bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 10:42

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 
Author Message
 Post subject: Video Camera
PostPosted: Sun 04. Sep 2005 17:39 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. May 2005 16:11
Posts: 301
Location: 109
Jæja, ég er búinn að vera að pæla hrikalega lengi i að fá mér cameru og ákvað þess vegna að skella nokkrum spurningum hér inn á kraft, sérstaklega
þar sem meðlimir virðast vera einkar duglegir við að gera myndbönd. 8)
Þetta yrði vél sem ég myndi þess vegna taka upp mín eigin bílavideo á, fermingar, brúðkaup og bara u name it ;).
Hún þyrfti að vera "lítil og nett" og þarf að sjálfsögðu að bjóða upp á það að ég geti "flætt" beint yfir á tölvuna þegar spólan er full.

Ég hef ekki hugsað mér að eyða meira en 100.þ.kr í vél, en hins vegar ætla ég að láta kaupa vélina fyrir mig úti í
Bandaríkjunum þannig að við erum alveg að tala um 1400-1500 $ vél (hún má þó af sjálfsögðu vera ódýrari :wink:).

Allavega.. ég er búinn að vera að skoða nokkrar vélar hérna heima og hef einhvern veginn endað alltaf á þessari hérna.
Ég veit að ein klukkustundarspóla á að skila 480*560 (ef ég man rétt) mynd og tekur um 13 GB, 25 rammar á sek o.s.frv.

Svo hef ég verið að skoða svona DVD camerur, eins og þessa hér.
Ég er samt ekki alveg að treysta þessum blessuðu vélum, sérstaklega þar sem ég hafði aldrei heyrt um þetta DVD cameru dæmi áður,
en það getur svo sem bara verið eitthvað rugl í mér :oops: .

Er eitthvað vit i þessum DVD vélum?
Hvað á ég að sækjast eftir í camerum?
Með hverju mæliði?

Endilega leyfið mér að heyra hvað ykkur finnst og hvað þið vitið.

Með fyrirfram þökkum Valdi-.

_________________
Image e39 540 iA M 98'
Image e39 523 iA 96' - Seldur
Image e30 aldrei !


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sun 04. Sep 2005 17:57 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Thu 03. Jul 2003 19:32
Posts: 2413
Location: 105 Reykjavík
Fáðu þér miniDV vél og þá helst 3 flögu (3ccd)
svo er gott að gera ráð fyrir að geta keyrt frá tölvuni inn á vélina aftur, kemur sér oft mjög vel..
Annars er ég lítið inn í þessum litlu handycam vélum..
Fáðu þér bara PD-170 vélina..8) Ætti ekki að kosta mikið eftir að HDV vélarnar komu og er mjög góð (þó hún sé ekki í þessari stærð sem þú ert að tala um..
Þú bara villt ekki þessar litlu þegar þú hefur prufað þessar stærri og það er mikið betra að vinna með þessar stærri) :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 05. Sep 2005 07:23 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 12. Jul 2004 20:02
Posts: 68
Location: Rock City
Ég var að pæla í þessu í vor og þá fann ég alla vega enga DVD vél sem eitthvað vit var í og einhver review voru að nefna það að þær væru varla orðnar nógu góðar til að keppa við almennilegar Mini DV vélar. Ég endaði á að kaupa Panasonic GS400 sem er þriggja flögu vél á $1200 og alveg þokkalega nett þó hún sé að vísu aðeins stærri en t.d. Sony DCR-PC1000. Þú getur kíkt á Panasonic vélina hérna.

Það er kannski óþarfi að taka þetta fram en passaðu þig á því að vélin sem þú lætur kaupa sé PAL (t.d. Panasonic NV-GS400E en ekki PV-GS400).

_________________
Ich geb Gas, Ich hab Spaß


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Mon 05. Sep 2005 20:19 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 20. May 2005 16:11
Posts: 301
Location: 109
Einsii wrote:
Fáðu þér bara PD-170 vélina..8) Ætti ekki að kosta mikið eftir að HDV vélarnar komu og er mjög góð (þó hún sé ekki í þessari stærð sem þú ert að tala um..
Þú bara villt ekki þessar litlu þegar þú hefur prufað þessar stærri og það er mikið betra að vinna með þessar stærri) :wink:


Elsku kallinn minn, ég fann hana ódýrasta á 2700 $ :lol:
það er aðeins of mikið fyrir mig, en takk samt fyrir svarið :wink:

mags wrote:
Ég endaði á að kaupa Panasonic GS400 sem er þriggja flögu vél á $1200 og alveg þokkalega nett þó hún sé að vísu aðeins stærri en t.d. Sony DCR-PC1000.


Já takk fyrir þetta, ég ætla að kynna mér hana betur :wink:


Ég stoppaði reyndar í Sony Center i Kringlunni i dag og ákvað að skoða aðeins þessar DVD camerur, þetta lookar rosalega töff sko.
Image
Þetta er Sony DCR-DVD403
http://www.bhphotovideo.com wrote:
Our current selling price for the
Sony DCR-DVD403 DVD Camcorder,
10x Optical/120x Digital Zoom, 3 Mega Pixel CCD, Color Viewfinder, 2.7" LCD Screen that you requested is $759.95.


Ég ætla að minnsta kosti að skoða þetta betur, maður hefur alveg heilan mánuð í að finna hvað maður ætlar að kaupa :)

Takk fyrir svörin en og aftur

Mbk. Valdi-

_________________
Image e39 540 iA M 98'
Image e39 523 iA 96' - Seldur
Image e30 aldrei !


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 4 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 16 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group