bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Frúarbílapælingar
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=12238
Page 1 of 2

Author:  Einsii [ Wed 26. Oct 2005 12:49 ]
Post subject:  Frúarbílapælingar

Núna reynir á none BMW þekkinguna. ;)
Með hvaða bíl mælið þið sem frúarbíl, semsagt bíll sem er bara bíll, skilar manni a-b og þarf sáralítið að hugsa um, sona gaur sem bara bíður rólegur eftir mannu út á plani á morgnana klár í að renna í vinnuna :D.
Hann þarf að vera:
Ódýr í rekstri.
Áreiðanlegur.
Eyðslugrannur.
Þægilegur að keira.
Kosta minna en 500þús.
Ekki of stór.
Og ekki of gamall.

Seigið mér frá bílum og tegundum sem ykkur finnst falla í þennan hóp.

Author:  Einarsss [ Wed 26. Oct 2005 14:07 ]
Post subject: 

notaður yaris ? ;) nei nei ... mamma átti einu sinni skoda fabia ... hann var fínn og eyddi litlu... ábyggilega hægt að fá 2000 árg kringum milljón.

Author:  Geir-H [ Wed 26. Oct 2005 14:12 ]
Post subject: 

Kosta minna en 500þús

Toyota Corolla 92-97 1,3 mjög áreiðanlegir bílar, framleiða nánast bensín og eru mjööög ódýrir!

Author:  Einarsss [ Wed 26. Oct 2005 14:20 ]
Post subject: 

úpps ég ætlaði að skrifa um hálfa milljón :oops:

Author:  Bjarkih [ Wed 26. Oct 2005 14:47 ]
Post subject: 

Ég get alveg mælt með Hyundai Accent, átti 1500 týpuna og hann eyddi sára litlu, aldrei neitt vesen og bara fínn í rekstri.

Author:  saemi [ Wed 26. Oct 2005 15:17 ]
Post subject: 

518i E28 :)

Author:  oskard [ Wed 26. Oct 2005 15:20 ]
Post subject: 

e30 316i eða 318i með m40 vél er líka góður kostur

Author:  grettir [ Wed 26. Oct 2005 16:33 ]
Post subject: 

Ég átti Mözdu 323F þegar ég var í háskólanum. Nokkuð góð bara. Eyddi aðeins, enda gömul, sjálfskipt og með blöndung. En fór alltaf í gang.

Author:  Einsii [ Wed 26. Oct 2005 16:35 ]
Post subject: 

saemi wrote:
518i E28 :)
neinei. þú átt að vera að strippa hann og púsla saman í eitthvað skemtilegra handa mér ;)
En svona annars af eigin reynslu, þá eru til ódýrari bílar en BMW til að eiga, og einsog ég sagði þá á þetta bara að vera A-B bíll.. þarf ekkert að vera skemmtilegri en það.

Author:  HPH [ Wed 26. Oct 2005 16:37 ]
Post subject: 

Bjarkih wrote:
Ég get alveg mælt með Hyundai Accent, átti 1500 týpuna og hann eyddi sára litlu, aldrei neitt vesen og bara fínn í rekstri.


Ég mæli með Accentinum snildar bílar, eiða of litlu, miðstöðin hitnar nánast strax og maður kveikir á honum(c.a. 2-3min), lág bilunar tíðni og ódýr í rekstri.

Author:  GunniT [ Wed 26. Oct 2005 18:09 ]
Post subject: 

Geir-H wrote:
Kosta minna en 500þús

Toyota Corolla 92-97 1,3 mjög áreiðanlegir bílar, framleiða nánast bensín og eru mjööög ódýrir!


Mæli með þessum bílum hef bara góða reynslu af minni toyota ;)

Author:  Bjarkih [ Wed 26. Oct 2005 19:16 ]
Post subject: 

HPH wrote:
Bjarkih wrote:
Ég get alveg mælt með Hyundai Accent, átti 1500 týpuna og hann eyddi sára litlu, aldrei neitt vesen og bara fínn í rekstri.


Ég mæli með Accentinum snildar bílar, eiða of litlu, miðstöðin hitnar nánast strax og maður kveikir á honum(c.a. 2-3min), lág bilunar tíðni og ódýr í rekstri.


Gleymdi einu, þá sjaldan eitthvað bilar þá er varahlutaverðið alls ekki hátt.

Author:  Schulii [ Wed 26. Oct 2005 19:30 ]
Post subject: 

Éf er einmitt að hjálpa mömmu að finna bíl og þar er einmitt sterkustu valkostirnir Toyota Corolla og Hyundai Accident.

Annars er planið hjá mér, þegar ég hef efni á því, að kaupa flottan BMW 316i Compact handa frúnni minni. Held að það gæti verið mjög góður kostur.
Eyðir litlu, gott að keyra, bilar örugglega lítið og flottur og áreiðanlegur.

Author:  mattiorn [ Wed 26. Oct 2005 19:31 ]
Post subject: 

Keyptu bílinn af systur minni :D

http://www.live2cruize.com/phpbb2/viewtopic.php?t=19801

Author:  Helgi M [ Wed 26. Oct 2005 20:29 ]
Post subject: 

Yaris twin turbo, hehe :roll: Ég mæli með Toyotu, asnalega lítil bilanatíðni og alveg endalaust til af varahlutum í þá og með eyðsluna reyndir menn segja að 1300 bílarnir séu að eyða nánast jafn miklu og 1600 vegna þess hve 1,3 er lengi að vinna sig upp og þarfnast þess meira bensín, en ég átti carinu 89 beinskifta, og blöndungs og hann var að eyða 8 innan bæjar og sirka 10 utan bæjar vegna þess hve 5 gír er lággíraður og var oftar en ekki í hærri snúningnum. En ég mæli með Toyotu :)

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/