti kannski bara ekkert að vera á ferðinni á þessum tíma ![]() |
Author: | Day [ Thu 03. Nov 2005 19:29 ] |
Post subject: | |
Ekki börðu þeir í húddið þitt og öskra á þig að drulla þér út ? Þvílíkir asnar þessar löggur stundum... |
Author: | IvanAnders [ Thu 03. Nov 2005 19:33 ] |
Post subject: | |
Day wrote: Ekki börðu þeir í húddið þitt og öskra á þig að drulla þér út ?
Þvílíkir asnar þessar löggur stundum... Jú, barði samt ekkert rosalega fast (hefði ég verið á fínni bíl hefði ég gert læti, og líka reyndar ef að ég hefði verið með svona líter minna af adrenalíni flæðandi um æðarnar ![]() |
Author: | IvanAnders [ Thu 03. Nov 2005 19:37 ] |
Post subject: | |
Málið með augnaráðið, öskrin og bankið á húddið er klárlega alveg planað, þeir vita alveg hvað þeir eru að gera, reyna að taka mann á tauginni svo maður fatti ekki að læsa og keyra í burtu, gera þetta til að stuða mann ![]() it worked..... ![]() |
Author: | aronjarl [ Thu 03. Nov 2005 20:02 ] |
Post subject: | |
ég hefði tekið í höndina á löggu svíninu snúið uppá hana skellt honum í jörðina og sagt honum að halda kjafti ![]() |
Author: | Jónas [ Thu 03. Nov 2005 20:08 ] |
Post subject: | |
aronjarl wrote: ég hefði tekið í höndina á löggu svíninu snúið uppá hana skellt honum í jörðina og sagt honum að halda kjafti
![]() ![]() |
Page 1 of 4 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |