bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Sauðaorðabókin https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=11955 |
Page 1 of 1 |
Author: | grettir [ Wed 05. Oct 2005 10:40 ] |
Post subject: | Sauðaorðabókin |
Þessa snilld fékk ég í tölvupósti áðan. Ég veit ekki hver er höfundur, en það er greinilega alger snillingur: Þetta auðveldar manni að skilja öll þessi hugtök í fjármálaheiminum Að bera fé: Afklæða kind Aflafé: Kindur sem stunda veiðiskap Áhættufé: Fífldjarfar sauðkindur Eigið fé: Kindur sem maður á sjálfur Fégirnd: Afbrigðileg kynhneygð (Að girnast sauðfé) Fégræðgi: Að vera einstaklega sólginn í sauðaket Féhirðir: Smali Félag: Lag sem samið er um sauðfé Félagi: Sá sem leggur lag sitt við sauðfé Félegur: Eins og sauður Féleysi: Þegar skorið hefur verið niður vegna riðuveiki Fjárdráttur: Samræði við kind Fjárhagur: Einhver sem er afar laginn við sauðfé Fjárhirslur: Geymslur fyrir sauðfé Fjárlög: Mörg lög sem samin eru um sauðfé Fjármagn: Þegar margar ær koma saman Fjármál: Tungumál sauðkinda/jarm -Tóndæmi Fjármálaráðherra: Yfirsmali Fjármunir: Lausamunir í eigu sauðkinda Fjárnám: Skóli fyrir kindur Fjárplógsstarfsemi: Jarðyrkja þar sem sauðfé er beytt fyrir plóg Fjársöfnun: Smalamennska Fjárútlát: Þegar ærnar eru settar út á vorin Fjárvarsla: Það að geyma kindur Fjárveitingar: Þegar boðið er upp á sauðket í matarboðum Fjáröflun: Smalamennska Fundið fé: Kindur sem búið er að smala Glatað fé: Fé sem ekki hefur komið aftur af fjalli Grímsá: Kind í eigu Gríms Handbært fé frá rekstri: Kindur sem menn hafa gefist upp á að reka og ákveðið að bera á höndum sér Hlutafé: Súpukjöt Langá: Einstaklega löng kind Lausafé: Kindur sem eru lausar á afréttinum Norðurá: Kind að norðan Opnibert fé: Fé í eigu ríkisins Sauðburður: Þegar handbært fé er borið að á milli staða Sparifé: Kindur sem ekki eru notaðar hversdags Stofnfé: Fyrstu kindurnar sem maður eignast Tryggingafé: Öruggt sauðfé Veltufé: Afvelta kindur Þjórfé: Drykkfelldar ær Þverá: Þrjósk kind |
Author: | Joolli [ Wed 05. Oct 2005 13:03 ] |
Post subject: | |
Quote: Hlutafé: Súpukjöt hah!
|
Author: | elli [ Wed 05. Oct 2005 13:15 ] |
Post subject: | |
Bahahahahah ætli þetta hafi verið tekið af glósuvef Bændaskólanns á Hvanneyri ![]() ![]() |
Author: | Kristjan [ Wed 05. Oct 2005 13:22 ] |
Post subject: | |
hahahaha þetta er snilld |
Author: | Wolf [ Fri 07. Oct 2005 00:17 ] |
Post subject: | . |
Mér finnst nú vera einhver Stormskers lykt af þessu.... |
Author: | X-ray [ Fri 07. Oct 2005 01:12 ] |
Post subject: | |
Ja minnir slatta á orðabókina sem hann gaf út (snildar karakter mister stormsker) Því ertu kerling svo svipljót og sérð´ ekki að ég var bara að fá honum úr, þvi að ég er maður er hugsa um tengslin, ef heiðin er lokuð þá fer maður þrengslin ![]() Eða tælenski smá strákurinn við Dúmbó: Hey Dúmbó þetta venst nú bara andskoti vel. Dúmbó: það sagði hann pabbi líka ![]() Hann stormsker er vanmentinn perla í okkar menningar samfélag... að mista kosti mínu mati Saddam átti syni sjö, sjö sini átti Saddam |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |