bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Þjófavarnir
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=11310
Page 1 of 1

Author:  fart [ Thu 11. Aug 2005 15:15 ]
Post subject:  Þjófavarnir

Ég er að spá í að setja þjófavörn í gráa fiðringinn.

Með hverju mælið þið og við hverja á maður að versla.

Fær maður þetta ódýrt einhverstaðar?

Author:  Kull [ Thu 11. Aug 2005 15:19 ]
Post subject: 

Ég mæli með Nesradíó, spjalla bara við gumma, hann er toppmaður.

Aðalatriðið við þjófavarnir er ísetning þannig að best er að fá einhvern sem þekkir þetta vel annars geturu verið í leiðindavandræðum.

Author:  Jss [ Thu 11. Aug 2005 16:05 ]
Post subject: 

Sammála Kull.

Mæli með Nesradíó.

Author:  Thrullerinn [ Thu 11. Aug 2005 16:07 ]
Post subject: 

Sammála ofangreindum aðilum :)

Author:  moog [ Thu 11. Aug 2005 16:29 ]
Post subject: 

Nesradíó =D>

Author:  Valdi- [ Thu 11. Aug 2005 18:16 ]
Post subject: 

Ég var nú að skoða þetta á heimasíðunni þeirra, er þetta nokkuð með ísetningu? Mig langar einmitt rosalega í fjarstart og þjófavörn, var bara að pæla hvort það bættist eitthvað mikið ofan á ef þetta væri ekki með ísetningu þeas.

Author:  grettir [ Thu 11. Aug 2005 18:26 ]
Post subject: 

Ég mæli líka með Nesradíó. Ég er með svona Viper 791XV með fjarstarti. Minnir að ísetningin hafi verið í kringum 13 þúsund kallinn, líklega eitthvað ódýrara ef þú sleppir fjarstartinu.

Author:  Valdi- [ Thu 11. Aug 2005 22:48 ]
Post subject: 

Nú jæja, skelfilega er það mikið.
Takk grettir

Author:  Kristjan [ Thu 11. Aug 2005 22:53 ]
Post subject: 

Láttu mig vita með prísinn á þessu.

Author:  Eggert [ Thu 11. Aug 2005 23:40 ]
Post subject: 

Langar að deila smá reynslusögu hérna... :loser:

Ég ætlaði að vera voða sniðugur og láta setja þjófavörn í gamla kókaínhvíta E36. Hafði upp á gaur sem gerði þetta svart fyrir mig. 20k með þjófavörninni íkominni. (mar er alltaf að gera góða díla sko)
Ég hafði viðskipti við þann sama gaur seinasta sumar, lét setja þjófavörn í Eclipseinn minn, 19k íkomið og hún virkaði fínt(í þann mánuð sem ég átti hann, veit svo ekki meir). Það var Crimestopper þjófavörn.

En það var ekki sama sagan með þetta. O hell no.

Í fyrsta lagi, þegar ég sæki bílinn og þetta er komið í(man ekki hvað vörnin heitir), réttir gaurinn mér lyklakippuna með fjarstýringunum. ÞAÐ VAR FUCKING ÚTDRAGANLEGT LOFTNET á fjarstýringunni, sem var btw hvít og kassalaga. Þetta var svona ein og lofnet á gamalli talstöð, en gaurinn ætlaði að reyna að redda mér öðrum fjarstýringum... svo ég gaf þessu séns.

Svo bilaði önnur fjarstýringin, hætti bara að virka. Pirraði mig ekki mikið á því, var með aðra auka og síðan átti hvorteðer að redda mér öðruvísi pari.

Svo hætti þetta algjörlega að virka. Ég neyddist til að opna húddið og klippa á lúðurinn (that's it.. geðveik þjófavörn). Frekar fyndið. Þurfti að keyra um með tikkandi mælaborð (stefnuljósadæmið) í nokkra daga.

Hafði samband við gaurinn og ætlaði að fá endurgreitt og að láta hann rífa þetta úr. Búinn að hringja hátt í 20 sinnum í hann, en hann hefur ekki tíma ef hann svarar á annað borð. Svo seldi ég bílinn...

Ég er ekki búinn að gefast upp neitt, mun láta hann rífa þetta drasl úr og fá endurgreitt.
Langaði bara að deila þessu með ykkur.. borgar sig ekki að spara tíkall í svona málum ef þetta á að duga eitthvað.

Ímyndið ykkur bara ljótt og stórt stál loftnet á þessari fjarstýringu. Sem BETUR FER, var það útdraganlegt og þurfti ekki alltaf að vera úti.
Image

Fyrsta og seinasta skipti sem ég redda mér svona 'díl' til að spara mér eitthvað klink.

Author:  Thrullerinn [ Fri 12. Aug 2005 08:56 ]
Post subject: 

Þetta kemur líklega til með að kosta um 30 kall, þ.e. þjófavörnin og
vinnan við ísetninguna..

Ég lét setja í minn(Z4) og það var víst mikið vandamál þar sem rafmagns-
kerfið í þessum nýju bílum er gríðarlega flókið. Ég fór með bílinn um
morguninn og sótti hann seint um kvöldið(rétt fyrir 11!) og ég veit að
þeir unnu í honum allan tímann, frá morgni til kvölds...

Þó svo að þetta hafi tekið margfalt meiri tíma heldur en "venjulegir" bílar
var ég rukkaður um sambærilega upphæð. Mér fannst þetta metnaðar-
gjörn vinna og frágangur var allur til fyrirmyndar.

Author:  fart [ Fri 12. Aug 2005 10:13 ]
Post subject: 

Thrullerinn wrote:
Þetta kemur líklega til með að kosta um 30 kall, þ.e. þjófavörnin og
vinnan við ísetninguna..

Ég lét setja í minn(Z4) og það var víst mikið vandamál þar sem rafmagns-
kerfið í þessum nýju bílum er gríðarlega flókið. Ég fór með bílinn um
morguninn og sótti hann seint um kvöldið(rétt fyrir 11!) og ég veit að
þeir unnu í honum allan tímann, frá morgni til kvölds...

Þó svo að þetta hafi tekið margfalt meiri tíma heldur en "venjulegir" bílar
var ég rukkaður um sambærilega upphæð. Mér fannst þetta metnaðar-
gjörn vinna og frágangur var allur til fyrirmyndar.


Hehehehehe.. þú ert gaurinn sem þeir voru að bölva.

"þessir helvítis bmw'ar eru hræðilegir, fengum einn um daginn og það var gríðarlegt vesen"

Held reyndar að minn sé töluvert einfaldari.

Author:  grettir [ Fri 12. Aug 2005 10:59 ]
Post subject: 

fart wrote:
"þessir helvítis bmw'ar eru hræðilegir, fengum einn um daginn og það var gríðarlegt vesen"

Held reyndar að minn sé töluvert einfaldari.


Það kom svipur á þá í Nesradíó-inu þegar þeir vissu að þetta var Bmw, en þeir önduðu léttar þegar þeir fengu að vita hvernig Bmw og hversu gamall. "Þeir eru svo fjandi erfiðir þessir nýju" :lol:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/