bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Rafsuðugræjur
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=12201
Page 1 of 3

Author:  Djofullinn [ Mon 24. Oct 2005 14:00 ]
Post subject:  Rafsuðugræjur

Hverjir selja rafsuðugræjur á hagstæðum verðum?
Hvað má reikna með að svona kosti?

Author:  Knud [ Mon 24. Oct 2005 14:44 ]
Post subject: 

Ístækni selja rafsuðugræjur. Veit reyndar ekkert með kostnað en þeir eru staðsettir rétt hjá tómstundahúsinu. Sérhæfa sig einnig í þeim þannig að þeir ættu nú að vera með eitthvað gott :)

Author:  Djofullinn [ Mon 24. Oct 2005 14:53 ]
Post subject: 

Takk prófa það ;)
Einhverjir fleiri staðir sem menn vita um?

Author:  Knud [ Mon 24. Oct 2005 14:57 ]
Post subject: 

Einnig Sindri. Klettagörðum 12. Þeir sérhæfa sig einnig í málmiðnaðardóti.

Author:  oskard [ Mon 24. Oct 2005 14:59 ]
Post subject: 

já ég var í sindra um daginn og þeir eru með þokkalegt úrval af græjum... sem kosta líka fullt :)

Author:  Djofullinn [ Mon 24. Oct 2005 15:01 ]
Post subject: 

oskard wrote:
já ég var í sindra um daginn og þeir eru með þokkalegt úrval af græjum... sem kosta líka fullt :)
Já þetta er náttúrulega ekkert ódýrt. Var að tékka á Ístækni og þar er ódýrasta pinnavélin á 70 þús, það hljómar nokkuð fair :)

En ef einhver á svona notað þá væri ég alveg til í að skoða það. Eða veit um eitthvað verkstæði sem er að endurnýja

Author:  oskard [ Mon 24. Oct 2005 15:03 ]
Post subject: 

stick suðuvélarnar í sindra voru til ódýrari... og dýrari :)

hvað ertu að fara sjóða ?

Author:  Djofullinn [ Mon 24. Oct 2005 15:07 ]
Post subject: 

oskard wrote:
stick suðuvélarnar í sindra voru til ódýrari... og dýrari :)

hvað ertu að fara sjóða ?
Ok tékka á því.
Er ekki að fara að sjóða neitt sérstakt, maður þarf alltaf að sjóða af og til. Fínt að eiga svona bara :) Verst hvað ég er lélegur að sjóða með pinnasuðuvélum.... Kemur með æfingunni

Author:  Djofullinn [ Mon 24. Oct 2005 15:19 ]
Post subject: 

Hafa menn annars einhverja reynslu af suðum? Er kannski erfitt að sjóða svona þunnan boddýmálm með rafsuðu?

Author:  Kristjan [ Mon 24. Oct 2005 15:42 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Hafa menn annars einhverja reynslu af suðum? Er kannski erfitt að sjóða svona þunnan boddýmálm með rafsuðu?


Pabbi segir að það þýði ekki neitt að nota pinna, frekar argonsuðu.

Author:  oskard [ Mon 24. Oct 2005 15:51 ]
Post subject: 

held að það sé mjög mjög erfitt að fara sjóða einhverja boddyparta
á með stick suðu... mig er mun sniðugara í það

Author:  Djofullinn [ Mon 24. Oct 2005 15:52 ]
Post subject: 

Kristjan wrote:
Djofullinn wrote:
Hafa menn annars einhverja reynslu af suðum? Er kannski erfitt að sjóða svona þunnan boddýmálm með rafsuðu?


Pabbi segir að það þýði ekki neitt að nota pinna, frekar argonsuðu.
Bara yfirhöfuð? Eða fyrir þetta þunnan málm?
Og nú veit ég ekkert hvernig argonsuða virkar? Getur einhver útskýrt það fyrir mér? :oops:

Author:  Kristjan [ Mon 24. Oct 2005 15:54 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Kristjan wrote:
Djofullinn wrote:
Hafa menn annars einhverja reynslu af suðum? Er kannski erfitt að sjóða svona þunnan boddýmálm með rafsuðu?


Pabbi segir að það þýði ekki neitt að nota pinna, frekar argonsuðu.
Bara yfirhöfuð? Eða fyrir þetta þunnan málm?
Og nú veit ég ekkert hvernig argonsuða virkar? Getur einhver útskýrt það fyrir mér? :oops:


Þá er svona þráður í staðinn fyrir pinna og svo er argon gasi blásið með, eða það er kannski betra að þú spyrjir einhvern sem er með þetta alveg á hreinu. :lol:

Author:  oskard [ Mon 24. Oct 2005 15:55 ]
Post subject: 

ætli argon og mig sé ekki bara það sama

Author:  Djofullinn [ Mon 24. Oct 2005 15:57 ]
Post subject: 

Já þá er maður kominn út í að vera með eitthvað gas og svona svipað og í logsuðu. Ég er ekkert voðalega hrifinn af því :roll:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/