bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

veit nú ekki hvort maður á að vera flagga þessu hér
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=11198
Page 1 of 1

Author:  íbbi_ [ Fri 29. Jul 2005 22:10 ]
Post subject:  veit nú ekki hvort maður á að vera flagga þessu hér

ég var s.s að kaupa mér nýjan bíl :roll:
ekki var það bæverkst stál að þessu sinni því miður,
hugsa þetta nú aðalega sem vetrarbíl verð að vinna mikið í vetur og þarf á einhverju traustu að halda sem eyðir littlu, og áhvað því að prufa uppá gannið að kaupa mér einn úr kassanum,

bíllin mun s.s vera Mazda 3 sport, verður nýskráður þann 2 ágúst þ.e.a.s á þriðjudaginn kemur,
vélin er 2.0l 150hö og togar tæpa 200nm, og skilar honum bara nokkuð vel áfram, síðan er bíllin eiginlega fáránlega vel útbúin meðað við bíl í þessum stærðarflokki :roll: en m.a er hann með Xenon, tvívirkri glerlúgu,
DSC/TCS, aksturstölvu, sjálvirkri miðstöð með loftkælingu (digital) regnnema í framrúðu,kösturum 17" felgur, hörkugræjur leðurklætt stýri með útvarpsstillingum og flr sem maður sér nú vanalega ekki í þetta littlum bíl..

verð að segja að innrétingin í þessum bíl kom mér á óvart.. síðan er bara að sjá hvernig mér líkar hann, planið er að eiga hann út veturinn og endurskoða síðan málin, eftir síðasta vetur held ég að ég hafi það ekki í mér að ryðjast í gegnum saltið á öðrum bimma, fínt að nota búðakerrurnar í það :wink:

tók nokkrar myndir af honum í dag á rauðu númerunum, Ekin heila 22 km og þar af 11 af mér 8)

Image
Image
Image
Image

Image
dáldið fönkí mælar, verða alveg svartur þegar það er slökt, rauðir á daginn síðan á kvöldið verður hringurinn fjólublár og stafirnir appelsínugulir
Image
Image

Author:  Schulii [ Fri 29. Jul 2005 22:49 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta nú bara helvíti flottur bíll hjá þér!

Ein kona sem ég vinn með á svona bíl og hún er alveg í skýjunum með hann. Mér finnst þessir líka mjög líkir BMW ásnum í útliti!

Author:  Svezel [ Fri 29. Jul 2005 23:50 ]
Post subject: 

flottur bíll!!! til hamingju með kaupin :)

hiklaust ein allra bestu kaupin í þessum stærðar og verðflokki

Author:  fart [ Sat 30. Jul 2005 08:07 ]
Post subject: 

Congrats dúd.

Þekki vel þá tilfinnigu að kaupa nýtt úr kassanum, hún er æðisleg.

Author:  einsi [ Sat 30. Jul 2005 10:50 ]
Post subject: 

flottur, til hamingju

Author:  zazou [ Sat 30. Jul 2005 19:41 ]
Post subject: 

Schulii wrote:
Mér finnst þetta nú bara helvíti flottur bíll hjá þér!

Ein kona sem ég vinn með á svona bíl og hún er alveg í skýjunum með hann. Mér finnst þessir líka mjög líkir BMW ásnum í útliti!

Ekki segja þetta, mér var vísað héðan út þegar ég kom með þennan punkt í einhverjum ásaþræði :lol:

fart wrote:
zazou wrote:
Finnst ykkur ekkert að ásinn sé dáldið líkur Mazda?

Vertu úti :?

Author:  íbbi_ [ Sat 30. Jul 2005 20:21 ]
Post subject: 

ég þakka góð orð 8) ætli það sem er líkt með ásnum og þessum sé ekki hvernig sona harðar línur mætast (á hálf erfitt með að orða þetta)valdi einmitt sona ljósan lit til að draga upp línurnar enn betur
já ég held að Sport útfærslan af mazda 3 sé mjög skynsamleg kaup meðað við nýja bíla í sama flokki, þetta er samt engu síður rosalega mikill peningur fyrir smábíl, ég hálf táraðist þegar mér var boðin 01 330ia á svipuðu verði, en þetta er náttúrulega glænýtt og það kostar :roll: ég hefði getað fengið 116 ás með engum aukabúnaði á svipuðu sama verði, en það er ekkert gaman að fá algjöran harlem bíl,
verður forvitnilegt að sjá hvernig vélin í honum kemur út, 2.0l 150hö og togar um 200nm, bíllin er að vísu um 1300kg sem er frekar þungt, en mér fannst hún samt alveg vera skila sér fínt, togar mjög vel.

já það er alveg spes tilfinning að fá glænýjan bíl, þessi var ekinn 7 km fyrst þegar ég fór af stað 8) ,
hlakkar samt óskaplega til að fá mér aftur bmw.. af því er ekki að spurja en ég held að þessi verði fínn vetrarbíll

Author:  Schnitzerinn [ Sat 30. Jul 2005 20:42 ]
Post subject: 

Til lukku, vonandi að hann reynist vel ;)

Author:  basten [ Sat 30. Jul 2005 23:36 ]
Post subject: 

Til hamingju, smekklegur bíll

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/