bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Tölvuvandræði
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=12095
Page 1 of 1

Author:  jens [ Sat 15. Oct 2005 12:20 ]
Post subject:  Tölvuvandræði

Er í vandræðum með tölvu sem sett var netkort í og allt virðist í lagi en um leið og snúran er sett í samband við kortið frís vélin og hún keyrir sig ekki upp aftur nema taka snúruna úr sambandi. Búið er að skipta um snúru, einhver með hugmynd.

Author:  Einarsss [ Sat 15. Oct 2005 12:28 ]
Post subject: 

tjekka hvort það sé ekki til nýr driver fyrir netkortið.


Er þetta fyrir XP ? ertu að tengja saman við aðra tölvu eða router ?

Author:  Djofullinn [ Sat 15. Oct 2005 12:42 ]
Post subject: 

Driver
Beyglaðir pinnar á nettengi
Skipta um PCI rauf
Það sem tengist á hinn endann á netkaplinum - Taka það úr sambandi
Prófa annað kort
Ósamhæfni - Fá aðra týpu

Author:  gstuning [ Sat 15. Oct 2005 12:48 ]
Post subject: 

fáðu þér annað kort bara, nýtt með driver disk,
og þá leysist þetta strax.

Author:  Svezel [ Sat 15. Oct 2005 13:54 ]
Post subject: 

það á ekki að þurfa driver við netkort ef þetta er windows vél sem er sett saman á þessari öld

var nokkuð öðruvísi netkort í henni fyrir? það vill oft rugla windows

Author:  jens [ Sat 15. Oct 2005 13:59 ]
Post subject: 

Þetta kort fylgir router frá símafyrirtæki og er allt nýtt.
Þetta er XP stýrikerfi.
Hef verið að velta fyrir mér að kortið sé gallað.

Author:  gstuning [ Sat 15. Oct 2005 14:25 ]
Post subject: 

jens wrote:
Þetta kort fylgir router frá símafyrirtæki og er allt nýtt.
Þetta er XP stýrikerfi.
Hef verið að velta fyrir mér að kortið sé gallað.


ef tölvan frýs þegar kapli er stungið í þá er nokkuð víst að það er gallað,

Author:  Joolli [ Sat 15. Oct 2005 17:14 ]
Post subject: 

Djofullinn wrote:
Skipta um PCI rauf
Þetta er úrelt ráð. Það er ekki lengur skortur á IRQ's.

Author:  Djofullinn [ Sat 15. Oct 2005 17:20 ]
Post subject: 

Joolli wrote:
Djofullinn wrote:
Skipta um PCI rauf
Þetta er úrelt ráð. Það er ekki lengur skortur á IRQ's.

Virkar engu að síður oft ennþá :wink:

Author:  Einarsss [ Sat 15. Oct 2005 17:47 ]
Post subject: 

Svezel wrote:
það á ekki að þurfa driver við netkort ef þetta er windows vél sem er sett saman á þessari öld

var nokkuð öðruvísi netkort í henni fyrir? það vill oft rugla windows



Það geta verið gamlir driverar sem eru inní windows ... best að kíkja á heimasíðu framleiðandans til að tjekka á nýjustu útgáfunni.

það er svo margt sem kemur til greina að það er ekki hægt að skjóta á e-ð ákveðið.

Author:  Stanky [ Sun 16. Oct 2005 02:50 ]
Post subject: 

það geta alltaf komið IRQ villur upp.

ef tölvan er líka af þessari öld með windows að þá þarf ooofft drivera... og ef það þarf ekki drivera er alltaf betra að ná í drivera, þá funkerar þetta betra, tekur minna minni og minna CPU load líklega.

En kortið er sennilega bilað, getur reynt að gera þetta sem djöfullinn kom með, ef það virkar ekki skilaðu því, en vertu búinn að tjékka á því, því gaurarnir tjékka á kortinu líklega ef þú skilar því..

Author:  jens [ Sat 22. Oct 2005 23:43 ]
Post subject: 

Kortið var gallað.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/