Jæja, ég er búinn að vera að pæla hrikalega lengi i að fá mér cameru og ákvað þess vegna að skella nokkrum spurningum hér inn á kraft, sérstaklega
þar sem meðlimir virðast vera einkar duglegir við að gera myndbönd.
Þetta yrði vél sem ég myndi þess vegna taka upp mín eigin bílavideo á, fermingar, brúðkaup og bara u name it

.
Hún þyrfti að vera "lítil og nett" og þarf að sjálfsögðu að bjóða upp á það að ég geti "flætt" beint yfir á tölvuna þegar spólan er full.
Ég hef ekki hugsað mér að eyða meira en 100.þ.kr í vél, en hins vegar ætla ég að láta kaupa vélina fyrir mig úti í
Bandaríkjunum þannig að við erum alveg að tala um 1400-1500 $ vél (hún má þó af sjálfsögðu vera ódýrari

).
Allavega.. ég er búinn að vera að skoða nokkrar vélar hérna heima og hef einhvern veginn endað alltaf á þessari
hérna.
Ég veit að ein klukkustundarspóla á að skila 480*560 (ef ég man rétt) mynd og tekur um 13 GB, 25 rammar á sek o.s.frv.
Svo hef ég verið að skoða svona DVD camerur, eins og þessa
hér.
Ég er samt ekki alveg að treysta þessum blessuðu vélum, sérstaklega þar sem ég hafði aldrei heyrt um þetta DVD cameru dæmi áður,
en það getur svo sem bara verið eitthvað rugl í mér

.
Er eitthvað vit i þessum DVD vélum?
Hvað á ég að sækjast eftir í camerum?
Með hverju mæliði?
Endilega leyfið mér að heyra hvað ykkur finnst og hvað þið vitið.
Með fyrirfram þökkum Valdi-.