bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Mótmæli....
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=11154
Page 1 of 2

Author:  IvanAnders [ Sun 24. Jul 2005 23:58 ]
Post subject:  Mótmæli....

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=117207

Ég er nú ekki að segja að þetta séu sniðugasta leiðin, hvað þá að þetta beinist að réttum aðilum, en ef að þetta verður gert að þá má nú samt sem áður segja: LOKSINS gerir einhver eitthvað í málunum, annað en að væla í 2 daga og gleyma þessu svo og láta þjappa sig áfram með bros á vör.... :roll:

Author:  oskard [ Mon 25. Jul 2005 00:13 ]
Post subject: 

Ég segi nú bara aumingja mótmælendurnir... áfengisþyrst fólk á eftir að rúlla bílunum þeirra útí skurð :lol: :lol:

Author:  IvanAnders [ Mon 25. Jul 2005 00:26 ]
Post subject: 

ja.... ef að ég væri á leiðinni útúr bænum á föstud. að þá myndi ég allaveganna ekki láta þá stoppa mig.... :twisted:

Author:  Jónas [ Mon 25. Jul 2005 00:35 ]
Post subject: 

nákvæmlega, sérstaklega þeir sem þurfa að ná herjólfi..
ef þeir gera þetta á fimmt þá á ég eftir að einmitt, ýta bílum þeirra útí skurð.

Author:  Lindemann [ Mon 25. Jul 2005 00:43 ]
Post subject: 

enda er lítið mál að fara framhjá þessu...

gegnum grafarvoginn ef maður er að fara norður en breiðholtsbrautina ef maður er að fara austur

Author:  Eggert [ Mon 25. Jul 2005 00:58 ]
Post subject: 

Lindemann wrote:
enda er lítið mál að fara framhjá þessu...

gegnum grafarvoginn ef maður er að fara norður en breiðholtsbrautina ef maður er að fara austur

Já, s.s. nesjavalla/hafravatnsleiðina?

Author:  Epicurean [ Mon 25. Jul 2005 02:22 ]
Post subject: 

Svona aðgerðir sem bitna saklausu fólki eru aldrei réttlætanlegar hversu göfugt sem markmiðið kann að vera. Menn geta komið sinni skoðun á framfæri án svona ofbeldis.

Author:  Thrullerinn [ Mon 25. Jul 2005 10:56 ]
Post subject: 

Þetta er nú alveg skiljanlegt !! Satt að segja finnst mér þetta bara hið
"besta" mál.

En föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgi :? sé fyrir pabban með hele
familien og tjaldvagninn hoppandi vondan og allir skælandi í aftursætinu!

Author:  bjahja [ Mon 25. Jul 2005 11:06 ]
Post subject: 

Alveg kominn tími á einhverjar aðgerðir en vísvitandi að gera svona til að valda almenningi sem mestu tjóni og leiðindum er ekki kúl :?

Author:  gstuning [ Mon 25. Jul 2005 11:28 ]
Post subject: 

bjahja wrote:
Alveg kominn tími á einhverjar aðgerðir en vísvitandi að gera svona til að valda almenningi sem mestu tjóni og leiðindum er ekki kúl :?


Samt eina leiðin til að eitthvað virki,
ef þetta mun ekki trufla almenning þá er almenningi sama og ekkert mun breytast.

Author:  Bjarkih [ Mon 25. Jul 2005 12:10 ]
Post subject: 

Full gróft samt að stífla aðkomu að millilandaflugi. Það er bara ekki sanngjarnt gagnvar þeim sem eru kannski að veita sér eina ferð á 3-5 ára fresti.

Author:  Einsii [ Mon 25. Jul 2005 12:12 ]
Post subject: 

ég er svo fylgjandi þessu (kannski líka afþví að þetta truflar mig ekki neitt ;) ) að ég er næstum því farin að krossa mínum yfir einhverja vesæla einstefnu hér á ak :P

Author:  Kull [ Mon 25. Jul 2005 12:46 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta nú tómt rugl, meira segja Landsamband Vörubifreiðastjóra styðja ekki þessar aðgerðir, smb þessi frétt: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/fr ... id=1150702

Vissulega getur maður skilið gremju þeirra sem lenda verst í þessu en að ætla sér að trufla umferð á mestu umferðarhelgi ársins er ekki rétt leið til að fá stuðning við sinn málstað. Það væri nær að loka aðgangi að Alþingi eða álíka þegar það byrjar aftur, það eru jú þeir sem ákveða þetta.

Author:  grettir [ Mon 25. Jul 2005 13:03 ]
Post subject: 

Bjarkih wrote:
Full gróft samt að stífla aðkomu að millilandaflugi. Það er bara ekki sanngjarnt gagnvar þeim sem eru kannski að veita sér eina ferð á 3-5 ára fresti.

Sammála því. Og væntanlega ekki síðasta minningin um Ísland sem við viljum að ferðamenn fari með heim.

Furðuleg stefna sem var samt tekin í þessum dísel málum. Í stað þess að hvetja menn til að versla eyðsluminni bíla og umhverfisvænni, þá er mönnum bara refsað :(

Author:  Einsii [ Mon 25. Jul 2005 13:47 ]
Post subject: 

grettir wrote:
Bjarkih wrote:
Full gróft samt að stífla aðkomu að millilandaflugi. Það er bara ekki sanngjarnt gagnvar þeim sem eru kannski að veita sér eina ferð á 3-5 ára fresti.

Sammála því. Og væntanlega ekki síðasta minningin um Ísland sem við viljum að ferðamenn fari með heim.

Furðuleg stefna sem var samt tekin í þessum dísel málum. Í stað þess að hvetja menn til að versla eyðsluminni bíla og umhverfisvænni, þá er mönnum bara refsað :(

Þetta er nu bara vegna markaðsverðs á olíuni.. hún er nú dýrari í evropu heldur en bensínið
En með þessi mótmæli, þá eru þetta akkurat viðbrögðin sem hafa orðið við sona hækkunum útí heimi.. mér sýnist bara kominn timi til að eitthvað sé gert í þessu.. við höfum lifað of lengi eftir "ef einhver slær þig á vinstri vanga.. beygðu þig þá framm með brækurnar á hælunum"

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/