bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Flott sjónarhorn
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=11950
Page 1 of 1

Author:  98.OKT [ Wed 05. Oct 2005 00:37 ]
Post subject:  Flott sjónarhorn

Ég var að taka smá drift núna í kvöld á hringtorginu hjá grandanum áðan og náði þessu líka fína drifti útúr því, þetta er svosem ekkert merkilegt fyrir utan það að löggan var að keyra á móti mér og stoppar mig og biður mig að koma yfir í bíl til sín, þá sé ég að þessi löggubíll er með myndavél og þeir spóla til baka og sína mér þetta meistara drift :lol: það eru ekki allir sem fá að sjá sitt eigið drift í löggubíl :twisted: og ég var svo heppin að þeir sektuðu mig ekki, en ætluðu að geyma þetta uppá ef ég skildi verða nappaður aftur :o
Vildi bara endilega deila þessu með ykkur :wink:

Author:  Joolli [ Wed 05. Oct 2005 00:42 ]
Post subject:  Re: Flott sjónarhorn

Lol! Snillingur. :D

Author:  bjahja [ Wed 05. Oct 2005 00:49 ]
Post subject: 

LOL, baðstu þá ekki um afrit :lol:

Author:  HPH [ Wed 05. Oct 2005 01:00 ]
Post subject: 

er bannað að drifta :?:

Author:  Dr. E31 [ Wed 05. Oct 2005 01:18 ]
Post subject: 

HPH wrote:
er bannað að drifta :?:

Er það ekki kallað "glæfraakstur". :roll:

Author:  98.OKT [ Wed 05. Oct 2005 01:20 ]
Post subject: 

Ég hefði nú alveg verið til í afrit :lol:

HPH wrote:
er bannað að drifta :?:


Þetta er flokkað undir glæfraakstur og ég held það sé meira að segja hægt að fá punkt fyrir það, enda kannski ekkert skrítið því þetta getur verið stór hættulegt, en það var auðvitað engin umferð þegar ég var að þessu...

Author:  Kristjan [ Wed 05. Oct 2005 03:33 ]
Post subject: 

98.OKT wrote:
Ég hefði nú alveg verið til í afrit :lol:

HPH wrote:
er bannað að drifta :?:


Þetta er flokkað undir glæfraakstur og ég held það sé meira að segja hægt að fá punkt fyrir það, enda kannski ekkert skrítið því þetta getur verið stór hættulegt, en það var auðvitað engin umferð þegar ég var að þessu...


Já einmitt, engir nema löggan

Author:  F2 [ Wed 05. Oct 2005 04:42 ]
Post subject: 

98.OKT wrote:
Ég hefði nú alveg verið til í afrit :lol:

HPH wrote:
er bannað að drifta :?:


Þetta er flokkað undir glæfraakstur og ég held það sé meira að segja hægt að fá punkt fyrir það, enda kannski ekkert skrítið því þetta getur verið stór hættulegt, en það var auðvitað engin umferð þegar ég var að þessu...


Ég hef fengið að heyra þetta glæfraaksturs thingy frá þeim :whistle:

Meiri að segja á þessum sama stað.....

Og ég er svo sáttur að það náðist ekki á teip :lol:

Meina hvað er flottara enn að snúa bílnum fyrir framan lögguna 8)

Author:  IvanAnders [ Wed 05. Oct 2005 11:37 ]
Post subject: 

Djöfulsins veinandi snilld!!!! :lol:

Author:  IceDev [ Wed 05. Oct 2005 15:02 ]
Post subject: 

Fá þetta teip hjá þeim maður!

Author:  pallorri [ Wed 05. Oct 2005 15:45 ]
Post subject: 

Já akkurat, hvað er betra en að fá að sjá sitt eigið drift á teipi í löggubíl :D

Author:  Chrome [ Wed 05. Oct 2005 19:12 ]
Post subject: 

ég var nú einu sinni að taka smá session á 7-unni hjá samkaup í keflavík þegar ég sé hvar löggan er stopp rétt hjá, þegar ég hætti þá keyrðu þeir barasta sína leið... :)

Author:  ///Matti [ Wed 05. Oct 2005 19:40 ]
Post subject: 

HAHA snillingur :D

Author:  zneb [ Thu 06. Oct 2005 01:31 ]
Post subject: 

Já, afturendinn var víst ekki alveg þar sem hann á að vera þegar ég var á leið um og útúr einu torginu um daginn. Síðan þegar ég er aðeins kominn áfram sé ég blá ljós og bíl snúa við, frábært.

Löggan stoppar mig semsagt og kærir mig fyrir of hraðan akstur miðað við aðstæður :roll:

Fékk síðan sektina heim um daginn, 7/þús kjell og 2 punktar.

En þessi bíll var reyndar líka með myndavél. Klikkaði bara á því að fá að sjá það :) Fæ kanski að kíkja á það þegar ég næ í nýja ökuskírteinið mitt á morgun.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/