bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
MP3 spilarar https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=12010 |
Page 1 of 2 |
Author: | zazou [ Sun 09. Oct 2005 11:50 ] |
Post subject: | MP3 spilarar |
Hvaða spilari er málið að kaupa í dag? Til að hafa í ræktina og kannski í bíl. Er það þessi iPod gaur frá Apple? Eru spilarar í dag með minni eða hörðum disk, ef disk, er hann þá ekki killer á batterí? Minnz hefur ekki nennt að fylgjast með þróuninni í þessu ![]() |
Author: | Svezel [ Sun 09. Oct 2005 12:34 ] |
Post subject: | |
ég held að ipod nano sé málið í dag |
Author: | gunnar [ Sun 09. Oct 2005 12:40 ] |
Post subject: | |
Án þess að ég viti mikið um þennan Nano spilara, voru þá ekki að berast kvartanir að skjárinn í þeim brotnaði hægri vinstri? |
Author: | arnib [ Sun 09. Oct 2005 12:52 ] |
Post subject: | |
Ég sá einmitt grein um daginn þar sem var verið að prófa hversu sterkur svona Nano gaur væri, og hann þoldi ANSI mikið fannst mér! Það er líka gott að hann er með Flash minni en ekki harðan disk! |
Author: | Valdi- [ Sun 09. Oct 2005 12:53 ] |
Post subject: | |
Ef ég ætlaði að fá mér iPOD fyrir bílinn + rætina í dag fengi ég mér nano. ![]() fínt fyrir ræktina ![]() svona í bílinn. 4 gb eru feikinóg. Ég t.d. hef ekkert við 20 gb að gera af tónlist, en það er svo sem ekkert verra að eiga svoleiðis, enda er munurinn á nano og iPOD 20gb ekkert rosalegur peningalega séð. 4 gb nano = 249 $ 20 gb iPOD = 299 $ Þetta er reyndar rándýrt ef þú kaupir þetta hérna heima í Apple búðinni. |
Author: | bjahja [ Sun 09. Oct 2005 13:29 ] |
Post subject: | |
Það voru eithvað xxxx margir nano spilarar með gölluðum skjá heyrði ég og mér skillst að það sé búið að laga það. Hinsvegar eru ipod spilarar fáránlega viðkvæmir fyrir rispum, ég var ekki búinn að eiga minn lengi þegar skjárinn var orðinn ansi rispaður. Ég er annars bara vel sáttur við minn, er reyndar það klikkaður þegar kemur að svona hlutum að ég verð að kaupa það stærsta og dýrasta þannig að ég á 60gb ipod photo og er ennþá að vinna í því að fylla hann..........og það gengur ekkert rosalega vel ![]() ![]() |
Author: | xzach [ Sun 09. Oct 2005 16:04 ] |
Post subject: | |
Er búinn að vera eigandi að ipod í 2ár og sé enganveginn eftir honum. Sérstaklega eftir að ég fékk mér itrip og hleðslutæki í bílinn ![]() |
Author: | fixxxer [ Sun 09. Oct 2005 21:58 ] |
Post subject: | |
Ég leitaði vel og lengi þegar valið kom að MP3 spilara og Rio Carbon kemur helvíti vel út úr öllum könnunum og margir sem vilja meina að hann sé betri en iPodinn. Hann er amk með 20 klst batterí sem er þrusugott og munur miklu að þurfa ekki alltaf að vera að hlaða þetta. Ég nota þetta líka í bílnum og þá með FM sendi og munur að þurfa ekki alltaf að vera að taka hann inn til að hlaða. Soundið er mjög gott og rosalega góður bassi og gefur iPoddnum ekkert eftir. Mér finnst líka lúkkið mjög flott, en hægt er að hafa hann silfraðann, svartann eða hvítann. Síðan er hann 6 GB sem dugar mér vel og hef ekki enn fyllt hann. Ef þú ert að spá í ræktina, þá er ég mjög feginn að hafa ekki fenigð mér iPod. Rio-inn er mjög þunnur og hef ég hann bara í vasanum, og vegna þess að takkarnir eru smávegis upphleyptir þá get ég skipt um lög án þess að taka hann upp úr vasanum (þ.e. finn móta fyrir tökkunum í gegnum vasann) en iPoddinn er með slétta framhlið og því erfitt að finna ff eða rev takkana. Síðan minnir mig að iPoddinn spili bara mp3 format, en ekki WMA. Þar sem ég átti slatta af WMA lögum þá var ég feginn að þurfa ekki að finna þau upp á nýtt. Vona að þetta hjálpi eitthvað... |
Author: | zazou [ Sun 09. Oct 2005 22:37 ] |
Post subject: | |
fixxxer wrote: Ég leitaði vel og lengi þegar valið kom að MP3 spilara og Rio Carbon kemur helvíti vel út úr öllum könnunum og margir sem vilja meina að hann sé betri en iPodinn.
Hann er amk með 20 klst batterí sem er þrusugott og munur miklu að þurfa ekki alltaf að vera að hlaða þetta. Ég nota þetta líka í bílnum og þá með FM sendi og munur að þurfa ekki alltaf að vera að taka hann inn til að hlaða. Soundið er mjög gott og rosalega góður bassi og gefur iPoddnum ekkert eftir. Mér finnst líka lúkkið mjög flott, en hægt er að hafa hann silfraðann, svartann eða hvítann. Síðan er hann 6 GB sem dugar mér vel og hef ekki enn fyllt hann. Ef þú ert að spá í ræktina, þá er ég mjög feginn að hafa ekki fenigð mér iPod. Rio-inn er mjög þunnur og hef ég hann bara í vasanum, og vegna þess að takkarnir eru smávegis upphleyptir þá get ég skipt um lög án þess að taka hann upp úr vasanum (þ.e. finn móta fyrir tökkunum í gegnum vasann) en iPoddinn er með slétta framhlið og því erfitt að finna ff eða rev takkana. Síðan minnir mig að iPoddinn spili bara mp3 format, en ekki WMA. Þar sem ég átti slatta af WMA lögum þá var ég feginn að þurfa ekki að finna þau upp á nýtt. Vona að þetta hjálpi eitthvað... Jú þetta er mjög fróðlegt. Hvar er best að versla svona gaur? Setupið sem ég er að hugsa um er ca 5Gb pláss, góð ending rafhlaðna, nettur, gott navigation system og möguleiki á notkun í bíl. Þarf maður ekki að 'smygla' inn græju til að geta notað í bílnum? |
Author: | bimmer [ Sun 09. Oct 2005 22:41 ] |
Post subject: | |
Er með Zen Micro frá Creative - mjög sáttur við hann. http://www.pocket-lint.co.uk/review.php?reviewId=682 http://www.pcmag.com/article2/0,1759,1730979,00.asp http://reviews.cnet.com/Creative_Zen_Micro_5GB_black/4505-6490_7-31151919.html |
Author: | fixxxer [ Sun 09. Oct 2005 22:45 ] |
Post subject: | |
Ég keypti minn í UK, en þeir eru ódýrari í USA. Rio er yfirleitt aðeins ódýrari en sambærilegur iPod (á viðeigandi markaði). Ég veit ekki hvort hann er seldur heima, en verðin hér heima eru náttúrulega sky high. Smygla...ég veit náttúrulega ekkert um það...en þessi græja sem ég á lítur bara út fyrir að vera lítill mp3 spilari þannig þeir myndu ekki líta tvisvar á hann ef þeir stoppa þig. |
Author: | Jss [ Sun 09. Oct 2005 23:22 ] |
Post subject: | |
zazou wrote: Þarf maður ekki að 'smygla' inn græju til að geta notað í bílnum?
Ertu þá ekki að tala um FM sendi? |
Author: | zazou [ Sun 09. Oct 2005 23:34 ] |
Post subject: | |
Jss wrote: zazou wrote: Þarf maður ekki að 'smygla' inn græju til að geta notað í bílnum? Ertu þá ekki að tala um FM sendi? |
Author: | Jss [ Sun 09. Oct 2005 23:40 ] |
Post subject: | |
FM sendarnir eru víst ólöglegir hérna. ![]() |
Author: | bimmer [ Sun 09. Oct 2005 23:41 ] |
Post subject: | |
Ef þú færð þer ipod þá er þetta sniðugt til að tengja hann í græjurnar í bílnum: http://www.dvd-rwmedia.com/apple-icelink-11-3g-ipod-bmw-mini.html |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |