bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

E60 M5 Eater!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=11813
Page 1 of 3

Author:  íbbi_ [ Thu 22. Sep 2005 22:32 ]
Post subject:  E60 M5 Eater!

þetta topic ætti að fanga ansi mörg augu :D
best að viðurkenna glæpin strax.. þessu ruplaði ég af stjörnuni
en já.. að græjuni.. þetta er Kleeman CLS cl219,
610hö og 835nm, 4.2 í 100 og 12.9 í 200, og er held ég bara einn sá allra fallegasti bíll sem ég hef nokkurntíman séð,
hugsa reyndar að þessi bíll kosti sona sirkabát helmingi meira en e60 m5,
en bara váá!

læt myndirnar um restina..

Image
Image
Image
Image

þvíliki hittarinn sem hönnuðir benz nelgdu með þessum CLS, eitt áhugaverðasta lúkk á bíl sem ég hef séð í langan tíma..

Author:  gstuning [ Thu 22. Sep 2005 22:39 ]
Post subject: 

Finnst þér þetta flottasti bíll ever?
REALLY?

Ef menn langar að sjá HP bilaða bíla þá þurfa menn bara að bíða í eitt ár eftir að 330i/335i bi turbo kemur út, vél verður TURBO ready, og verður lágmark 260hö án turbo, 650hö 3series verða rúllandi útum allt eftir þetta,

Ég sver það bíðið spenntir, þegar BMW kemur út með þessar BMW Bensín Túrbo vélar á næsta ári mun verða spes ár í sögu bíla...................

Author:  gunnar [ Thu 22. Sep 2005 22:43 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Finnst þér þetta flottasti bíll ever?
REALLY?

Ef menn langar að sjá HP bilaða bíla þá þurfa menn bara að bíða í eitt ár eftir að 330i/335i bi turbo kemur út, vél verður TURBO ready, og verður lágmark 260hö án turbo, 650hö 3series verða rúllandi útum allt eftir þetta,

Ég sver það bíðið spenntir, þegar BMW kemur út með þessar BMW Bensín Túrbo vélar á næsta ári mun verða spes ár í sögu bíla...................


Algerlega sammála þér í því,

En ég verð nú að fá að commenta á nýju hönnuna hjá benz því mér finnst hún VIÐBJÓÐUR! eins og mér finnst nú benz fallegir bílar...

Author:  Djofullinn [ Thu 22. Sep 2005 22:47 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta einmitt eitt ljótasta boddyið á benz :oops:

Author:  íbbi_ [ Thu 22. Sep 2005 22:56 ]
Post subject: 

mér finnst þetta ekki flottasti bíll ever nei, en mér finnst þetta einn flottasti bíll ever,
ég er svo skrítin með bmw/benz delluna að ég er almennt hrifnari af bmw, en benz eiga samt meira af sona "uppáhaldsuppáhöldum" ef þið skiljið hvað ég á við, finnst gaman af því hvað þeir missa sig gjörsamlega í hestaflatölunum oft, og togið í stóru áttunum þeirra er bara vangefið..

já ég er sammála því að það hefur ekki beint verið benz's glory days síðustu ár, en það er búið að rúlla út nokkuð mikið af brjáluðum benzum uppá síðkastið, AMG línan er ekkert smá öflug t.d, hægt að fá AMG útgáfur af nánast öllu sem þeir framleiða virðist vera,
nýji e55 bíllin finnst mér geðveikur, og tala nú ekki um s65 8)

var einmitt að skoða um daginn 03 cl600 v12 Bi-turrbo sem var fluttur inn nýr af ræsir og búin að vera í eigu sama aðila frá upphafi.. þvílík græja.. sami gæji á sl500 03/04 sem hann lét carlsson breyta fyrir 4 millur, kompressor felgur og allur pakkin 8)

Author:  Jökull [ Thu 22. Sep 2005 23:38 ]
Post subject: 

http://www.supercars.net/cars/3197.html

Brabus Rocket

engine V12
position Front Longitudinal
aspiration Twin Turbo
displacement 6233 cc / 380.4 cu in
power 544.4 kw / 730 bhp @ 5100 rpm
hp per litre 117.12 bhp per litre
bhp/weight 421.97 bhp per tonne
torque 1320 nm / 973.6 ft lbs @ 2100 rpm

Author:  íbbi_ [ Thu 22. Sep 2005 23:42 ]
Post subject: 

Brabus eru náttla bara eitthvað geðveikir í hausnum. á mjög skemmtilegna máta, troða sjóðandi heitum strókuðum v12 ofan í hvað sem þeir geta, mikið öfga fyrirtæki, var einmitt að fá bækling frá þeim 8)

Author:  BMWaff [ Fri 23. Sep 2005 00:57 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta ekki það Flottur bíll í útliti EN mér finnst benz einsog sagt var hér áður með svona "Eintök" þeir eru alltaf að reyna að gera svona og svona bíla. BMW er ekkert að gera neitt rosalegt í því finnst mér.

Þá er ég að meina svona bíla í nokkrum eintökum og svoleiðis.

Author:  gstuning [ Fri 23. Sep 2005 08:44 ]
Post subject: 

BMWaff wrote:
Mér finnst þetta ekki það Flottur bíll í útliti EN mér finnst benz einsog sagt var hér áður með svona "Eintök" þeir eru alltaf að reyna að gera svona og svona bíla. BMW er ekkert að gera neitt rosalegt í því finnst mér.

Þá er ég að meina svona bíla í nokkrum eintökum og svoleiðis.


Benz er að klóra í bakkann og láta fólk muna eftir sér,
BMW þarf þess ekki

Author:  íbbi_ [ Fri 23. Sep 2005 09:02 ]
Post subject: 

gstuning wrote:
Benz er að klóra í bakkann og láta fólk muna eftir sér, BMW þarf þess ekki


mér finnst það nú fullhart sagt..

Author:  Svezel [ Fri 23. Sep 2005 10:07 ]
Post subject: 

ég fíla útlitið á cls, hann lúkkar einhvernvegin eins og hann sé alltaf á fleygi ferð.

svo eru þessir nýju benzar eru að skila biluðum afltölum :o

Author:  Kristjan [ Fri 23. Sep 2005 10:32 ]
Post subject: 

Jæja eru þeir loksins að koma þessum hestöflum í jörðina, finnst alltaf eins og þessir kraftmestu benzar séu að spóla frá sér allt vit.

Author:  gstuning [ Fri 23. Sep 2005 11:05 ]
Post subject: 

íbbi_ wrote:
gstuning wrote:
Benz er að klóra í bakkann og láta fólk muna eftir sér, BMW þarf þess ekki


mér finnst það nú fullhart sagt..


Hvað annað heldurðu að þetta sé?

Author:  Einarsss [ Fri 23. Sep 2005 11:18 ]
Post subject: 

Benz eru búnir að vera í lægð undan farin ár, en þeir eru byrjaðir að sækja í sig veðrð aftur.

Ég er allavega til í að eiga eignast bæði benz og bimma ;)

its all german

Author:  Thrullerinn [ Fri 23. Sep 2005 12:26 ]
Post subject: 

Það eru nú þegar tveir svona (óbreyttir) á götunum hér nú þegar.

Satt að segja finnst mér útlitið ekki gott og venst ekkert sérlega vel :?

Þetta skott og lögunin á afturljósunum er eitthvað svo kjánalegt.. :roll:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/